Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 6
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 MENNTUN Samtökin ‘78 standa fyrir opinni fræðslu um hinsegin fólk á sunnudaginn næstkomandi. Fræðslustarf Samtakanna hefur verið mikið í umræðunni síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins í apríl síð- astliðnum. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægis- son lýsti sig andvígan hinsegin fræðslu í grunnskólum og stofn- aði Facebook-síðu sem hann nefndi Barnaskjól. Í kjölfarið vakn- aði mikil umræða um hinsegin fræðslu í skólum. „Fræðslan er haldin út af þess- ari miklu umræðu sem hefur verið um fræðslu samtakanna og fræðslustörf almennt. Í kjölfarið ákváðu Samtökin ‘78 að blása til opinnar fræðslu vegna mikilla ranghugmynda í umræðunni, til dæmis á internetinu og á Útvarpi Sögu, um hvað svona fræðsla snýst og hvernig hún fer fram,“ segir Ugla Stefanía Kristjönu- dóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78 en mikil umræða myndaðist meðal annars í þætt- inum „Línan laus“ á Útvarpi Sögu þar sem hlustendur hringdu inn og töluðu gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. „Fræðslan snýst um að fræða fólk um hvað það er að vera hin- segin og mismunandi hópa innan hinsegin flórunnar. Við tölum um mismunandi kynhneigð, kynvitund og kyn. Svo tölum við líka um for- dóma og staðalímyndir, lagalega stöðu hinsegin fólks og loks eru opnar umræður og spurningum svarað,“ segir Ugla um fræðsluna. Opin fræðsla samtakanna, sem hefur aldrei verið haldin áður, fer fram á alþjóðlegum degi gegn hin- segin fóbíu. Ugla segir samtökin hafa hvatt bæjarfélög til þess að flagga hinsegin fánanum á þessum degi undanfarin ár. Alþjóðlegur dagur gegn hinseg- in fóbíu er upprunninn í Banda- ríkjunum og var fyrst haldinn árið 2005. Dagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur 17. maí. Opin hinsegin fræðsla Sam- takanna fer fram næsta sunnu- dag í Háteigsskóla klukkan 15.00. thorgnyr@frettabladid.is Blása til opinnar hinsegin fræðslu Samtökin ‘78 standa fyrir opinni hinsegin fræðslu á sunnudag. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna, segir fræðsluna haldna til að útrýma ranghugmyndum sem hafa verið um fræðslustarf samtakanna. OPIN FRÆÐSLA Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir opna hinsegin- fræðslu Samtakanna ‘78 vera til að sporna gegn ranghugmyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fræðslan snýst um að fræða fólk um hvað það er að vera hinsegin og mismunandi hópa innan hinseginflórunnar. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78 8.000 voru án vinnu og í atvinnuleit á fyrsta ársfjórðungi 2015. 179.200 voru starfandi af þeim 187.300 á aldrinum 16 til 74 ára sem voru á vinnumarkaði. NÁMAN HRUNDI Fimmtán kólumbískir námamenn festust inni í gullnámu nálægt bænum Riosucio í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Vatn flæddi inn í námuna sem olli því að hún féll saman. Unnið er að því að dæla vatninu út. Björgunarmenn sögðu í gær að þrjá daga gæti tekið að dæla nægu vatni úr námunni. Eigandi námunnar, Leonardo Mejia, segist hræddur um að allir námamenn- irnir séu þegar látnir. Náman er án tilskilinna leyfa rétt eins og um helmingur allra gullnáma í Kólumbíu. - þea REYNA AÐ BJARGA NÁMAMÖNNUM SNÆFELLSNES Um 40 bátar losnuðu frá flotbryggjunni í Rifi á Snæ- fellnesi í óveðri í fyrrinótt. Um tólf björgunarsveitarmenn unnu eldsnemma í gærmorgun að því að festa bátana og náðu að tryggja festar áður en illa fór. Strandveiðar eru nýhafnar og því mikið af bátum við bryggjuna í Rifi. Í gærmorgun tók að rigna og hvessa hressilega og segir Viðar Páll Hafsteinsson, formaður björg- unarsveitarinnar Lífsbjargar, að aðgerðir hafi gengið vel. „Við vorum kallaðir út um sex leyt- ið. Með snörum handtökum náðum við að tryggja þá aftur og ganga frá þeim. Svo var á fjórða tug báta við flotbryggjuna og við þurftum að tryggja þó nokkurn hluta af þeim betur,“ segir Viðar. Björgunarsveitarmenn nutu lið- sinnis eigenda bátanna. Engar skemmdir urðu á bátunum en björgunaraðgerðirnar tóku um tvo tíma. Spurður hvort eitthvað hefði verið út á það að setja hvernig geng- ið hafði verið frá bátunum segir Viðar svo ekki vera. „Það gerir svona snöggan hvell og þegar það eru svona margir bátar er átakið svo ofboðslegt.“ - skó Tólf björgunarsveitarmenn náðu að koma í veg fyrir mikið tjón: Fjörutíu bátar fóru á flot SNÖGGUR HVELLUR Snör handtök vörðu eigendur fjörutíu báta í Rifi tjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARAMÁL Bandalag háskólamanna telur að Matvælastofnun fremji verk- fallsbrot með því að heimila inn- flutning sjávarafurða á borð við fisk, rækjur og lýsi. „Matvælastofnun hefur litið þann- ig á að þau séu undanskilin undan- þágum vegna innflutnings á fiskaf- urðum,“ segir Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM. „Dýra- læknar eru ábyrgðaraðilar fyrir EFTA og um leið og afurð er flutt inn til Íslands getur hún farið frjáls um EES-svæðið.“ segir Stefán. Þeir starfsmenn Matvælastofn- unar sem hafa eftirlit með öryggi við innflutning á fiskafurðum eru í verkfalli og hefur Matvælastofnun því ekki í höndunum nýjustu upplýs- ingar um varninginn sem fluttur er inn. BHM telur að því sé innflutn- ingurinn óöruggur og mun upplýsa eftirlitsstofnun EFTA um innflutn- inginn ef honum linnir ekki. „Við munum hugsanlega ítreka þetta. En ef ekkert verður aðhafst munum við tilkynna þetta til EFTA,“ segir Stefán. - srs Bandalag háskólamanna mun hugsanlega upplýsa eftirlitsstofnun EFTA: Lýsisinnflutningur verkfallsbrot MATVÆLASTOFNUN Dýralæknar eru ábyrgir gagnvart EFTA. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Matvæla- stofnun hefur litið þannig á að þau séu undanskilin undanþágum vegna inn- flutnings á fiskafurðum Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM. SVONA ERUM VIÐ Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 5. júní 2015 kl. 16:00 í Aðalútibúi Landsbankans Austurstræti 11. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Upplýsingar um fundinn og ársreikning má nálgast á heimasíðu sjóðsins www.landsbankinn.is/ltfi. Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -D A C C 1 6 3 F -D 9 9 0 1 6 3 F -D 8 5 4 1 6 3 F -D 7 1 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.