Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 10
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ræsting er ekki bara að skúra gólf. Hjá mér snýst þetta um að skapa jákvæða upplifun og vellíðan. Við hugsum í lausnum. Fáðu upplýsingar um þjónustuna. 580 0600 sala@iss.is „Ég legg mig fram um að þér líði vel í vinnunni” Heildarlausnir í fasteignaþjónustu. Enginn viðskiptavinur hefur sömu þarfir. Við sérsníðum lausnir sem henta hverjum og einum. F A S T E I G N A U M S J Ó N | R Æ S T I N G | M A T V Æ L A Þ R I F | S É R V E R K E F N I | V E I T I N G A R | I S S . I S SAMFÉLAG Ásdís Hjálmsdóttir afreksíþróttakona, sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í spjót- kasti á Ólympíuleikunum, safnar fé fyrir veika systurdóttur sína. Systir Ásdísar býr í Flórída ásamt eigin- manni sínum og sjö ára dóttir henn- ar hefur glímt við erfið veikindi. „Ísabella litla greindist nýlega með Crohn’s (bólgusjúkdómur í þörmum) og liðagigt og fjölskyld- an er búin að upplifa mjög erfiða tíma undanfarið. Nú fer að koma að því að borga reikninga sem eru langt umfram þeirra bolmagn,“ segir Ásdís, en sett hefur verið upp söfnunarsíða á slóðinni: www. life.indiegogo. com til styrktar Ísabellu. „Hún hefur verið mikið veik núna í næstum tvö ár. Þetta hefur verið ákaflega erfiður tími fyrir fjölskylduna þar sem hún var með mikla óútskýranlega verki í litla lík- amanum sínum. Þau fóru fram og til baka á milli lækna, sérfræðinga og til sjúkraþjálfara til að reyna að finna út hvað væri að en enginn hafði svör. Hún gat ekki hlaupið um og leikið sér eins og önnur börn án þess að liggja grátandi með kæli- poka og verkjatöflur um kvöldið. Auk þess var hún öll að rýrna og þroskaðist ekki eðlilega, segir Ásdís frá gangi sjúkdómsins, sem var greindur eftir langa sjúkrahúsdvöl og endurteknar rannsóknir.“ - kbg Ásdís Hjálmsdóttir Ólympíufari kemur systurdóttur sinni til hjálpar og hefur söfnun: Greindist loksins eftir tveggja ára veikindi VEIK Í TVÖ ÁR Systurdóttir Ásdísar Hjálmsdóttur þjáist af Crohn‘s-sjúkdómi og reikningar eru að sliga fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR BJÖRGUN Björgunarsveitin Þor- björn í Grindavík kom konu til aðstoðar á Hagafelli í gær. Konan hafði velt fjórhjóli sínu og hafði kallað eftir aðstoð björgunar- sveita. Björgunarsveitin flutti lögreglu og sjúkraflutningamenn á slysstað. Hún var flutt á sjúkra- hús með minniháttar meiðsli. Búið var að sárum hennar á fjall- inu og hún flutt burt í sjúkrabíl. „Veðurskilyrði voru góð og björgunarsveitin kom henni fljótt niður af fjalli niður í sjúkrabíl,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldurs- dóttir, upplýsingafulltrúi Lands- bjargar. „Þetta var erlend ferða- kona og hún hafði velt fjórhjólinu sínu. Hagafell er bara rétt fyrir ofan Grindavík þannig að það var auðvelt að bregðast fljótt við. Sveitin kom svo hjólinu og ferða- félögum hennar til byggða,“ sagði hún. - srs Aðstoðuðu erlenda ferðakonu á Hagafjalli: Velti fjórhjóli sínu BÚIÐ UM SÁRIN Skilyrði við björgun voru góð MYND/OTTI RAFN SIGMARSSON UMHVERFISMÁL Landgræðslan hyggst dreifa kjötmjöli á um 40 hektara af lítt grónu landi á Tunguheiði. „Sumarið 2014 var dreift kjöt- mjöli á aðliggjandi svæði sem gaf góða raun. Leitað hefur verið eftir afstöðu Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands, sem gerir ekki athugasemdir við dreifingu kjöt- mjöls á þetta landssvæði,“ segir byggðaráð Bláskógabyggðar sem samþykkir fyrir sitt leyti að kjöt- mjölinu verði dreift. - gar Uppgræðsla á Tunguheiði: Landgræðslan dreifir kjötmjöli DÓMSMÁL Jón Steinar Gunnlaugs- son, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæsta- rétt Íslands, ætlar að flytja erindi um Hæstarétt, miðvikudaginn 20. maí í Háskólanum í Reykjavík. Jón Steinar ætlar að ræða um starfsskilyrðin sem rétturinn starfar við og áhrif þeirra á gæði úrlausna réttarins. Hann segist leitast við að skýra hvaða vanda- mál steðja að réttinum og hvað þurfi að gera til að bæta þar úr. Fundurinn er haldinn að frum- kvæði Jóns Steinars sjálfs. Jón Steinar tekur fram í til- kynningu að hann telji úrbæt- ur á dómskerfinu meðal allra brýnustu verkefna samtímans á Íslandi. - kbg Jón Steinar Gunnlaugsson: Heldur erindi um Hæstarétt RÆÐIR VANDA RÉTTAR Jón Steinar hefur verið ötull í því að ræða um störf Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Konan var flutt á sjúkra- hús með minniháttar meiðsli. Búið var að sárum hennar á fjallinu og hún flutt burt í sjúkrabíl. STJÓRNSÝSLA „Það er öllum mönnum ljóst sem þekkja til eðlilegs fyrir- tækjareksturs að ef þú ert að borga rúmlega þriðjung tekna þinna í fast- eignagjöld þá stendur reksturinn ekki undir sér,“ sagði Halldór Guð- mundsson, forstjóri Hörpu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði síðastliðinn þriðjudag kröfu Hörpu um að úrskurður yfirfast- eignamatsnefndar frá maí 2012 verði gerður ógildur. Samkvæmt úrskurði matsnefnd- arinnar á Harpa að greiða um 380 milljónir í fasteignagjöld í ár en rekstrartekjur Hörpu voru rétt yfir einum milljarði. Fasteignamat Hörpu árið 2011 var 17 milljarðar króna samkvæmt Þjóðskrá og miðað var við bygg- ingarkostnað. Stjórn Hörpu taldi að matið ætti að vera um sjö milljarð- ar, byggt á rekstrarkostnaði húss- ins, og kærðu niðurstöðu Þjóðskrár til yfirfasteignamatsnefndar. Ekki hefur verið ákveðið hvað verði gert við niðurstöðu héraðsdóms. „Stjórnin kemur saman í vikunni og mun ræða hvernig skal bregð- ast við. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun,“ sagði Hall- dór. „Það er algerlega ljóst að þetta er vandamál eigenda hússins. Það sjá það allir Íslendingar að aðsókn í húsið er að aukast, það eru um 480 tónleikar á ári og það er orðið mið- lægt í menningarlífi þjóðarinnar. Eigendurnir sjá það og hljóta því að vilja leggja húsinu lið ef þess þarf,“ sagði hann. „Við munum bara horfast í augu við þetta. Ég lít ekki á þetta sem eitt- hvað dramatískt, bara sem úrlausn- arefni.“ Ríkið og Reykjavíkurborg eru eig- endur Hörpu. Ríkið á 54 prósent í Hörpu og borgin 46 prósent. Eigend- urnir leggja Hörpu til fjármagn til að standa undir ákveðnum þáttum í rekstri hússins. „Borgin ásamt ríkinu er að greiða samtals um milljarð í rekstur Hörpu en það fjármagn á að fara í niður- greiðslu lána,“ sagði Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. „Síðan er borgin að taka þátt í rekstri sinfóníunnar en að öðru leyti á rekstur Hörpu að standa undir sér,“ segir Dagur. „Harpa er frábært hús en eitt dýr- asta hús landsins og menn gleyma því oft að hún líkt og allur annar rekstur er að greiða ýmis gjöld. Harpa borgar til dæmis launagjöld og virðisaukaskatt,“ segir hann. Dagur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýj- un áður en næstu skref verða ákveð- in. „Við viljum að stjórn Hörpu sjái alfarið um að taka ákvarðanir um alla meðferð fyrir dómstólum.“ - srs Þriðjungur rekstrartekna Hörpu fer í fasteignagjöld Harpa mun þurfa að greiða rúmlega 380 milljónir í fasteignagjöld eftir dómsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Borgarstjóri Reykjavíkur segir að beðið verði eftir ákvörðun stjórnar Hörpu um áfrýjun áður en ákveðið verði hver næstu skref eru. Forstjóri Hörpu segir að ríki og borg muni sjá hag sinn í að styrkja rekstur hússins. HALLDÓR GUÐMUNDSSON DAGUR B. EGGERTSSON HARPA Fasteignamat Hörpu er 17 milljarðar samkvæmt Þjóðskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -5 1 4 C 1 6 4 0 -5 0 1 0 1 6 4 0 -4 E D 4 1 6 4 0 -4 D 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.