Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar Svo var kistan komin rétt inní bílinn og bílstjórinn ók af stað. I kjölfarið komum við á mínum bíl. Það var ekið einsog við værum með postulín í farteskinu og þankagangur minn tók mið af nál hraða- mælisins. En ég man ekki hvað ég hugsaði. Fyrr en allt í einu að fram- úr okkur hljóp stúlka og hún var með vasadiskó — tilað hafa takt við eigið fótatak býst ég við. A götunum breyttist snjórinn í krap, en hvorki bílar né menn höfðu áttað sig á aðstæðum og sumir spóluðu í brekkum vetrarins og urðu fúlir. Aðrir óheppnari kvefuðust og fóru að hósta — þeir voru til sem neituðu alveg að fara í gang þennan morgun. Kirkjan og garðurinn voru í hlíðinni fyrir ofan bæinn og það hafði verið ruddur þangað vegurinn, sérstaklega fyrir afganginn af afa mínum. Oðru megin við veginn var gildrag og þar var lækur á leið niður hlíðina; handan hans tóku við tún og það voru hestar að krafsa í krapið. Líkbíllinn var á leið upp brekku og kannski var það handvömm eða kannski slitnaði keðja — ég hef aldrei fengið skýringu á því — bíllinn fór að spóla, skrensaði og líklega ætlaði bílstjórinn að skipta niður, en þá rann bíllinn afturábak útaf mjóum veginum. Einsog við værum í bíó sáum við bílinn velta niður brekkuna og enda á hvolfi útí læknum. Við vorum fljótlega komnir niður að brömluðum líkbílnum. En allir í okkar fínasta pússi, einsog deginum sæmdi, og það var líktog enginn okkar vildi verða fyrstur til að ata sig út — eða kannski vissi enginn hvað skyldi til bragðs. I fáein ákaflega erfið augnablik horfð- um við hver á annan og á lækinn sem hjalaði við líkkistuna sem var á hvolfi hálf útum brotnar afturhurðirnar. Þá hafði líkbílstjóranum tekist að skríða út og hann þreif til kistunnar og reyndi að koma henni á réttan kjöl. Við náðum aftur jarðsambandi og vorum þarna að bisa kistunni uppúr læknum þegar ég tók eftir einhverjum uppá veginum. Það var stúlkan með vasa- diskóið og hafði hlaupið framúr okkur skömmu áður. Nú tók ég eftir því að hún var kannski sautján ára, með stuttklippt hár og spékoppa þegar hún hló, sennilega að okkur. Mér fannst þetta vandræðalegra en ef einungis hefði verið bílvelta — að vera á ferðinni með lík var nógu yfirþyrmandi svo ekki bættist oná að missa það útí læk. Orugglega bara eitt lík? spurði stúlkan og horfði á ónýtan líkbílinn 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.