Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 126
Umsagnir um bækur FRAMHALDSLÍF FÖRUMANNS Gömul kunnkona mín, mikill aðdáandi þjóðlegs fróðleiks og spíritisma, spurði mig í bókaverzlun rétt fyrir jól hvort „Framhaldslíf förumanns“ fjallaði ekki alveg örugglega um andatrú. Eg var nógu heiðarlegur og fljótfær til að glopra út úr mér að svo væri ekki, en hinsvegar fjallaði bókin öðrum þræði um þann anda sem þóknaðist að koma yfir suma menn, oft með margra ára hléum. Eftirá skildist mér, að þarmeð hafði ég óvart spillt fyrir sölu á a. m. k. einu stykki af upplaginu. Sem sagt: Hún er komin, bókin sem margir hafa beðið eftir: framhaldið af endurminningum Hannesar Sigfús- sonar, bók sem hann hafði hálfvegis hót- að að láta óskrifaða. Og þá liggur fyrir að gera það upp við sig, hvernig manni finnist hafa tekizt til. Verður hún við þeim væntingum, sem maður hafði gert sér við lestur þess sem á undan var komið? I fáum orðum sagt finnst mér báðar bækurnar mynda ágæta og samfellda heild, þar sem hvorug getur án annarrar verið; ritverkið allt nokkuð sérstætt í íslenzkum bókmenntum, bæði fyrir það sem því er fyrst og fremst ætlað: að greina frá þroskasögu skálds, og svo fyrir það hversu nálægt það er í tíman- um og kemur inn á tiltölulega nýum- liðna sögu bæði einstaklinga og þjóðar. Við samjöfnuð á bindunum innbyrðis má þó segja, að það síðara sé öllu ýtar- legra og að líkindum áreiðanlegra í frá- sögn af atburðum — ekki eins treyst á fallvalt minni — og jafnframt forvitni- legra fyrir bókmenntafræðinga og aðra þá sem vilja glugga í persónusögu. A ferli sínum, hvortheldur er á milli ólíkra vinnustaða eða við tíð búsetu- skipti, er Hannes ætíð fyrst og fremst skáldið, í rauninni ekki eins skiptur milli tvennskonar „skyldu" og virzt getur í fljótu bragði, heldur fyrst og fremst skáld, — sem átti að vísu fjarska bágt með að sitja við skrifborð og ýta á ein- hvern andlegan takka til að fremja ljóð, heldur beið löngum stundum — ár og dag — líkt og ósnortin mey eftir riddar- anum á hvíta hestinum: kveikjunni að þessu sem ekki verður með orðum lýst þótt reynt sé: ljóðinu, hugrenninga- tengslunum flóknu, sem eru persónu- legri og einstaklingsbundnari en flest annað og enginn vegur að fjalla um með neinni alhæfingu, sjálfri tjáningu tilfinn- inga og hughrifa í orðum sem lúta þeirri kröfu sem gott skáld gerir. Hann hafði ungur valið þá leið, sem var erfiðari en aðrar leiðir: að láta sjálfsgagnrýnina og kröfuhörkuna ráða, en rubba ekki upp í metravís. Ekkert hefði verið auðveldara fyrir hagorðan mann eins og Hannes Sigfússon en að senda frá sér a. m. k. árlega væna bók með snotrum ljóðum, þrælrímuðum, og hann hefði fyrirhafn- arlaust komizt í tölu þjóðskálda. Þeir eru kannski til sem harma það. 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.