Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 44
Ólafur Gunnarsson Dóttir járnsmiðsins í Hollandi bjó eitt sinn járnsmiður í litlu húsi við tjörn. Þar syntu svamir og endur. Hann átti fimm dætur og voru þær hver annarri fríðari. Kona hans var látin fyrir nokkru þegar saga þessi gerðist. Fegursta dóttirin leit aldrei glaðan dag. Henni dugði hvorki að vera fríðust systra sinna né fegursta stúlkan í þorpinu. Hún vildi verða fegursta kona í heimi. Eitt sinn var faðir hennar úti í smiðju við steðjann sinn. Eldurinn hamaðist að hjálpa honum að móta pott. Þá sagði smiðurinn því hlaupið var í hann kapp: Svona, reyndu að herða þig glóðarræfill. Þennan dag hætti smiðurinn störfum snemma því hann ætlaði að til Amsterdams með potta og pönnur á vagni. Dæturnar fjórar áttu að hjálpa honum að selja á torginu. Ein varð eftir heima til að gæta húss og smiðju. Smiðurinn jós ösku yfir eldinn og þar hvíldist hann í rökkrinu æfareiður. Um kvöldið hugði stúlkan vel að öllu í smiðjunni. Aska hrundi af glóðinni. Það var eins og einhver lyki upp gulu auga. Eldurinn hvíslaði: Taktu nú fýsibelginn og bættu á mig sprekum og blástu vel. Mig langar að gægjast hér upp um skorsteininn. — Þar er þorp, sagði stúlkan. — Veit ég það, svaraði eldurinn. — En mig langar að sjá það samt. — Hverju viltu þá launa mér? — Ég skal gera þig að fegurstu konu í heimi. Þegar ég hef skoðað þorpið þá skaltu líta í tjörnina þar sem endurnar og svanirnir synda og þá muntu sjá að þú verður orðin fegurst kvenna. Stúlkan blés og blés og glóðin rauk upp um skorsteininn og settist í hálminn á þakinu og hreiðraði þar um sig. Er ég glóðarræfill?, hugsaði hún snarkandi og át af hálminum. Nei, ég er eldurinn. Og glóðin hámaði í sig hálminn. Þegar stúlkan sá þetta varð hún hrædd og kallaði: Hættu strax! Eldurinn hvæsti á vindinn að koma. Vindurinn kom forvitinn af hafinu. 34 TMM 1992:1 *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.