Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 93
Jónas gisti þar hjá séra Pétri, væri ekki nema veikburða þrautaráð fyrir þá sem í allra lengstu lög kynnu að vilja trúa á sann- leikskorn í sögunni, og hefði auk þess harla léttvæga þýðingu. III Engu að síður geymir saga þessi af Jónasi fáein athyglisverð fróðleikskom um skáld- ið — og sum þeirra að minnsta kosti fengin úr prentuðum ritum. Höfundum er kunnugt um útlit Jónasar í megindráttum; og í krafti þeirrar staðreyndar að vinur skáldsins, „hann Þorgeir í lundinum góða“, var sonur séra Guðmundar, er Jónas látinn flytja utan til hans vistir frá Staðastað, nákvæmlega tíundaðar, „ullarföt, smjöröskjur og barinn og roðflettan harðfisk". En sú prentuð heimild sem ég hef einkum grun á að orkað hafi á söguna er frásögn um ferð Jónasar um Austurland sumarið 1842, höfð eftir Jóni Jónssyni á Þjófsstöðum og prentuð 1924 í Blöndu, III. bindi. Sú frásögn er víðkunn, en þótt fróðleg sé um sum atriði varðandi heilsufar Jónasar og háttu, hefur hún að sama skapi reynzt viðsjárverð um önnur. Veikindi Jónasar það sumar, fótar- mein og þungsinni með vosbúð og óreglu, voru manna á meðal gróflega rangfærð og ýkt (sjá m.a. „Ur bréfi frá séra Olafi Ind- riðasyni til Páls Melsteðs 8. apríl 1843“ í Tímariti Máls og menningar 1978). Bolla- leggingar um það skipta þó ekki máli hér; hinsvegar segir orðrétt í fyrrnefndri ferða- lýsingu: Hann var nótt á Sólheimum í Mýrdal og vildi ekki vera þar inn í bæ, heldur einn annarstaðar. Það fékkst hvergi af honum, hvar sem hann var nótt. Var hann þá út í kirkju með menn sína. Enn fremur segir þarna frá því, að á Galta- stöðum í Hróarstungu hjá séra Hjörleifi Guttormssyni hafi Jónas loks ekkert getað þegið: Sendi þá séra Hjörleifur strax eftir héraðs- lækni í Múlasýslu á laun við Jónas. Hann kom strax, og þegar hann fór að tala við Jónas um veikindi hans, sagði hann, að það varðaði lækninn að engu, og íyrirbauð hon- um að snerta neitt við sér. Þá var hann, eftir skipun læknis, tekinn nauðugur og skoðað- ur. Var þá sár á öðrum fæti. Samkvæmt frásögn Kristínar frá Tröðum og Helgu Halldórsdóttur vildi Jónas helzt sofa úti í kirkju á Staðastað, var tregur til að láta draga af sér vosklæði og hafði óhreina fætur, rauða og ekki lausa við bólgu. Eru þetta ekki bjórar úr Austurlands-ferðasög- unni, fluttir vestur á Snæfellsnes og gjör- nýttir þar í minningarmynd sem kannski er einna helzt í ætt við draum? IV Ekki er allt sem sýnist, og sannast það hér. Varla er nema von að í hugann komi heil- ræði sem Páll Melsteð sagði forðum að Jónas Hallgrímsson hefði meðal annars kennt sér þegar þeir voru samtíða í Bessa- staðaskóla: „að taka ekki allt trúanlegt sem talað var“. Svo vikið sé að vísunni sem Jónas á að hafa kveðið á hlaðinu á Staðastað, mun bágt að segja hvort hún er rétt feðruð. Hún hefur fengið inni í viðauka í nýrri útgáfu ritverka Jónasar, tekin upp úr bók Helgu Halldórs- dóttur, og er vel að henni skuli þar haldið til skila. Frá fyrstu sýn hefur mér reyndar þótt eitthvað „Jónasarlegt" við hana. Á slíku þefskyni verður enginn úrskurður byggður, TMM 1992:1 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.