Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 97
sjónvarpstækninnar. Vitneskjan um heiminn umhverfis og upplifun á honum í gegn um sjóntækin takmarkar möguleika öflugs rfldsvalds til að fjöldaframleiða afskræmda mynd af umheiminum og halda henni síðan að þegnunum svo að þeim geti fundist sem þeir eigi ekki kosta völ. En þótt upplýsingaafl sjónvarps sé takmarkalítið þá verður beiting þessarar tækni eins og við þekkjum hana á Vesturlöndum grunsamlega yfirborðskennd. Sú upplýsing sem nútíminn veifar er ekki sú sama og var einkennisorð menntabyltingar 18. aldar og táknaði tilþrif vitsmun- anna til að skilja og skapa veröldina. Upplýsingabylting okkar tíma lýtur frekar að vélabúnaði og hugbúnaði til að miðla upplýsingum, en sjálfur gerandinn — maðurinn — er tiltöluleg óvirk stærð í dæminu. Hann hefur breyst úr skapanda í neytanda. IV Frá upphafi tímans til vorra daga var eftirspurn eftir fræðslu og af- þreyingu langt umfram framboð. Nú hefur dæmið snúist við: framboðið keyrir eftirspumina í kaf. Eða öllu heldur: okkur er sífellt boðið upp á efni sem við báðum ekki um en látum gott heita eða reynum að greiða úr með fjarstýringunni. Ýmislegt í aldarfarinu bendir til að þessi skilyrði séu ekki sem hagfelldust til menntunar. Hvarvetna á Vesturlöndum þykjast menn nú sannreyna glompur og göt í hinu andlega ósonlagi. Sjónvarpið er sá heimilisgestur sem hefur lagt undir sig híbýlin á Vesturlöndum, en híbýlin hafa ekki stækkað að sama skapi heldur hefur annar heimilis- meðlimur þurft að þrengja að sér sem rúmtaki hins nýkomna nemur: tungumálið. Frá sjónarhóli málsins er ríkjandi beiting á sjónvarpi menningarplága á borð við mengun í efnisheiminum. Og líkt og með mengun þá koma afleiðingamar ekki endilega í ljós strax. Eyðing ósonlagsins sem er að koma í hausinn á okkur núna er verksmiðjureikningar síðustu hálfrar aldar. Eyðing menningarlagsins er sjónvarpsreikningur fyrir hliðstætt tímabil. Vanrækslusyndir nútímans gagnvart ritmáli/lesmáli eru í þann mund að kenna okkur lexíu: að menningin býr í málinu. TMM 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.