Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 70
skrifa ekki nógu ástralskt. Bækur hans þóttu ekki falla að hugmyndum um áströlsku skáldsöguna sem gagnrýnendur voru að bíða eftir. „Ástralskir gagn- rýnendur voru enn að leika þann fárán- lega leik að ákvarða hvað væri ,,ástralskt“ og hvað ekki“ um 1950, skrifar David Marr í ævisögu Patricks Whites. „Fyrstu þrjár skáldsögur Whites þóttu ekki hafa ástralskt svipmót, og sú ásökun átti eftir að fylgja honum árum saman.“15 Seinna urðu síðan flestir sammála um að helstu skáldsögur hans væru ástralskar og ekkert annað og reyndar varð hann fyrstur til að hljóta Miles Franklin verðlaunin, sem einungis skyldi veita fyrir verk um ástr- alskan veruleika, þegar stofnað var til þeirra árið 1958. Hvorki róttæku þjóðernissinnarnir né formalistarnir eiga nú upp á pallborðið í Ástralíu frekar en víða annars staðar. Árið 1981 reyndu hinir síðarnefndu, undir rit- stjórn Leonie Kramer, prófessors við Sydney háskóla, að klóra í bakkann með því að gefa út The Oxford History of Australian Literature, en fengu vægast sagt dræmar móttökur; það féll ekki í kramið að fjalla um ástralskar bókmenntir í menningarlegu tómarúmi á tímum póst- anna — póst-feminisma, póst-módern- isma, póst-strúktúralisma og póst-kólóníalisma, svo ekki sé minnst á viðtökufræðin. Þessi barátta milli þjóðernishyggju og frumspeki eða algildishyggju, sem sumir telja að stafi af ótta við að glata þeirri veikburða menningu sem hafi þróast í álf- unni eða verða skilinn frá evrópsku móð- urmenningunni16, er skoðuð frá öðrum sjónarhóli af þeim sem fást við eftirlendu- fræðin eða eftirköst nýlendustefnunnar. í megindráttum hverfast þau fræði um tog- streituna milli miðjunnar (herraþjóðar- innar) og jaðarsins (nýlendunnar). í krafti viðurkenndra ritverka, hefðarinnar og Oxford-enskunnar, sem við köllum, held- ur gamla herraþjóðin áfram að drottna yfir menningu eftirlandsins löngu eftir að það hefur öðlast sjálfstæði, á svipaðan hátt og fullorðinn einstaklingur er eftir- maður foreldra sinna og ber með sér manngildisviðmið þeirra, jafnvel þótt þeir séu fallnir frá. Þannig er allt sem ekki fer fram á viðurkenndri ensku dæmt til útlegðar á jaðrinum; að vera ástralskur er þá að tala ástralskt slangur og þótti lengi vel ekki fínt og þykir kannski ekki enn. Herraþjóðin heldur því tökum sínum með tilstyrk viðmiða sinna og setur menningu eftirlandsins skör lægra. Til marks um þetta er að í hugum Ástrala þykja Booker-verðlaunin bresku æðsta viður- kenning sem áströlskum rithöfundi getur hlotnast að Nóbelnum frátöldum. Eftir- lendufræðin snúast því um það að losa tungumálið og það vald sem því fylgir undan hinni ráðandi evrópsku menningu, að búa til ensku úr Ensku, eins og höfund- 17 ar bókarinnar The Empire Writes Back kalla það, að færa valdið frá miðjunni út á jaðarinn, að láta heimsveldið skrifa miðjunni, svo tilfærð séu orð Salmans Rushdies. Fróðlegt væri að skoða íslenska bókmenntasögu frá þessu sjónarhorni, svo sem átökin um tungumálið. Hvenær varð norska landnámsmannanna til dæ- mis að íslensku? Og skyldu Fjölnismenn eiga eitthvað sameiginlegt með róttæku þjóðernissinnunum?18 68 TMM 1993:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.