Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 111
RITDÓMAR og hún situr og fóðrar eld á bréfum og steineggjum (gjöfum hennar til Z) eða íjöreggjum sem sortna og herðast í log- unum. Slíkar vísanir tO dauðans er að finna gegnum allan textann til lokaorð- anna: Ætli sé ekki kominn tími til að slökkva.“ Ást Önnu og Z er mörkuð dauðanum allt frá byrjun því sama dag og samband þeirra hefst fær Anna fréttir af hinum banvæna sjúkdómi sínum. Sú staðreynd setur óhjákvæmilega mark sitt á ástar- sambandið, þó á mjög sérstakan hátt þar sem Anna tekur þá ákvörðun að leyna veikindum sínum fyrir Z þar til því verð- ur ekki leynt lengur. Hún telur sér trú um að með því sé hún í aðra röndina að hlífa ástkonu sinni við sársauka (sem er skammgóður vermir) og í hina röndina að hlífa sjálfri sér við því að Z umgangist hana sem sjúkling fremur en ástkonu. Þetta „leyndarmál“ Önnu hlýtur að búa að baki háttalagi hennar og tilfinninga- legum viðbrögðum, sem hvor tveggja eru off á tíðum ólík því sem við má búast af ástfanginni manneskju en verða skilj- anleg í ljósi skapadómsins sem yfir henni vofir. Sjálf líkir Anna sér við blóðsugu eða vampíru: Ég get nefhilega án þess að hika líkt tilfinningum mínum við bitvarg sem sýgur blygðunarlaus þitt heita blóð og nærist á samvisku þinni. Án blóðs þíns og samvisku hefði ég aldrei lagt af stað. (11) Ef Anna hefur bergt á blóði Z, í mynd vampírunnar, má þá ekki ætla að Z sé einnig mörkuð dauðanum á þann hátt sem ekki verður til baka snúið? (Hérna væri hægt að halda áfram að spinna lag- legar oftúlkanir út frá mynd blóðs og veikinda - en ég læt ekki freistast.) Ég gæti trúað að af þessari samfléttun ástar og yfirvofandi dauða skapist aðal deiluefhi lesenda bókarinnar. Spurning- um um áhrif hins síðarnefnda á hið fýrr- nefnda er erfitt að svara og einnig er erfitt að leggja mat á eða „dæma“ þá ákvörðun Önnu að láta Z „vaða í villu“ lengi fram- an af, sem óhjákvæmilega verður til þess að draumar hennar og framtíðaráform rekast grimmdarlega á við raunveruleik- ann þegar Anna leysir ffá skjóðunni. Það er líka ekki á hreinu hver höfundaraf- staðan hér er - en í sjálfu sér skiptir það ekki máli; hver lesandi á rétt á því að hafa sína siðferðilegu skoðun á þessu máli. Með því að marka ástarsamband Önnu og Z af dauðanum á þennan hátt hefur Vigdís fært ástarsöguna inn í bók- menntalegt minni sem er alþekkt: saga þeirra verður saga Tristans og Isoldar, saga Werthers og Lottu, saga Rómeó og Júlíu; saga elskendanna sem ekki var skapað nema að skilja. Það er vissulega snjallt og óvenjulegt að sjá ástir tveggja kvenna færðar í búning slíkra eilífra elskenda. Orðin sumt er ekki hægt að segja,sumt er ekki hægt að skrifa af því að það hefur enga rödd, engan hljóm, orð einsog helvíti segja ekki það sem hver stafur felur raunverulega í sér, engin útskýring nægir til að opna orðið og sýna þér inn í heim þess, þann heim sem ég þekki, til þess þyrfti líka orð, jafngagnslaus og útslitin og orðið sjálft, sömu sögu er að segja um öll hin orðin og líka klausuna góðu, ég elska þig, elska þig. (168) í þessari tilvitnun í Z kristallast kjarni allrar táknfræði; að merking verður aldrei höndluð til fulls því táknin benda bara á önnur tákn, orðin á önnur orð, en ekki á neinn veruleika sem hægt er að höndla, skilgreina og skilja. Og þetta er vitaskuld einnig vandi rithöfundarins í hnotskurn: hvernig á hann að lýsa með orðum heimi tilfinninga og hugmynda svo að ekki fari á milli mála það sem ætlunin er að miðla? Það er vitaskuld ekki hægt og það er einmitt sá vandi sem TMM 1997:2 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.