Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 55
HALLDÓRLAXNESS OG HÖFUÐSKYLDA RITHÓFUNDAR hennar í lífi persóna í skáldsögum. Wole Soyinka, frægastur rithöfunda í Nígeríu, segir ekki alls fyrir löngu, að hann geti ekki leyff sér þann munað að skrifa skáldskap: hann hefur hendur fullar við að afhjúpa mannréttinda- brot og berjast gegn herforingjastjórn í landi sínu. Halldór Laxness veit vel af þessari hlið málsins. 1 greininni „Upphaf mannúðarstefnu“ sem fyrr var til vitnað segir hann m.a: Ólítill þáttur í bókmentum landa þar sem mönnum er leyft að segja hug sinn er að koma uppum þjóðfélagsmisfellur samtímans. Mörg eru þess dæmi að slík bókmentaverk voru höfuðmál dagsins. Satt er það að slík verk mistu aðdráttarafl þegar takmarki þeirra hafði verið náð og misfellur lagfærðar sem þau börðust gegn; röksemdir þeirra eru ekki aðkallandi seinni kynslóðum.18 í Sölku Völku og Heimsljósi, svo dæmi um þetta efhi séu tekin, er m.a. lýst átökum um upphaf verkalýðshreyfingar í íslenskum sjávarplássum, sú fé- lagshreyfing ræður miklu um framgöngu þýðingarmikilla persóna í þessum skáldsögum. Slíkt mun ekki gerast á okkar dögum þegar verklýðsfélög eru löngu orðin stofnun og appírat í þjóðfélaginu. En verk sem í mörgu eru bundin stað og stund falla ekki úr gildi þess vegna, þau eignast ekki aðeins „fastan samastað á spjöldum sögunnar"19 heldur njóta þau þess að hvert vel skrifað verk vex út fyrir upphafleg tilefni sín og aðstæður í tímanum - án þess að þessi tilefni deyi inn í sögulegan fróðleik. Bókmenntir eru fréttir sem halda áfram að vera fréttir, stendur þar. Og altént virðist Halldór Laxness aldrei hafa samþykkt að menn gætu verið undanþegnir „rétti og skyldu til að vera vökull og opinskár gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar hvenær sem gagnrýni er þörf.“20 V En hvað ræður því, fyrir utan ytri aðstæður á hverjum tíma og stað, hvort rithöfundur gerir það upp við sig að nú sé „gagnrýni þörf'? Að kominn sé tími til að „koma uppum þjóðfélagsmisfellur“? Stundum er engu líkara en leiðinn reki menn áfram, menn segja á víxl: nú er nóg komið af skoðanaleysi, nú er nóg komið af afstöðubókmenntum! Annað skiptir þó mun meira máli. Rithöfundar gætu vel tekið undir með Faust karlinum sem sagði að tvær sálir byggju í brjósti hans og vill hvor fara sína leið: „die eine will sich von der andern trennen“. ( Faust 1113). Þeir eru ekki aðeins teygðir á milli „vinstri“ og „hægri“, eða þá á milli oftrúar og vantrúar á áhrifamátt bók- mennta. Sveiflan á milli kröfu um afstöðu og boðskap útleitinna bókmennta TMM 1998:2 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.