Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 68
SOFFÍA AUÐUR BÍRGISDÓTTIR Sjálfsmynd - og þar með sjálfsmyndarkreppa - Auðar snýst öll um þetta eina líffæri; hún erþetta líffæri. En, nú mætti spyrja, hvernig stendur á því að þetta eina líffæri - og hinn „náttúrlegi“ tilgangur þess - skiptir slíkum sköpum í sjálfsmynd Auðar? Fræðimenn sem skrifað hafa um „hinsegin fræði“ (queer theory), fræðin sem íjalla um samkynhneigð, hafa bent á að andstaðan og óttinn við sam- kynhneigð, sem er ríkjandi í gagnkynhneigðu samfélagi, eigi rætur sínar að rekja til þess að gagnkynhneigðin sé í raun tilbúningur á ótraustum grunni.4 Ef gagnkynhneigð er tilbúningur en ekki náttúrulögmál, eins og það samfé- lag sem byggir á gagnkynhneigðri skyldu hamrar á, fer öll merking á flot. Hugtök eins og kyn, eðli, kynhneigð og kynhvöt leysast upp og ekkert er eins og áður: „Lífið er í algerri þversögn við heiminn“. Það er einmitt þessi tilfinn- ing fyrir upplausn og hvarfi merkingar sem þjakar Auði, því þótt hún sé ekki beinlínis í stöðu hins samkynhneigða (hún veit satt að segja ekki í hvorn fót- inn hún á að stíga í þeim efnum) þá er hún „öðruvísi", er lifandi „leyndar- mál“, á sífelldum flótta og í felum um leið og leitar örvæntingarfullt að „sannri" speglun. Eve Kosovsky Sedgwick, einn þeirra bandarísku fræðimanna sem mest hafa skrifað um hinsegin fræði, bendir á að hin gagnkynhneigða menning byggi framar öðru á andstæðupörum sem ítreka hvað er rétt og hvað er rangt.5 Myndhverfmg hinna gagnkynhneigðu yfir hina samkynhneigðu, skápurinn, bendir á eðli slíkra andstæðupara: þú ert annað hvort inni í skápnum eða kominn út úrhonum. Dagný Kristjánsdóttir ræðir kenningar Kosovsky Sedgwick í greininni „Skápur, skápur, herm þú mér ... “: Eve Kosovsky Sedgwick segir að skilgreiningarnauðsyn þeirra gagn- kynhneigðu andspænis samkynhneigðinni nái langt út fyrir mynd- hverfinguna að „vera í“ eða „koma út úr skápnum". Sú magnaða myndhverfing felur í sér andstæður sem blasa alls staðar við í ríkjandi, vestrænni menningu en eru sjaldan tengdar kyni eða kynhegðun op- inskátt. Þetta eru andstæður eins og falinn/afhjúpaður, einkamál/op- inber mál og áfram: meirihluti/minnihluti, sakleysi/samsæri, eðli- legur/gerfi-, nýr/gamall, vöxtur/hnignun, borg/sveit, heilsa/veikindi, það sama/það ólíka, samstaða/ofsóknir, list/„kitsch“, einlægni/til- finningasemi, frjálst val/fíkn og loks karl/kona. Um öll þessi andstæðupör mætti rita langt mál en Sue Ellen Case bætir við enn einni andstæðunni þ.e. lifandi/dauður. Hún bendir á að kynferði homma hefur gjarna verið fordæmt fyrir að vera andstætt náttúrunni, andstætt þörf einstaklinga og samfélags fyrir barnsfæð- ingar og því leiði kynhegðun þessara hópa til úrkynjunar, auðnar og tóms. Lesbíur og hommar stuðli ekki að endurframleiðslu samfélags- ins, þau séu geld, afætur, hliðstæð við blóðsugurnar sem lúra í myrkr- 66 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.