Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 82
HORACIO QUIROGA Ennþá?... Tvær sekúndur voru ekki liðnar: sólin er nákvæmlega í sömu hæð; skuggarnir hafa ekki skriðið fram um millimetra. Allt í einu leysast upp hugleiðingar mannsins um hina ókomnu framtíð: hann er að deyja. Dauður. Hann lítur á sig sem dáinn mann í þessari þægilegu stell- ingu. En hann opnar augun og gáir. Hvað hefur liðið langur tími? Hvaða ósköp hafa dunið yfir heiminn? Hvaða náttúruhamfarir boðar þessi hræðilegi atburður? Hann á eftir að deyja. Kaldur, örlagaþrunginn og óflýjanlegur dauði bíður hans. Maðurinn þraukar. Er þessi skelfing svona ófrávíkjanleg? Og hann hugsar: Þetta er martröð; ekkert annað! Hvað hefur breyst? Ekkert. Og hann horfir: Á hann kannski ekki þennan bananaakur? Kemur hann ekki á hverjum morgni til að hreinsa hann? Hver þekkir akurinn jafn vel og hann? Hann sér hann greinilega, vel grisjaðan, og sólin skín á nakin laufín. Þarna eru þau, ekki langt í burtu, tjásuleg eftir vindinn. Núna bærast þau ekki... Þetta er hádegiskyrrðin; bráðum verður klukkan tólf. Uppfrá, þarna, milli bananatrjánna, sér maðurinn sem liggur á harðri jörðinni rauða þakið á húsi sínu. Til vinstri grillir í fjallið og toppinn á kaniltrénu. Meira getur hann ekki séð en honum er vel kunnugt að vegurinn að nýju höfninni er á bak við hann, og að niður frá, í áttina frá höfði hans, er dalbotn Paranafljótsins sem er kyrrt eins og vatn. Allt, allt er nákvæmlega eins og ævinlega: eldheit sólin, tíbrá í lofti og kyrrð, bananatrén bærast ekki, og gaddavírinn á mjög sverum, háum staurum sem hann þarf bráðum að skipta um. Dáinn! Getur það verið? Er þetta ekki einn af þeim mörgu dögum þegar hann fer snemma að heiman með sveðju í hendi? Er kannski ekki hesturinn hans þarna, fjóra metra frá honum, truntan hans að þefa virðulega af gaddavírnum? Jú, sannarlega! Einhver flautar ... Hann sér ekkert, enda snýr hann baki í veginn; en hann heyrir í hófum hests á litlu brúnni... Þetta er pilturinn sem fer á hverjum morgni að nýju höfninni klukkan hálf tólf. Og alltaf að blístra . . . Það eru fimmtán metrar frá bölvuðum staurnum, sem hann snertir næstum með fætinum, að girðingunni 80 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.