Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 106
MÁRJÓNSSON er orðið „papa“ notað um páfa sem ekki tíðkaðist svo snemma. Gjafabréfið var þar að auki á lélegri latínu. Ekki getur Valla sér til hvenær skjalið kunni að hafa orðið til en vissi hvenær það kom fyrst við sögu í samskiptum páfa og keisara, nefnilega árið 817. Ritið er skrifað af mikilli andagift og sannfæring- arkrafti. Valla ávarpar Konstantín og Silvester og lætur þá halda ræður. Það er ekki langt, rétt um hundrað blaðsíður í litlu broti.6 Umdeilt er hvers vegna Valla tók sér fyrir hendur að skrifa gegn gjafabréfi Konstantínusar. Hann skýrir ekki frá því sjálfur en tekur þó í upphafi texta síns fram að hann hafi til þessa lagt sig í líma við að skrifa gegn viðteknum hugmyndum og spáir því að nú muni menn enn reiðast sér, jafnvel meira en nokkru sinni fyrr. Rammt hefur kveðið að því í fræðilegri umfjöllun að Valla hafi skrifað ritið beinlínis fyrir Alfonso konung til notkunar í baráttu hans við Evgeníus páfa en þeir voru höfuðandstæðingar meðan Alfonso sat um Napólí. Wolfram Setz fullyrti hins vegar árið 1975 að það fengi ekki staðist heldur hefði tilgangur Valla verið bókmenntalegur og fræðilegur, þótt ekki yrði fram hjá því litið að beint tilefni hefðu verið umræður á kirkjuþingum í Basel og Flórens sem ætlað var að endurreisa einingu innan kirkjunnar og skapa frið um starfsemi hennar. Ritið er enn síður skrifað gegn embætti páfa eða kirkjunni sem slíkri, því Valla vildi ekkert ffekar en fá vinnu í Róm og Sal- vatore I. Camporeale hefur lagt til að jafhvel megi líta á ritið sem ávarp til Ev- geníusar páfa um að láta nú af veraldlegri umsýslu og sinna því sem kirkjan í raun og veru eigi að sinna.7 Meiru varðar að röksemdir Valla boðuðu ekkert nýtt. Gjafabréf Konstan- tínusar hafði lengi sætt gagnrýni á þeirri pólitísku forsendu að páfi ætti ekki að hafa veraldleg yfirráð. Þetta álitu ekki minni menn en Bernharður af Clairvaux, Petrarca og Dante. Bréfið sem slíkt var fyrst tekið í gegn undir lok 14. aldar er ítalski lögfræðingurinn Baldus de Ubaldis benti á að orðalag á nokkrum stöðum fengi ekki staðist miðað við að skjalið ætti að vera frá 4. öld. Á kirkjuþinginu í Basel árið 1433 gerði síðan Nikulás af Kusa allsherjar atlögu að gjafabréfmu, fullyrti að ekkert benti til að bréfið hefði verið í um- ferð næstu aldir á eftir og sýndi að hvergi yrði þess vart að keisarar eða páfar færu effir því. Að mati Nikulásar var gjafabréfið tilbúningur (conficta scriptura) en hann lét fulltrúum á kirkjuþinginu eftir að draga frekari álykt- anir. Valla fylgdist grannt með því sem fram fór á þinginu og þekkti óefað til ræðunnar, sem annars hafði lítil áhrif á viðstadda þótt margir væru því fylgj- andi að páfi léti af veraldlegum afskiptum. En ekki nóg með það, heldur virð- ist Valla í röksemdafærslu sinni að mörgu leyti herma eft ir bréfi sem Petrarca skrifaði árið 1361 gegn tveimur falsbréfum sem eignuð voru Sesari og Neró.8 Síðast en ekki síst urðu áhrif ritsins fremur lítil. Hvorki guðfræðingar né lögfræðingar létu sannfærast og allra síst páfi. Vinir sem Valla sendi eintak 104 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.