Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 66
ÁRNI BERGMANN fremur hafi þurft að vernda íslensk skáld fyrir oflofi en níði, eins og Sigfus Daðason hefur að orði komist.2 III í annan stað: hvað er átt við með því að þeir rauðu hafi öllu ráðið „í umfjöll- un bóka“? Hvernig var það mögulegt í ffamkvæmd? Þjóðviljinn var ekki stórveldi í dagblaðaheimi á við Morgunblaðið og ekki réðu rauðliðar því sem skrifað var í Vísi, Tímann og Alþýðublaðið. Tímarit Máls og menningar var all útbreitt en það var eitt af mörgum tímaritum í landinu. Birtingur kom síðar til sem málgagn vinstrisinnaðra, óflokkstengdra módernista. Ef áhrif þessara málgagna uxu andstæðingum þeirra í augum, hlýtur það að stafa af því að áhugamenn um bókmenntir hafi tekið meira mark á þeim en öðrum, þeim hafi fundist að í þeim væri fjallað um skáldskap á nýstárlegri hátt eða af meira andlegu fjöri en annarsstaðar. En vilji menn festa hugann við að ójafht hafi málgögnum verið skipt í bókmenntastríðinu liggur beint við að álykta að ekki hafi „borgaraleg skáld“ heldur hinir rauðu átt við ofurefli að etja. Sigurður Nordal skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1940 (24.11) um „Tvær miklar skáldsögur“ - bálk Halldórs Laxness um Ólaf Kárason Ljósvíking og skáldsögu Davíðs Stefánssonar um Sólon Islandus. Þar segir hann um þær viðtökur sem bækur Halldórs höfðu fengið í fjölmiðl- um þess tíma: „Árum saman má heita að almenn þögn hafi ríkt um bækur hans í blöðum og tímaritum" meðan greinum rignir niður um bækur sem „eru með litlu lífsmarki eða andvana fæddar.“ Sigurður bætir því við að þótt „hver maður með nokkurn bókmenntasmekk“ dáist að list hans, þá „er fjöldinn orðinn hræddur við að lesa þau verk sem varla þykir þorandi að nefna á prenti og fulsar við þeim óséðum.“ Hér nefhir hinn grandvari bók- menntaprófessor þá öflugu fordóma sem „borgaralegir“ fjölmiðlar byggðu upp gegn höfundi sem þá þegar hafði skrifað Sölku Völku, Sjálfstætt fólk og Heimsljós - fordóma sem voru svo magnaðir að margir bókhneigðir ung- lingar sem voru samferða greinarhöfundi í skólum um og eftir 1950 höfðu alls ekki lesið bækur Halldórs Laxness og ætluðu ekki að gera það. Sigurði Nordal finnst undarleg þögn ríkja um Halldór Laxness og má í því sambandi benda á elsta og virðulegasta tímarit landsins, Skírni, sem um margra ára skeið skrifaði um flestar aðrar nýjar íslenskar bækur en verk hans. En þessi þögn var oftar en ekki rofin af grimmum árásum á verk Halldórs, sem allar tengdust því að hann hefði stórhættulegar kommúnískar skoðanir. Skrif þessi fýlgdu einföldu mynstri: Halldór Laxness var að upplagi gáfaður sveitapiltur en hann hafði spillst af illum niðurrifshugmyndum og gerst öðr- um stórhættulegur. Verk hans gerðu mannlífið að „sóðalegum sorphaug 64 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.