Ský - 01.02.2007, Page 34

Ský - 01.02.2007, Page 34
 34 ský Gunnar Hjálmarsson, Dr. Gunni Lög sem hafa dvalið með mér frá því í bernsku „Að skrifa topp 10 lista yfir bestu Bítlalögin er eiginlega algert glapræði því nánast öll lög þessarar langbestu sveitar síðustu aldar eru frábær og flest meira en það. Lögin sem ég valdi hafa því öll einhverja persónulega skírskotun. All you need is love er fyrsta lagið sem ég æfði með hljómsveit (hljómsveitinni Hraun), eitt dreymdi mig mjög skýrt nýlega (No reply), Yellow Submarine er eina lagið sem ég syng í karókí (sem Dj Stalin) og eitt var uppáhaldslag okkar félaganna á fylliríum í marga mánuði í grárri forneskju (Baby you’re a rich man). Öll hafa lögin dvalið með mér frá því í bernsku, eða síðan ég fékk Bítlaæði um 1976 samfara því að „rauðu og bláu safnplöturnar“ komust einhvern veginn inn á heimilið. Bítlar að eilífu!“ 1. All You Need is Love 2. Strawberry Fields Forever 3. Baby You’re a Rich Man 4. Good Day Sunshine 5. No Reply 6. I Feel Fine 7. Getting Better 8. Day Tripper 9. Helter Skelter 10. Yellow Submarine Pálmi Sigurhjartarson Hefði getað sett fram nokkra lista „Að setja saman lista með tíu uppáhalds Bítlalögunum er í raun og veru ekki mjög sanngjarnt gagnvart einstaklingum sem hafa frá unga aldri verið haldnir „bítlaæði“ þar sem úr svo mörgum frábærum lögum er að velja. Ég hefði þess vegna getað sett fram nokkra svona tíu laga lista en við skulum gefa okkur það að þessi listi hér fyrir neðan, sé listi dagsins í dag ... en gæti breyst á morgun. Lengi lifi Bítlarnir!“ 1. And I Love Her 2. Eleanor Rigby 3. Your Mother Should Know 3. Strawberry Fields Forever 4. Happiness is a Warm Gun 5. Something 6. Golden Slumbers 7. Because 8. She’ s leaving home 9 Nowhere Man 10. Come Together Bítlalögin sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.