Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 156

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 156
Sameiginlegt efnislegt minni Eðlilega getum við aldrei vitað með vissu hver tengslin eru á milli haugfjár og hins greftraða. Gripirnir gætu hafa verið eigur hins látna og þannig búið yfir lífssögulegu gildi. Haugfé getur einnig innihaldið gjafir afhentar hinum látna við greftrun, í þeim tilgangi að treysta eða byggja tengsl sem ná yfir mörk lífs og dauða. Eins má hugsa sér að litið hafi verið á haugfé sem vandlega valdar nauðsynjar sem fylgja áttu hinum látna inn í eilífðina (sjá Parker Pearson, 2003, 7). Tengslin á milli manna og hluta eru flókin og hafa oft á tíðum verið hunsuð eða sniðgengin í fræðunum. Bókstafleg framsetning þessara tengsla í kumlinu gerir okkur hins vegar hægt um vik og krefst þess beinlínis að við tökum þau alvarlega. Í kumlinu má segja að líkamleg nærvera hluta, líkama og dýra skapi ákveðin tengsl og ákveðna einingu (Thomas, 1996, 169), hvert svo sem eðli þessara tengsla hefur verið í lifanda lífi. Þetta á ekki síður við ef hugsað er til þess að samsetning einingarinnar (greftrunin) átti sér stað með ákveðinni sviðsetningu, sem gjarnan einkennir greftrunarathafnir. Með öðrum orðum má segja að það sem einkenni kumlið og tilurð þess er ekki aðeins notkun haugfjár, heldur umfram annað sjónræn framsetning gripanna í tengslum við líkama hins látna. Þannig hefur grafarmengið, samsett úr líkama, gripum og dýri, myndað einskonar efnislega grafskrift (sjá Williams, 2005). Má hugsa sér að skynjun og túlkun þessarar grafskriftar hafi verið mikilvægur þáttur greftrunar- athafnarinnar sem og grundvöllur þess sameiginlega og einstaklingsbundna minnis sem skapaðist á meðal viðstaddra. Það sem allar greftranir eiga sameiginlegt er að þeim er hrundið af stað við andlát einstaklings – það er dauðinn sem knýr þær áfram og sameinar aðstandendur umhverfis jarðneskar leifar hins látna. Hið almenna viðhorf í vestrænu nútíma- samfélagi er þó að hinn dauði líkami sé andlaus, innantóm skel sem, rúinn huganum og andanum sem áður bjó í honum, er ómegnugur um nokkurs- konar virkni (Hallam og Hockey, 2001, 133). Sem megindrifkraftur og að- dráttarafl athafnarinnar má hins vegar segja að hinn dauði líkami hafi ekki aðeins tilfinningaleg áhrif á eftirlifendur heldur dragi hann þá saman í tenglsanet (e. actor-network, sjá t.d. Latour, 1999 og 2005; Law, 1999) og virkji þá í þeim tilgangi að uppfylla greftrunina. Eins og bent hefur verið á af Hallam og Hockey (2001, 109) má í þessu samhengi líta á líkamann sem óræða veru (e. boundary being) – þ.e. hann holdgerir á sama tíma jarðneskar leifar lífs og líkamlega/__________ 156 Fé og frændur í eina gröf efnislega staðfestingu dauða. Vegna þessa óræða eðlis, á milli lífs og dauða, má segja að líkaminn sé hinn fullkomni „minningagripur“. Hann stendur, eins og Hallam og Hockey komast að orði, „... not only as a material reminder of the embodied, living person, but as a medium through which the dead might communicate directly with the living“ (Hallam og Hockey 2001, bls. 134). Howard Williams (2004) hefur bent á að þrátt fyrir aukna áherslu á atbeini (e. agency) hafi fornleifarannsóknir dauða og greftrunar á síðustu árum verið afar „syrgjendamiðaðar“ (e. mourner- centred). Litið hefur verið á eftirlifendur sem gerendur en horft framhjá miðlægri stöðu hins látna í athöfninni. Eins og Williams og fleiri (sjá t.d. Fowler, 2001 og 2004) hafa hins vegar bent á er skilningur manna á dauðanum og áhrifum hans á líkama og vitund menningarbundinn. Þannig gera sum menningarsamfélög annan, eða alls engan greinarmun á milli efnis og anda og hefur dauðinn í slíku samhengi allt aðra merkingu. Því má segja að þótt hinir látnu grafi sig ekki sjálfir sé ótækt að líta á þá sem leir í höndum eftirlifenda. Óræð en krefjandi viðvera hins látna í greftruninni felur honum á vissan hátt kraft til þess að eiga samskipti við eftirlifendur. Líkami hins látna hefur, með þrúgandi þögn, getað krafist þess að ákveðnir hlutir væru lagðir í gröfina, eða ákveðnu dýri fórnað – e.t.v. hlutir eða dýr sem tilheyrðu hinum látna og voru mikilvægur hluti af lífssögu hans og vitund. Með þjóðfræðilegum __________ 157 Þóra Pétursdóttir Mynd 3. Kuml 2 á Vaði í Skriðdal. Í því hvíldi karlmaður, 36-45 ára (Hildur Gestsdóttir, 1998), ásamt hundi. Líparíthella lá yfir efri hluta mannsins og brýni við höfuð hans (Heimild: Guðrún Kristinsdóttir 1988:93).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.