Vesturbæjarblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2009 ,,Ég heiti Ein ar Gunn ar Bolla­ son, fædd ur 6. nóv em ber 1943. For eldr ar mín ir eru Bolli Gunn­ ars son loft skeyta mað ur og síð­ ar fram kvæmda stjóri og Hjör dís Ein ars dótt ir full trúi á Trygg­ ing ar stofn un rík is ins. Ég á einn al bróð ir, Bolla Þór Bolla son, en systk ini mín sam mæðra sem ég ólst upp með eru Sig ríð ur, Ágústa og Erla Sig urð ar dæt ur. Systk ini sam feðra eru Arth ur Björg vin, Linda, Erla, Helga og Lilja. Ég er gift ur Sig rúnu Ing ólfs dótt ur og á 5 börn. Ég er fædd ur og upp al inn til 9 ára ald urs á Vest ur götu 38, skrapp í 3 ár í Laug ar nes hverf ið en kom svo aft ur í Vest ur bæ inn, en þá á Brá valla göt una og var þar þang að ég fór sjálf ur að búa. Það voru marg ir góð ir fé lag ar og karakt er ar á Vest ur göt unni. Krist ján Tómas Ragn ars son bækl­ un ar lækn ir var jafn gam all mér og vor um við sam ferða í gegn um all­ an Mennta skól ann (MR). Jón Otti Ólafs son prent ari og körfuknatt­ leiks dóm ari (sá besti!) og Hall­ dór Haf steinn Sig urðs son fram­ kvæmda stjóri voru þeir sem voru mér nán ast ir og þess ir ásamt Helga Ágústs syni end ur reistu körfuknatt leiks deild KR og áttu stærsta þátt inn í að gera hana síð­ an að stór veldi. Vin skap ur sem þarna mynd að ist var ein stak ur og hef ur hald ist all ar göt ur síð an. Leik völl ur okk ar var Slipp ur inn og fjör urn ar, Grand inn og höfn in og þar voru óþrjót andi og áhuga­ verð við fan gefni. Mikl ar erj ur voru við strák ana á Ný lendu göt unni og Rán ar göt unni þ.e. þeir sem voru næst ir okk ur á Vest ur göt unni, en Ell ert Schram og fleiri góð ir strák­ ar sam ein uðu alla þessa flokka í eft ir minni leg an her sem fékk nafn­ ið ,,Sann ir Vest ur bæ ing ar”, og háð um við margra daga styrj öld við ,,Tígrisklóna”, sem var hreint ógn vekj andi úr vals sveit þeirra úr Aust ur bæn um. Vakti þetta mikla at hygli og fylgd ust fjöl miðl ar ein­ nig grannt með við skipt um Sannra Vest ur bæ inga og Tígriskló ar inn ar sem sann ar lega voru ekki frið sam­ leg. Loka or ust an var háð á Landa­ kots tún inu við kaþ ólsku kirkj una og lauk henni að sjálf sögðu með sigri okk ar og al gjörri upp lausn ,,Tígriskló ar inn ar”!! Mæð ur og ömm ur voru frem ur óhress ar með þetta stríðs á stand en pabb ar og afar höfðu gam an af og hvöttu okk ur óspart til dáða! Leið in lá síð an í Gaggó Vest og síð an í MR eins og lög gerðu ráð fyr ir á þess um árum. Hesta­mennsk­an Ein ar Bolla son er frum kvöðull hesta ferða um há lend ið og þeir eru orðn ir marg ir út lend ing arn ir sem hafa kynnst ís lenska hest in­ um í gegn um hann. Yfir ferð um Ís hesta er ein hver æv in týra ljómi og ótrú lega marg ir sem kjósa að eyða sum ar frí inu sínu á þenn an veg. Ein ar sjálf ur er stein hissa á hve hratt fyr ir tæk ið hef ur vax ið, enda fékk hann greidd an doll ar fyr ir fyrstu ferð ina og ætl aði aldrei að gera þetta að at vinnu sinni. Ís hest ar bjóða upp á ótrú lega fjöl­ breytt ar ferð ir víða um land. Hægt er að velja allt frá nokk urra klukku­ stunda ferð um upp í 12 daga ferð ir um há lend ið eða í jaðri þess. - En hvern ig byrj aði að þetta allt sam an? „Þetta var til vilj un um háð,“ seg ir Ein ar. „Ör laga vald ur minn var Helgi Ágústs son fyrr ver andi sendi herra í Was hington sem er mik ill vin ur minn. Hann hringdi í mig einn góð an veð ur dag í byrj un júlí árið 1982 og spurði mig hvort ég gæti ekki út veg að sér hesta og far ið í þriggja daga ferð um Suð­ ur land með banda ríska sendi­ herr ann, að mírál inn á Vell in um og ein hverja vini. Ég hringdi í Guð­ mund Birki Þor kels son þekkt an hesta mann á Lauga vatni og spurði hvort hann væri ekki til í að bjarga þess um hest um fyr ir okk ur og við fær um síð an sam an í þessa hesta­ ferð með okk ar ek ta k vinn um og hin um banda rísku stór menn um. Það var auð sótt mál. Við skemmt um okk ur vel í ferð­ inni en að kvöldi þriðja dags sát­ um við í heitu pott un um á Flúð um og sam ferða menn okk ar heimt uðu að fá að borga ferð ina. Við neit uð­ um því en sætt umst að lok um á að taka einn doll ar fyr ir því sam­ kvæmt regl um ut an rík is þjón ust­ unn ar mega starfs menn henn ar ekki þiggja svona ókeyp is. Jafn­ framt fór þeir fram á að við stofn­ uð um fyr ir tæki og þeir kæmu að ári og færu með okk ur yfir Kjöl. Í nóv em ber þetta sama ár stofn uð­ um við Ís hesta og feng um Gísla B. Björns son til að gera ló góið og inn í þetta blönd uð ust ferða mála ráð, Birg ir Þor gils son þá ver andi ferða­ mála stjóri og Flug leið ir. Það vant­ aði ein fald lega þessa þjón ustu því hún var ekki til á þess um tíma.“ Banda ríkja menn irn ir stóðu við orð sín og komu aft ur og far in var ein há lend is ferð. Með í för voru tutt ugu skag firsk ir bænd ur og hesta menn og þeg ar kom ið var nið ur í Stafns rétt í Svart ár dal beið þar flott ur jeppi og bíl stjóri klædd­ ur í smóking og bauð upp á ís kald­ an Man hatt an­kok teil og martíní. Þetta höfðu menn aldrei séð inn á fjöll um, hvorki fyrr né síð ar. Síð­ an eru lið in 27 ár og fyr ir tæk ið vax ið. Sam kvæmt skoð ana könn un Ís hesta er mik il væg ast í þess um ferð um hest ur inn, góð ur mat ur, ís lensk nátt úra og góð gist ing. Körfu­bolt­inn ,,Ég hóf minn körfu bolta fer il með ÍR árið 1958 en skipti yfir í KR nokkrum árum síð ar og á sjö­ unda ára tugn um tókst okk ur að vinna Ís lands meist ara tit il inn af ÍR, sem hafði ver ið stór veldi. Það var veru lega gam an. Í lok sjö unda ára tug ar ins fór ég norð ur og lék og þjálf aði Þór og lék einnig með þeim. Einnig með Hauk um, þeg­ ar ég þjálf aði þá 1983­1984. Ein ar þjálf aði Þór Ak ur eyri, og lék með lið inu, í lok sjö unda ára tug ar ins.” Árið 2001 var Ein ar kjör inn þjálf ari 20. ald ar inn ar af 50 manna nefnd sem einnig valdi leik menn og dóm ara ald ar inn ar. Hann var lands liðs þjálf ari og for mað ur KKÍ um skeið. Bernskuminningar úr Vesturbænum Í leik með KR gegn Al vik. Með afa Gunnari Andrew þegar stúdentshúfan var sett upp. Feð­ur­og­afar­kvöttu­Sanna­Vest­ur­bæ­inga­ gegn­Tígrisklón­um KR varð Ís lands meist ari í körfu bolta karla vor ið 2007 eft ir drama- t ísk an úr slita leik gegn Njarð vík ing um. Það var alls ekki svo slæmt að fá að lyfta bik arn um í sig ur vímunni í KR-heim il inu eft ir leik inn. Á góðri stund með göml um fé lög um í körf unni hjá KR. Ég stend aft ast, en fram an við eru Gunn ar Gunn ars son, Kol beinn Páls son, Helgi Ágústs son, Jón Otti Ólafs son sem gerði garð inn ekki síð ur fræg an sem körfu bolta dóm ari, og Hjört ur Hans son. Frá bernsku ár un um í Vest ur bæn um með Bolla Þór bróður.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.