Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Qupperneq 16
16 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Í sland gæti orðið jöklalaust að miklu leyti á 200 árum, jafn- vel fyrr. Það gerðist síðast fyrir sex til átta þúsund árum. Hlýn- un jarðar gerir það að verkum að jöklarnir bráðna og yfirborð sjávar hækkar hraðar en áður. Tómas Jó- hannesson, sérfræðingur í jökla- og ofanflóðarannsóknum hjá Veður- stofu Íslands, segir aðspurður að eft- ir nokkur hundruð ár gæti yfirborð sjávar hafa hækkað um sex metra. DV fékk Loftmyndir ehf. til að teikna upp hvernig nokkrar af helstu byggðum landsins yrðu úti ef slík hækkun yrði á yfirborði sjávar. Vatnsyfirborðið hækkar hraðar „Það eru allar líkur á því að þetta sé þegar hafið af fullum krafti. Sú hlýn- un sem orðið hefur vart á norður- slóðum síðastliðin fimm til tíu árin hefur verið sérstaklega hröð,“ seg- ir Tómas. Hafís hörfi hratt og jöklar hopi um allan heim. Yfirborð sjávar hækkar núna hraðar en það gerði að meðaltali á 20. öld. Þá hækkaði yfirborðið um liðlega 2 millimetra á ári að jafnaði, sem eru næstum 20 sentímetrar á öldinni. Tómas segir að sú hækkun hafi skipt miklu máli í Hollandi og víðar þar sem landið stendur lágt. „Nú er þessi hækkun komin yfir 3 millimetra á ári.“ Gert sé ráð fyrir að sú þróun muni verða mun hraðari. Hollendingar spái eins metra hækk- un á yfirborði sjávar á þessari öld. Vatnsrennsli eykst næstu 50 til 70 árin Spurður hvaða áhrif þetta muni hafa á Ísland á næstu áratugum seg- ir Tómas að vatnsrennsli muni auk- ist í helstu jökulám landsins. Yfir- borð jökla lækki nú á Íslandi um einn metra að jafnaði á ári. „Það er talið að jöklarnir muni hverfa að miklu leyti á 200 árum, jafnvel þó ekkert hlýni til viðbótar,“ segir Tómas en bætir við að vísindamenn eigi von á meiri hlýn- un en orðið er. Bráðnun jöklanna og aukið vatnsmagn í ám muni, þeg- ar horft sé til næstu áratuga, verða mestu umhverfisbreytingarnar sem núlifandi Íslendingar muni horfa upp á. Gert er ráð fyrir því að rennsli í ánum aukist næstu 50 til 70 árin en svo muni hratt draga úr vatnsmagn- inu eftir því sem jöklarnir minnki. „Það má gera ráð fyrir breytingum á farvegi jökulánna og að ný jökul- lón muni myndast við jökuljaðrana,“ segir hann um afleiðingarnar. Minni hækkun en annars staðar Tómas segir þó að áhrifin af bráðnun jökla sé ekki einfalt mál. Bráðnun íss úr Grænlandsjökli leiði til dæmis til meiri hækkunar sjávar á suðurhveli jarðar. Að sama skapi leiði bráðnun íss af suðurskautinu til meiri hækk- unar sjávar á norðurhveli. Þetta stafi af því að þegar jöklarnir minnki dragi þeir ekki til sín sjó með sama þyngd- arafli. Þar sem gert sé ráð fyrir því að Grænlandsjökull leggi yfirborði sjáv- ar til meira vatn en jökullinn á suð- urskautinu, er gert ráð fyrir því að yfirborð sjávar hækki minna á norð- urhveli en meira eftir því sem sunnar dregur. „Almenn hækkun gæti orðið minni hér en að meðaltali í heimin- um,“ segir Tómas. Hann bendir líka á að landris í ná- munda við jöklana á Íslandi sé enn sem komið er meira en sem nemi hækkun yfirborðs sjávar. Það stafi af því að jöklarnir léttist þegar þeir bráðna og landið rísi undan þung- anum. Suðaustanverð ströndin við Ísland hækkar hátt í 2 sentímetra á ári, sem er tíu sinnum meiri hækkun en hækkun yfirborðs sjávar. „Á einni öld getur landið hækkað um einn til tvo metra,“ segir Tómas. Hann bendir þó á að á öðrum stöðum á Íslandi sé landið að síga, svo sem á Siglufirði, í Reykjavík og víðar. Snæfellsjökull fer fyrstur Eins og áður segir bráðna jöklarnir á Íslandi hratt. „Snæfellsjökull hverfur mjög hratt enda er hann þunnur. Við gerum ráð fyrir að hann hverfi á nokkrum áratugum. Langjökull stendur lágt og rýrnar líka hraðar en hinir jöklarnir; Hofsjökull og Vatna- jökull. Langjökull verður ekki svipur hjá sjón eftir 100 ár.“ Eftir 100 ár verði jöklarnir kannski að rúmmáli orðnir helmingi minni en í dag. „Þeir munu svo líklega hverfa hratt eftir það.“ Tómas segir að ekkert sem mann- Svona sekkur Ísland n Yfirborð sjávar gæti hækkað um sex metra á nokkur hundruð árum n Kort Loftmynda ehf. sýna hvernig byggð- irnar myndu sökkva n Landris vegna bráðnunar jökla getur unnið á móti n Jöklarnir hverfa að mestu á 200 árum „Það er talið að jöklarnir muni hverfa að miklu leyti á 200 árum, jafnvel þó ekkert hlýni til viðbótar Miðbærinn á kafi Hér má sjá hvernig sex metra hækkun yfirborðs sjávar frá því sem nú er myndi hafa áhrif á Reykjavík. Rauði liturinn táknar sjó. Svona gæti staðan verið orðin eftir fáein hundruð ár. Eins og sjá má gengur sjórinn ansi langt upp á land. LoftMYndir eHf. Vík í Mýrdal Sjórinn myndi ganga langt upp á land í Vík í Mýrdal ef spár um hækkun yfir- borðs sjávar ganga eftir. Á þessum slóðum er þó landris mun meira en sjávarborðshækkun. LoftMYndir eHf. Akureyri Ljóst er að gríðarmikla varnargarða þyrfti að reisa á Akureyri ef yfirborð sjávar hækkar jafn mikið og vísindamenn gera ráð fyrir. Eyrin yrði illa úti. LoftMYndir eHf. Miklar breytingar í vændum Tómas Jóhannesson segir að Ísland gæti orðið jöklalaust á næstu 100 til 200 árum. MYnd SigtrYggur Ari Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.