Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 22
„Það er full ástæða til þess að óttast um framtíð gamalla vegarslóða inn- an Vatnajökulsþjóðgarðs. Það þarf að tryggja að leiðum innan þjóðgarðs- ins verði ekki lokað án rökstuðnings,“ segir Agnes Karen Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklúbbsins 4x4. Hún furðar sig á því að fultrúar ferðaklúbbsins skuli ekki hafa fengið sæti í nefnd um samgöngumál innan þjóðgarðsins. „Við lítum svo á að inn- an okkar raða sé að finna ómetanlega þekkingu á ferðaleiðum innan þjóð- garðsins og við viljum að aðgengi að þessum fögru svæðum verði tryggt.“ Undir þetta tekur Barbara Ósk Ól- afsdóttir, meðlimur í 4x4. „Skilaboðin sem við fáum frá sumum landvörðum og skálavörðum um þessar mundir benda til þess að stefnan sé að vernda fremur meira en minna, án þess að nægilegur rökstuðningur liggi þar að baki,“ segir Barbara. Hálf milljón í sekt Blaðamaður DV ferðaðist með hópi jeppafólks á dögunum um slóða sem liggur fram með norðvesturströnd Langasjávar á Landmannaafrétti, í átt að Tungnaárjökli. Starfsmaður Vatna- jökulsþjóðgarðs beindi orðum sínum til hópsins og taldi að hér væri um að ræða utanvegaakstur sem í sjálfu sér væri skýlaust brot. Sektirnar næmu hálfri milljón á hvert ökutæki. „Þetta er viðhorf sem við verðum vör við,“ segir Barbara. „Þess er skemmst að minnast að í fyrrasumar var þyrla köll- uð út þar sem jeppamenn höfðu ekið um fornan slóða. Þeir voru sýknaðir enda var aldrei um utanvegaakstur að ræða,“ heldur hún áfram. Barbara bendir á að fjölmargar af fáfarnari jeppaslóðum landsins liggi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar gefi að líta stórbrotna fegurð sem slæmt væri að hindra aðgang fólks að. Til að mynda hafi fyrrnefnd slóð meðfram Langasjó fyrst verið ekin af vatnamæl- ingamönnum í kringum árið 1940. Hún hafi verið ekin reglulega síðan. „Margar af þessum leiðum liggja um sanda eða undir vatni og eru því á köflum ógreinilegar,“ bætir hún við. Óþarfa áhyggjur Þórður H. Ólafsson, framkvæmda- stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að þessar áhyggjur jeppafólks og ann- arra ferðamanna ættu að vera óþarf- ar. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um að loka leiðum innan þjóð- garðsins. Á næstu átján mánuðum verður unnin sérstök verndaráætlun fyrir garðinn sem svo verður lögð fyrir Alþingi,“ segir hann. „Það blasir við að við munum leita eftir skoðunum sem flestra sem hafa hagsmuna að gæta. Auðvitað getur komið til þess að ein- hverjum leiðum verði lokað og aðr- ar jafnvel lagðar eða opnaðar. Þetta verður þó aðeins gert með góðum rökstuðningi.“ Þórður á von á því að þegar þess- ari vinnu verði lokið verði línurn- ar hreinar. Allir slóðar ættu að verða skráðir og þá þurfi enginn framar að velkjast í vafa um þessar leiðir, hvorki ferðafólk né landverðir. „Auðvitað getur það gerst að ágreiningur komi upp um þessi mál, en það er nokkuð sem við verðum að vinna úr jafnóðum og finna lausnir á,“ bætir Þórður við. Hann segir að þarna verði bæði hesta- menn, göngufólk og jeppaferðalangar að koma að málum. Skráning á leiðum Meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 vinna nú að því að skrá hnit á vegaslóðum á hálendinu í samstarfi við Landmæl- ingar Íslands. Barbara og Agnes von- ast til þess að þessi skráning verði til þess að varðveita sem flesta af þeim fáfarnari hálendisslóðum sem þær telja í hættu. „Það má benda á það að sumar leiðirnar í kringum Jökulheima verða seint að góðum gönguleiðum einfaldlega vegna þess að þar er ekk- ert drykkjarvatn að finna. Þarna verða gönguhópar því að reiða sig á trúss- bíla sem flytja vistir á milli áningar- föstudagur 1. ágúst 200822 Helgarblað DV ÓTTAST OFVERNDUN SLÓÐA Meðlimir í Ferðaklúbbnum 4x4 óttast að vegaslóðum í kringum Vatnajökul verði lokað með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. Agnes Karen Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri 4x4, telur að litið hafi verið framhjá sérþekkingu jeppafólks á svæðunum í kringum jökulinn. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins, segir á hinn bóginn að engum leið- um verði lokað nema að vel athuguðu máli. „Sumar leiðirnar í kringum Jökulheima verða seint að góðum gönguleiðum einfald- lega vegna þess að þar er ekkert drykkjarvatn að finna.“ Sigtryggur Ari jÓHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Ófærufoss Þokkalegur vegur liggur inn í Eldgjá. Þar er létt gönguleið að svonefnd- um Ófærufossi. á leiðinni inn í Eldgjá er ekið yfir ána Nyrðri-Ófæru. Vaðið er jeppafært en smærri bílar hafa lent þar í vanda. Langisjór umdeildur slóði liggur meðfram norðvestur- strönd Langasjávar. sums staðar er slóðin greinileg en oft liggur hún úti í vatninu eða í sandfjörunni og sést þá síður. Á veiðum Ef vel er að gáð má hér sjá ferðalang kasta agni fyrir bleikjuna í Langasjó. Veiðiréttur í vatninu er leigður af einkaaðilum. Þar er nokkuð af vænni bleikju. um Bárðargötu Hér aka ferðalangar slóðann um Bárðar- götu sem er meðal fáförnustu leiða innan þjóðgarðsins. Hágöngur eru í baksýn. Í Vonarskarði Vegur liggur um Vonarskarð á milli tungnafellsjökuls og Vatnajökuls. Þar er náttúrufegurð mikil. Leiðin hentar jafnt fyrir göngufólk sem vana hesta- og jeppamenn. staða,“ segir Barbara. Einnig að öku- hæfir slóðar verði til þess að fleiri geti upplifað fegurð hálendisins en hörð- ustu göngujaxlar. „Það er reyndar algengur mis- skilningur að stærstu breyttu jepp- arnir valdi mesta skaðanum í náttúr- unni. Því er í rauninni öfugt farið og auðvitað valda þeir engum skemmd- um sem halda sig innan þeirra fjöl- mörgu slóða sem til eru á hálendinu,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.