Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 62
Föstudagur 1. ágúst 200863 Helgarblað DV Hún var varla tvítug þegar hún varð ástkona Adolfs Hitler. Hún fylgdi foringja sínum gegnum stríðsárin og í dauðann, í neðan- jarðarbyrgi í Berlín 30. apríl 1945. Hún elskaðiadolf Hitler sagan öll Sagan hefst síðla föstudags árið 1929. Eva Braun hafði nýhaf- ið störf sem aðstoðarkona á ljós- myndastofu Heinrichs Hoffmanns í München og var að ganga frá fyrir lokun: „Ég klifraði upp í stiga til að ná í spjaldskrár á efstu hillu í skápnum,“ sagði hún systur sinni síðar. „Þá kom yfirmaðurinn inn með herramann á óræðum aldri. Sá var með yfirskegg, ljós hárlokkur lá þvert yfir ennið og hann hélt á hattinum sínum. Þeir settust nið- ur í hinum enda stofunnar, beint á móti mér. Ég gaut til þeirra augum og tók eftir að herranum varð stars- ýnt á fótleggi mína. Einmitt þennan dag hafði ég lagað faldinn á kjóln- um mínum og skammaðist mín svolítið því ég vissi ekki hvort hann var jafn.“ Konfekt og blóm Hoffmann var ljósmyndari Hitl- ers og kynnti hann: „Herra Wolf“ eða herra Úlfur. Hoffmann bað ungfrú Braun að skreppa út í búð eftir bjór og kæfu. Þeir gæddu sér á kræsingunum og spjölluðu sam- an nokkra stund. Þegar herra Wolf var farinn sagði Hoffmann: „Þú átt- ar þig á hver þessi maður er? Þetta er Hitler! Adolf Hitler!“ „Ha?“ svar- aði Eva Braun skilningsvana. Hitl- er var á þessum tíma þekktur í Bæj- aralandi en hún hafði aldrei heyrt á hans minnst. Fljótlega fór fertugur maður- inn að venja komur sínar á ljós- myndastofu Hoffmanns og slá 17 ára gamalli stúlkunni gullhamra, færa henni konfekt eða blóm. Hún stærði sig af hrifningu Hitlers á sér við vini sína og sagðist ætla að fá hann til að kvænast sér. Svo varð, en það tók sextán ár og hjónaband- ið stóð í 36 klukkustundir. Hver var þessi kona sem átti eft- ir að fórna lífi sínu fyrir eitt af ill- mennum mannkynssögunnar? Eva Braun fæddist í München 6. febrúar 1912. Faðir hennar var kennari en móðirin lærð sauma- kona. Æska hennar var hin ljúfasta. Hún stundaði sund og skíði af mik- illi ánægju og lét sig dreyma um að verða dansari eða leikkona. Ekki námsmaður Eva Braun var ekki mikill náms- maður. Hún var send í klaustur- skóla þegar hún var 16 ára en leidd- ist og strauk á fyrsta ári. Stuttu síðar hitti hún manninn sem átti eftir að umbylta lífi hennar. Hitler þráði kátan og skilnings- ríkan félaga sem hann gæti leitað til að stjórnmálastörfunum loknum á degi hverjum. Helst átti félaginn að vera ung stúlka: „Ekkert er dás- amlegra en að fóstra unga stúlku – 18-20 ára stúlka er mjúk sem vax.“ Eva Braun uppfyllti allar hans kröfur en varla kröfur nasista um fyrirmyndarkonuna: Hún reykti af og til en aldrei í návist Hitlers því hann þoldi ekki reykingar. Hún neytti áfengis, málaði sig, hlust- aði á djass og horfði á „Á hverf- anda hveli“ (Hitler bannaði „King Kong“). Hún dáði skartgripi og tískuklæðnað, stundum skipti hún um föt sjö sinnum á dag. Hún hafði engan áhuga á stjórn- málum og margir nánir félagar Hitl- ers töldu hana fremur illa gefna. Helsta tómstundagaman hennar var að kvikmynda daglegt líf þeirra Hitlers með Siemens-vélinni sinni. Í dag teljast myndir hennar verð- mætar heimildir. Laðaðist að völdum Hvað sá kornung og glæsileg ljóskan við þennan 23 árum eldri mann, sem seint gæti talist ímynd glæsileikans? Eva Braun var ekki eina konan sem hreifst af Hitler og völdum hans. Margir hafa lýst hæfi- leikum Foringjans í að skjalla kon- ur og telja þeim trú að þær væru einstakar. Fljótlega áttaði Eva sig á að sam- band þeirra byggði á vilja hans. Ráðríki hans leiddi til tveggja sjálfs- morðstilrauna hennar. Í fyrra skipt- ið, 1. nóvember 1932, reyndi hún að skjóta sig í hálsinn með byssu föður síns. Engin breyting varð á fram- komu Hitlers í hennar garð eftir það. Í dagbók hennar er að finna lýsingu á fjölmennri veislu á Vier Jahreszeiten-hótelinu í München en þar lét Hitler sem hann sæi hana ekki. Hann rétti peningaum- slag yfir borðið og yfirgaf veisluna án þess að yrða á hana. Og 28. maí 1935 hafði Eva Braun fengið nóg. „Ég hef ákveðið að gleypa 35 pillur svo að nú ætti þetta að vera „skot- helt“,“ skrifaði hún í dagbók sína. Ilsa systir hennar fann hana nokkr- um tímum síðar meðvitundarlausa og hringdi í lækni. Lífi Evu Braun var bjargað. Seinni sjálfsmorðstilraunin fékk nokkuð á Hitler. „Ég verð að sinna henni betur,“ ákvað hann. Þau héldu daglegu sambandi eft- ir þetta. Og hún bættist í ritarahóp Foringjans. Óttalaus hreinskilni Samband þeirra var þrátt fyrir þetta mjög þægilegt miðað við önn- ur mannleg samskipti Hitlers. Hún skreið aldrei fyrir honum og sýndi oft óttalausa hreinskilni. Ráðsmað- ur þeirra í Berghof í Berchtes-gad- en sagði: „Hún gagnrýndi gömlu einkennisbúningana og höfuðfötin og hann sjálfan fyrir að vera alltaf boginn í baki. „Gott og vel,“ svaraði hann, „en þú hefur ekki hugmynd um þann mikla þunga sem hvílir á herðum mínum.““ Hitler keypti handa henni hús í München, skammt frá hans eigin íbúð. Hún hafði einnig aðgang að lítilli íbúð í kanslarahöllinni í Berl- ín. Mestum tíma sínum eyddi Eva Braun í Berghof, þar var hún hús- freyjan; nema þegar her- og stjórn- málamenn funduðu með Hitl- er þar, þá varð hún að halda sig til hlés. Henni sárnaði að vera ekki kynnt fyrir frægum gestum eins og fyrrum Englandskonungi og konu hans, hertoganum af Windsor og Wallis Simpson. Eva kom aldrei fram opinber- lega. Það var ekki fyrr en eftir stríð að umheimurinn frétti að hún hefði verið lífsförunautur Foringjans. „Hann faldi hana fyrir öllum nema nánustu vinum sínum en jafnvel meðal þeirra auðmýkti hann hana,“ sagði Albert Speer. Þótt Eva sæti við hliðina á hon- um átti Hitler til að segja: „Mjög greindir menn og snillingar ættu að eignast frumstæðar og heimskar konur. Hugsið ykkur bara að ég ætti konu sem skipti sér af vinnu minni! Þegar ég er ekki í vinnunni vil ég hafa það gott.“ Eva batt allar sínar vonir við framtíðina. Hitler lofaði henni að þegar hann segði skilið við stjórn- málin, flyttu þau til æskustöðva hans í Linz í Austurríki. Endalokin voru merkileg. Í byrj- un árs 1945 voru ógöngur þýsku herjanna óskaplegar. Hitler sjálfur áttaði sig á að hrun þýska ríkisins væri yfirvofandi. Þrátt fyrir það hélt Eva Braun frá München til Berlínar með einkalest 7. mars 1945 á fund Hitlers. Hún gaf sig örlögunum á vald. Loksins gifting Andrúmsloftið í neðanjarðar- byrginu undir kanslarahöllinni var nánast fáránlegt. Einhverjir voru við að sturlast, aðrir skipulögðu flótta sinn en Eva Braun hélt ró sinni. „Hún var alltaf vel tilhöfð, glæsilega klædd, vingjarnleg og hjálpsöm. Hún sveik engan,“ sagði aðstoðarmaður Hitlers, Nicolaus von Below. Hitler kallaði konurnar í neðan- Kynlíf Evu og Adolfs Áttu Eva Braun og Adolf Hitler í holdlegu sambandi eða var það aðeins andlegt? Erfitt er að svara þessari spurningu, ekki síst vegna þess að heimildum ber ekki sam- an. Margarete Mitlastrasser, ráðs- kona í húsi Hitlers í Ölpunum, var viss um að Eva og Hitler lifðu kynlíf. „Þegar hann birtist óvænt og hún hafði á klæðum fékk hún lyf hjá Brandt lækni til að stöðva blæðingarnar.“ Þjónn Hitlers, Heinz Linge, fullyrðir að hann hafi eitt sinn komið að þeim í dagstofunni í „sjóðheitum“ faðmlögum. Árið 1943 leitaði Eva Braun kjökrandi til Alberts Speer: „Hann skip- aði mér að fá mér nýjan mann. Hann sagðist ekki geta fullnægt mér lengur.“ Skrif í dagbók henn- ar benda líka til að þau hafi haft kynmök: „Hann þarfnast mín aðeins í einum tilgangi.“ En orðin við Speer og setningin í bókinni gætu einnig bent til þarfar Hitlers á hvíld og blíðlegum félagsskap að störfum loknum. Samkvæmt öðrum heimildum fóru Hitler og Braun aldrei saman í eina sæng: „Kona mín skoðaði sængurfötin gaumgæfilega áður en hún þvoði þau,“ sagði Her- bert ráðsmaður Döhring. „Hún sá aldrei neitt sem benti til þess.“ Þar að auki bað Eva lækni Hilters iðu- lega um eitthvað sem gæti örvað kynhvöt Foringjans. „Ég veit ekkert hvernig þau eyddu nóttunum,“ sagði Karl Wilhelm Krause, þjónn Hitlers. „Ef einhver telur að hann viti nákvæmlega hvað fram fór, þá er það tóm vitleysa.“ Hitler sagðist hafa „unnið bug á löngun sinni til kvenna.“ Þriðja ríkið var brúður hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.