Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Page 4
„Ég hef ekki verið í neinni stöðu, með minni setu í framkvæmda- og eignaráði eða borgarstjórn, til þess að hafa áhrif eða fá upplýsing- ar sem geta nýst mér í starfi mínu sem dúklagningameistari,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi vinstri-grænna. Fyrirtæki hans, Þ.G. Dúklagnir og veggfóðr- un ehf., hefur á síðustu fimm árum átt í viðskiptum við Reykjavík- urborg um dúklagn- ingar upp á samtals 137 milljónir króna. Þor- leifur átti sæti í framkvæmda- og eignaráði frá því í apríl 2007 og þar til meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar tók við í borginni í janúar síðastliðnum. Vék ekki af fundi Aðkoma borgarfulltrúans að framkvæmda- og eignaráði var nokkuð til umræðu innan borg- arkerfisins á síðasta ári. Viðskipti Þorleifs við borgina eru tilkomin vegna almenns útboðs þar sem hann reyndist eiga lægsta boð- ið. Hann neitar því að stöðu sinn- ar vegna hafi hann haft for- skot á aðra sem tóku þátt í útboðum. „Ég fór í gegnum þetta með Óskari Bergssyni og Gunnari Eydal og þeir hvöttu mig eindregið til þess að láta það ekki hafa áhrif á mig, því ég kæmi ekkert að því að fjalla um eigin mál þar. Ef til þess kæmi, þá viki ég af fundi.“ Hann segir hins vegar að ekki hafi komið til þess. Þorleifur telur ekkert óeðlilegt við að borgarfulltrúar eigi og reki fyrirtæki sem eru í viðskiptum við borgina, svo framarlega sem það rekst ekki á við hagsmuni borgar- innar. Ekki vanhæfur Aðspurður hvort þessi viðskipti hafi mælst illa fyrir hjá pólitískum andstæðingum svarar hann því til að hann hafi aðeins heyrt rætt um þetta í Vesturbæjarlaug- inni. „Það er maður sem kynnir sig sem bróður Jór- unnar Frímannsdóttur og honum er greinilega veru- lega í nöp við mig.“ Hallur Símonarson hjá innri endurskoðun borg- arinnar segir að við fyrstu sýn hafi Þorleifur ekki ver- ið vanhæfur. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að hafa augun opin fyrir þessu. Það hefur aldrei far- ið á milli mála að hann ætti þetta fyrirtæki og Þorleifur vakti sjálf- ur máls á því áður en hann tók sæti í framkvæmda- og eigna- ráði.“ Hann bendir jafnframt á að venjan sé að tilboð í verk á veg- um borgarinnar fari í gegnum Inn- kaupaskrifstofu Reykjavíkur og séu síðar afgreidd í innkauparáði, þar sem Þorleifur hefur aldrei setið. þriðjudagur 9. september 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær annan mannanna sem handteknir voru í kjölfar þess að Jó- hannes Guðmundsson, 68 ára, fannst látinn í íbúð sinni á Skúlagötu í gæslu- varðhald til 15. september. Lögreglan fór ekki fram á gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir báðum mönnunum. Hin- um manninum, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu daga, hefur verið sleppt úr haldi. Nöfn mannanna fást ekki uppgefin. Annar mannanna hafði sambandi við lögreglu sjálfur vegna hins látna og var þá handtek- inn. Honum hefur nú verið sleppt úr haldi. Þremenningarnir höfðu set- ið við drykkju í íbúðinni laugardags- kvöldið 30. ágúst og rannsakar lög- regla nú hvort maðurinn sem enn er í haldi hafi banað húsráðandanum. Svo virðist sem sá sem nú er laus úr haldi hafi bent lögreglu á gæsluvarð- haldsmanninn. Lögreglan vill þó lítið tjá sig um framgang málsins. Jóhannes fannst látinn í íbúð sinni á mánudaginn í síðustu viku og leiddi rannsókn lögreglu í ljós að maðurinn hefði látist af höfuðáverkum. Mað- urinn, sem nú er laus úr haldi, neit- aði allri sök í málinu en maðurinn, sem var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, vill að sögn lögreglu ekki kannast við að hafa veitt Jóhann- esi höfuðáverkana sem hann lést af. Hann mun meðal annars hafa bor- ið við minnisleysi í yfirheyrslum lög- reglu á síðustu dögum. Eins og fram kom í DV í gær urðu nágrannar Jóhannesar heitins ekki varir við neitt óeðlilegt dagana áður en hann lést. valgeir@dv.is Öðrum mannanna í Skúlagötumálinu var sleppt úr haldi: Benti á þann sem er enn í haldi Skúlagata maðurinn fannst látinn í íbúð sinni. Fékk ekki far Karl Bjarni Guðmunds- son, betur þekktur sem Kalli Bjarni, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun eins og til stóð. Ástæðan var sú að hann fékk ekki far í bæinn. Fékk ekki flutning, eins og það heitir í kerfinu. Kalli Bjarni afplán- ar þessi misserin refsingu sína fyrir innflutning á fíkniefnum. Hann dvelur á Kvíabryggju en bíður þess að fyrir verði tekið afbrot hans frá því í vor. Þá var hann handtekinn með fíkni- efni á hóteli í Reykjavík. Til stóð að taka málið fyrir í gær en það frestast til 22. september, að því er lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson hrl., segir. Þriðjungur sækir um nemakort Um sex þúsund nemar hafa skilað inn umsókn um nemakort Strætó á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því að opnað var fyrir umsóknir. Um fjögur þúsund til viðbótar hafa hafið umsóknarferlið á Netinu. Því hafa um tíu þúsund nemend- ur, um það bil þriðjungur allra námsmanna í framhalds- og há- skólum á höfuðborgarsvæðinu, sótt um nemakortið eða eru að vinna að umsókninni. Það hefur sætt mikilli gagn- rýni að Garðabær dró sig út úr verkefninu frá fyrra ári. Nemar með lögheimili á landsbyggð- inni fá heldur ekki nemakortið. Stopul póstdreifing Fækkun póstdreifingardaga í dreifbýli á Vestfjörðum, skerð- ing á þjónustu og lokun útibúa Íslandspósts á svæðinu verður að endurskoða. Þetta kemur fram í áskorun Fjórðungs- þings Vest- firðinga til Kristjáns Möller samgönguráð- herra sem er yfirmaður Póst- og fjarskiptastofnunar og Íslands- pósts. Póstdreifingardagar út frá Króksfjarðarnesi í Reykhóla- hreppi og Patreksfirði í Vestur- byggð verða á næstunni þrír í stað fimm í viku. Engar þreifingar „Ég get ekkert sagt um það,“ segir Ari Edwald, for- stjóri 365 hf., aðspurður hvort einhvers sé að vænta varðandi viðræður Árvak- urs og 365 um samstarf á dreifiblöðunum 24 stundum og Fréttablaðinu. „Það hefur ekki skilað neinni niðurstöðu enda ekkert verið í bein- skeyttum farvegi. Menn hafa haft áhuga á að skoða ákveð- ið mál í því en það hefur ekki leitt til neinnar niðurstöðu ennþá. Ég get ekki tímasett það eða spáð um að það breytist.“ Dúklagningafyrirtæki Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa vinstri-grænna, hefur sinnt dúklögnum fyrir borgina og á síðustu fimm árum hefur borgin greitt fyr- irtækinu samtals 137 milljónir króna. Þorleifur neitar því að seta hans í framkvæmda- og eignaráði eða borgarstjórn hafi gagnast honum í útboðum fyrir verk borgarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar segir öll spil vera uppi á borðinu og að Þorleifur sé ekki vanhæfur. LAGÐI DÚKA FYRIR 137 MILLJÓNIR ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Þorleifur Gunnlaugsson innri endurskoðun borgarinnar telur ekki óeðlilegt að þorleifur hafi verið í viðskiptum við borgina á sama tíma og hann sat í framkvæmda- og eignaráði. Óskar Bergsson Hvatti þorleif til að halda sínu striki. „ég kæmi ekkert að því að fjalla um eigin mál þar. ef til þess kæmi, þá viki ég af fundi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.