Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Side 8
þriðjudagur 9. september 20088 Fréttir Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, hefur verið dugleg- ur við ferðalög það sem af er ári. Alls hefur hann farið í níu ferðir utan þar sem hann hefur verið erlendis í sam- anlagt 61 dag á tímabilinu 16. febrú- ar til 2. september á þessu ári. Björn hefur lengi verið einn ötulasti blogg- ari ríkisstjórnarinnar, og þó víðar væri leitað, og heldur vel utan um ferð- ir sínar út um allar trissur á vefsvæði sínu. DV tók saman ferðir ráðherrans samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hans. Nær allar ferðir ráðherrans eru í opinberum erindagjörðum enda bendir hann á það á síðu sinni að ekki séu skráðir margir frídagar þar frá ár- inu 1995 enda sé hann haldinn þeirri áráttu að halda sig frekar að vinnu en fara í frí. Björn segist ekki ferðast meira en nauðsyn krefur í embættis- erindum, og ferðirnar spilli í engu fyr- ir störfum hans sem ráðherra. Schengen-ráðherrafundir Björn fundaði með dómsmála- ráðherra Litháens í sendiráði Íslands í Brussel í Belgíu þar sem þeir ræddu flutning Litháa úr íslenskum fangels- um til afplánunar í heimalandinu. Sú ferð var farin 27. febrúar með milli- lendingu í Kaupmannahöfn. Á þeim þremur dögum sem Björn var stadd- ur í Belgíu sat hann einnig Schengen- ráðherrafund sem snerist einkum um reglur um brottvísanir. Aðrir menn- ingarviðburðir og fundahöld fylgdu í kjölfarið. Fyrr í mánuðinum hafði Björn farið í sex daga ferð til Lundúna þar sem hann fundaði með breskum stjórnmála- og embættismönnum. 10. til 13. mars fór Björn á ráðherra- ráðstefnu Schengen-ríkjanna um þróun landamæravörslu sem fram fór í Bled í Slóveníu. Tólf dagar í Chile 20. mars hófst tólf daga reisa ráð- herrans þar sem ferðinni var heitið til Santiago í Chile til að vera viðstaddur kjöllagningu nýs varðskips sem þar er í smíðum. Þurfti Björn að leggja á sig mikinn krók til að komast til Chile, þar sem flogið var frá Íslandi til Am- sterdam í Hollandi, þaðan til Parísar og loks til Chile í 14 tíma flugferð. Alls var Björn úti í tólf daga í þessum erin- dagjörðum auk þess sem hann fund- aði með mörgum embættismönnum í Chile. Á heimleiðinni nýtti hann tækifærið til að kíkja meðal annars á listaverkasýningu í París. „Það hef- ur verið ánægjuleg reynsla að kynn- ast landi og þjóð fyrir utan að fylgjast með framvindu mála við smíði nýja varðskipsins okkar,“ sagði Björn um ferðina til Chile á vefsíðu sinni. Þetta reyndist lengsta ferð ársins hjá Birni Bjarnasyni. Næsta utanlandsferð ráðherrans var farin 10. til 13. maí þar sem Björn hélt til Grænlands að kynna sér stöðu mála þar í landi. Lítil sól í fríinu Björn Bjarnason ferðast nær undantekningalaust ekki án þess að opinber störf komi þar við sögu. Þó virðist hann hafa tekið sér smá- vegis sumarfrí í ferð sem farin var 5. júní er leið hans lá til Lúxemborgar þar sem hann sat fund Schengen- ráðherra. Að fundarhöldum lokn- um hélt hann, eftir tveggja daga stopp í Lúxemborg, til Mallorca til móts við Skálholtskvartettinn sem þangað var væntanlegur. Eigin- kona hans, Rut Ingólfsdóttir, leikur á fiðlu í Skálholtskvartettinum, sem var á hljómleikaferðalagi um Mall- orca. Næstu níu dögum eyddi Björn í miður skemmtilegu veðri ef marka má vefsíðu hans, en naut því meiri menningar í staðinn. „Kynni okkar af Mallorca á þessari tónleikaferð voru á annan veg en ef við hefð- um gert okkur ferð þangað til að njóta strandlífs og sólar. Kom okk- ur skemmtilega á óvart að kynnast þeim menningaráhuga, sem birtist í því, hve tónleikar Skálholtskvartetts- ins voru vel sóttir og mikils metnir,“ ritaði Björn. Þessi ferð, auk sumar- frísins, var sú næstlengsta í saman- tektinni, einir ellefu dagar. Útlendingamál rædd á Jótlandi 21. júní fór Björn á mikið milli- lendingaflakk. Hann sat málþing um forna þingstaði í N-Atlantshafi undir merkjum Gulaþings í Nor- egi. Þaðan var farið til Sönderborg á Suður-Jótlandi til að taka þátt í fundi norrænna ráðherra sem fara með útlendingamál. Í færslu sinni um ferðina skrifar Björn meðal ann- ars: „Á síðasta ári fengu um 13.500 útlendingar dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi, sem er svipuð tala og í Finnlandi, þar sem íbúar eru 5 millj- ónir.“ Víða var farið í þessari ferð, þar sem helstu viðkomustaðir voru Bergen, Kaupmannahöfn og Sönd- erborg. Þessi ferð stóð í viku. Þingmenn í Alaska Björn fór ásamt hópi þingmanna og starfsmanna Alþingis til Fair- banks í Alaska á aðalfund þing- mannasambands heimskautsráðs- ins. Meðal förunauta sem Björn tilgreinir á vefsíðu sinni eru Sigurð- ur Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Karl Matthías- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar, og Jón Bjarnason, þingmaður VG. Flogið var frá Íslandi til Minn- eapolis í Bandaríkjunum, þaðan til Fairbanks með millilendingu í Anchorage í Alaska. Óvenju löng útivist 25. ágúst flaug Björn til Kaupmannahafnar og þaðan til Berlínar í Þýskalandi. Þar sat Björn meðal annars fund með Bundeskrimina- lamt, rannsóknarlögreglu þýska sambandsríkisins, þar sem hlutverk embættisins var rætt. Ýmis önnur fundahöld voru á dagskrá ráðherr- ans í leiðinni. Frá Berlín lá leiðin til Vilníus í Litháen hvar Björn sat fund með Petrus Baguska dómsmála- ráðherra. Þar var samstarfsáætlun ráðuneytanna rædd um flutning lit- háískra fanga frá Íslandi til heima- landsins til að taka út refsingar sín- ar. Að svo búnu var flogið frá Vilníus aftur til Kaupmannahafnar og það- an lá leiðin til Ystad í Svíþjóð þar sem dómsmálaráðherrar Norður- landanna funduðu. Hafði Björn það á orði í síðustu færslu þessarar reisu að um óvenju langa útvist hafi verið að ræða. Þó var þessi ekki sú lengsta, þó níu daga hafi verið. Dagpeningakostnaður mikill Sé miðað við upplýsingar um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis sem finna má á vef fjármálaráðuneytisins má gróf- lega áætla að dagpeningar Björns fyrir þessar níu ferðir, að Mallorca- ferðinni undanskilinni, hafi numið um 730.000 krónum. Innifalið í dagpeningum er gisting. Ósk- að hefur verið eftir upplýsing- um um kostnað við ferða- lög dómsmálaráðherra hjá ráðuneytinu, en svar hef- ur ekki borist enn sem komið er. Athygli vekur að í þessum níu ferðum sínum til útlanda, það sem af er árinu, hef- ur Björn Bjarnason verið samtals 61 dag utan land- steinanna frá og með tímabilinu 16. febrúar til 2. september. Það lætur því nærri að frá ársbyrjun til 2. sept- ember hafi dóms- og kirkjumála- ráðherra verið erlendis nærri fjórða hvern dag það sem af er ári, sé allt talið til. Ferðir spilla ekki fyrir embættisstörfum „Ég sækist ekki eftir að ferðast meira en nauðsyn krefst en alþjóða- samskipti vegna míns embættis eru mikil vegna síaukinnar alþjóðlegr- ar samvinnu löggæslustofnana og Schengen-samstarfsins,“ segir Björn spurður um utanlandsferðir sínar. „Dagpeningagreiðslum til mín er hagað samkvæmt þeim regl- um, sem um dagpeninga gilda,“ segir Björn og bætir við að sjálfsagt sé að svara þeim spurningum sem vakna í kringum ferðir Sigurður MikAeL JÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fjórði hver dagur á erlendri grund „Ég sækist ekki eftir að ferðast meira en nauð- syn krefst.“ 10. MArS TiL 13. MArS Ísland – Kaupmannahöfn – prag – lubljana n björn hélt til ráðherraráð- stefnu schengen-ríkjanna um þróun landamæravörslu sem fór fram í bled í slóveníu. 20. MArS TiL 31. MArS Ísland – amster- dam – parÍs – santiago n Kjölurinn lagður að nýju varðskipi í Chile. lengsta ferðin það sem af er ári 6 dagar 3 dagar 4 dagar 12 dagar Björn Bjarnason hefur verið duglegur við ferðalög það sem af er ári. Alls hefur hann verið erlendis í 61 dag það sem af er ári í níu ferðum út fyrir landsteinana. 16. FeBrÚAr TiL 21. FeBrÚAr Ísland – london n fundur með breskum stjórnmálamönnum og embættismönnum. 27. FeBrÚAr TiL 29. FeBrÚAr Ísland – Kaupmannahöfn – brussel n björn fundaði með dómsmálaráðherra litháens. schengen- ráðherrafundur auk annarra fundahalda og menningarviðburða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.