Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 6
þriðjudagur 9. september 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Nýliðin vika var sú besta á frétta- vefnum dv.is frá því vefurinn var opnaður fyrir um það bil ári. Vefur- inn rauf nú í fyrsta skipti 50.000 not- enda múrinn þegar vikulegir notend- ur urðu 50.879. Áður höfðu vikulegir notendur mest náð um 47 þúsund- um. Fréttavefur DV stökk fyrir vikið upp í áttunda sæti á lista samræmdr- ar vefmælingar yfir mest sóttu vefi landsins. Vefurinn hefur vaxið jafnt og þétt frá því hann var opnaður en hann fékk óskabyrjun og fór beint í 13. sæti samræmdrar vefmælingar þeg- ar honum var hleypt af stokkunum. Um áramótin var samstarf ritsjórna DV og dv.is styrkt til muna og síð- an þá hefur vefurinn sótt í sig veðr- ið jafnt og þétt. Gestafjöldinn síð- ustu viku bendir til þess að vefurinn komi sterkur inn undan sumarlægð- inni og að þær breytingar sem gerð- ar voru á honum í sumar séu að skila árangri. Þetta sést einna best á risa- stökkum sem vefurinn hefur tekið í fjölda flettinga frá því gagngerar út- litsbreytingar voru gerðar á honum í sumar. Fjölgunin þar sýnir svo ekki verður um villst að vefurinn er mun betur lesinn en áður og fólk eyð- ir meiri tíma á dv.is nú en það gerði fyrir breytingar. Þá hefur lesendum pólskra frétta dv.is fjölgað hægt og bítandi og fregnir herma að hróður vefjarins sé orðinn nokkur í Póllandi. Fréttavefurinn dv.is er á góðri siglingu: 50.000 notenda múrinn rofinn Vilja stærri bita af kökunni ritstjórn dV fagnaði áfangasigri dv.is með kökuveislu í gær. Enn frestast Kompássmál Fyrirtöku í máli Benjamíns Þórs Þorgrímssonar gegn 365 hf hefur verið frestað þangað til á föstudag. Eins og fram hefur komið í DV krefst Benjamín þess að lögbann verði sett á Kompáss- þátt sem á að sýna þegar hann gekk í skrokk á Ragnari Magn- ússyni. Líkamsræktarþjálfarinn Benjamín óskaði eftir lögbanni á þátt Kompáss í ágúst en upp- takan er frá því á fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Þá bað Benjamín veitingamanninn Ragnar um að hitta sig og féllst hann á það. Þegar Benjamín kom á vettvang vissi hann ekki að Ragnar var vopnaður hljóðupp- tökutæki og Kompássmenn sátu stutt frá með myndavél. Þar á Benjamín að hafa gengið í skrokk á Ragnari með þeim afleiðingum að kalla þurfti á sjúkrabíl. Fannst látinn í gjótu Maður í gönguferð gekk fram á lík í Kaplagjótu í Vestmanna- eyjum um klukkan hálf fjögur í gær. Sá látni er karlmaður á miðjum aldri en lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir að hún telji ekki um saknæmt atvik að ræða. Líkið fannst í Kapla- gjótu rétt við golfvöllinn í Herj- ólfsdal. Lögregla telur líkið ekki hafa verið lengur í gjótunni en frá því einhvern tímann í morg- un. Málið er í rannsókn. Leiðrétting Ferðaþjónustufyrirtæki fyrrverandi handknattleiks- mannsins Alexy Trufan og eiginkonu hans Elenu Trufan skipuleggur ferðir fyrir rúss- neskumælandi ferðamenn sem hingað koma og annar varla eftirspurn. Margir rúss- neskir auðmenn eru meðal viðskiptavina þeirra og ef þeir vilja fljúga um landið á þyrlum, þá útvega þau þyrlur. Í blaðagrein DV á dögunum urðu þau mistök að fyrirtæk- ið var kallað Through Iceland í stað rétta nafnsins sem er True Iceland. DV biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Steingrímur Njálsson heill á húfi Sögusagnir um að kynferð- isbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson hafi verið maðurinn sem fannst látinn á Skúlagötu í síðustu viku eiga ekki við rök að styðjast. Þessu var meðal annars haldið fram í útvarps- þætti í síðustu viku. Maður- inn sem lést hét Jóhannes Guðmundsson og var 68 ára. Hann bjó við Skúlagötu eins og Steingrímur. Rannsókn stendur yfir á dauða hans og hafa tveir óreglumenn verið hnepptir í varðhald í tengsl- um við málið. Ágúst var dæmdur í fimm ára fang- elsi árið 2004 fyrir að níðast kynferð- islega á fimm drengjum. Samkvæmt sálfræðimati hefur Ágúst barnagirnd á háu stigi en dómurinn sem hann fékk árið 2004 er einn sá þyngsti sem fallið hefur hér á landi í slík- um málum. Meðan á réttarhöldum stóð reyndi hann að tæla til sín barn í gegnum netið. Ágúst hefur viður- kennt að hafa brotið gegn allt að átta drengjum til viðbótar við þá fimm sem hann var dæmdur fyrir að brjóta á. Ágúst er nú á reynslulausn og býr inni á heimili hjá tveggja barna fjöl- skyldu í Svíþjóð, en fjölskyldan vissi ekkert um bakgrunn hans þegar Vís- ir hafði samband við Staffan Moberg skólastjóra Lifets Ord í Uppsölum. Í viðtali við Vísi segir Moberg að Ág- úst hafi beðið hann um að halda bakgrunni sínum leyndum og þess vegna þekki enginn í skólanum for- tíð hans. Ræður ekki við kenndir sínar Ríkissaksóknari krafðist þess í réttarhöldunum yfir Ágústi Magn- ússyni að beitt yrði sérstökum öryggisráðstöfunum þegar hann hefði lokið afplánun, en sú krafa var rökstudd með mati sérfræðings. Þar var talað um að Ágúst yrði áfram vistaður á stofnun að lokinni afplánun. Á Vísi kemur fram að mat sálfræð- ings var að hann réði ekki við kenndir sínar og þess vegna væri hætta á því að hann bryti af sér á ný. Þar kom einnig fram að Ágúst væri haldinn al- varlegri barnagirnd og þrálátum kynórum. Hann fékk reynslu- lausn í lok árs 2006 og dvaldi á áfangaheimilinu Vernd. Þar hafði hann aðgang að tölvu og nettengingu sem hann notaði til að reyna að koma á fund- um sínum og þrettán ára stúlku sem reyndist vera tálbeita frá fréttaskýr- ingaþættinum Kompás. Þarf hjálp Skólastjóri biblíuskólans, Mo- berg, segir í viðtali við Vísi að Ágúst hafi fengið sérstakt leyfi frá yfirvöld- um fangelsismála til þess að fara til Svíþjóðar. Þegar Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er spurður um það hvers vegna Ágústi hafi verið veitt sérstakt leyfi frá fangelsismála- yfirvöldum til þess að fara til Svíþjóð- ar segist hann ekki vilja tjá sig um það. Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir í viðtali við DV að ekki eigi að leggja Ágúst í einelti, það þurfi að hjálpa honum. Hann segir Ágúst vera búinn að taka út sína refsingu en á með- an hann sé á reynslu- lausn fylgist fang- elsismálayfirvöld með honum. Þegar hann er spurður hvort ekki sé óeðlilegt að Ágúst dvelji inni á heim- ili þar sem börn eru án þess að foreldrar þeirra viti af því segir Atli að fangelsismálayfirvöld á Íslandi geti flutt vitneskjuna um hann út til yfirvalda í Svíþjóð. Óásættanlegt „Það er forkastanlegt og al- gjörlega óásættanlegt. Kristileg- ur kærleikur nær langt en það eru ákveðin mörk sem við þurfum að setja okkur. Við getum ekki stefnt börnum okkar í voða svona,“ segir Gunnar í Krossinum varðandi það að foreldrar barnanna á heimil- inu þar sem Ágúst dvelur hafi ekki fengið að vita um bak- grunn hans. „Ég þekki ekki nógu vel til hans máls til þess að tjá mig um það,“ segir Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi. Hann segir málið við- kvæmt og hann geti vegna þess ekkert sagt til um hvort eðlilegt sé að Ágúst sé kominn í biblíu- skóla í Svíþjóð. Gott að hann er farinn „Það er fínt að hann sé farinn héð- an en ferlega truflandi að hann sé að fara í einhvern biblíuskóla,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, fyrrverandi nágranni Ágústs. Áður en hann fór til Svíþjóðar bjó hann í íbúð í Graf- arvogi sem var beint á móti leikskóla en Rannveig var afar ósátt við það. Hún segir það skrítið að ekki séu til betri úrræði til handa mönnum í hans stöðu hér á landi. Ágúst Magnússon er nýlega laus úr fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir kynferðis- brot gegn fimm drengjum. Hann er nú á reynslulausn og er fluttur til Uppsala í Svíþjóð þar sem hann stundar nám við biblíuskóla. Ágúst fékk sérstakt leyfi hjá fangelsismála- yfirvöldum til þess að fá að fara til Svíþjóðar. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofn- unar, vill ekkert tjá sig um málið. FELA SLÓÐA BARNANÍÐINGS JÓn bJaRki MaGnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is „Það er fínt að hann sé farinn héðan en ferlega truflandi að hann sé að fara í einhvern biblíu- skóla.“ kominn til svíþjóðar Ágúst magnússon, dæmdur barnaníðingur, býr á heimili með tveimur börnum í uppsölum í svíþjóð en foreldrar þeirra þekkja ekki bakgrunn hans. „Forkastanlegt“ gunnar í Krossinum segir það forkastanlegt að foreldrar barnanna þekki ekki bakgrunn Ágústs magnússonar. Þekkir ekki málið Vigfús þór Árnason, sóknarprestur í grafarvogi, segist ekki þekkja málið nógu vel og hann geti þess vegna ekki tjáð sig um það. Ágúst þarf hjálp atli gíslason þingmaður segir Ágúst þurfa hjálp hvort sem hann fái hana hér eða úti í svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.