Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 10
þriðjudagur 9. september 200810 Neytendur Lof&Last n Lofið fær veitingastaðurinn asia express á suðurlandsbraut fyrir góðan mat á góðu verði. Viðskiptavinur sem hrósar staðnum er farinn að venja komur sínar þangað í hádeginu. Hráefnið sem notað er í matinn er gott og maturinn gerður af alúð. Nýr staður sem allir ættu að prófa. n Lastið fær fyrirtækið tal. Viðskiptavinur sem er með netið hjá þeim fékk skyndilega reikning upp á 8 þúsund krónur sem átti að vera riftunargjald. símanum á heimilinu var lokað tímabund- ið og sagði starfsmaður hjá tal að þessu væri tekið sem uppsögn og því send rukkun. borga þarf líka til að opna aftur. Klúðursleg vinnubrögð. Enn fleiri bíða eftir því að fá VOD-þjónustu Símans: Vinna sig niður eftir listanum „Þetta tekur tíma og það er reynt að forgangsraða hlutunum,“ segir Linda Björk Waage, upplýsingafull- trúi Símans, en margir í litlum þétt- býliskjörnum víðs vegar um land- ið bíða enn eftir því að geta tengst svokallaðri VOD-þjónustu Símans. Með henni er hægt að leigja myndir í gegnum sjónvarpið. Fyrir stuttu birtist frétt á neyt- endasíðu DV þar sem kona á Vest- fjörðum kvartaði yfir að fá ekki þjón- ustuna heim til sín. Stuttu síðar hafi kona, sem býr í Höfnum rétt fyr- ir utan Reykjanesbæ, samband og sagðist vera í sömu stöðu. Hún er búin að bíða eftir þessari þjónustu í nokkurn tíma. „Það skiptir máli fyrir svona þjónustu að vera nálægt ljósleiðara- hring,“ segir Linda. „Til þess að geta boðið upp á þjónustuna þarf að vera fullkomin varaleið til að allt gangi fyrir sig eins og það á að gera,“ seg- ir hún ennfremur. Nú er verið að vinna í því að að koma fullu vara- samabandi á og segir Linda að þetta taki allt tíma þar sem starfsfólk get- ur ekki verið á öllum stöðum í einu. „Það hefur raðast þannig niður að við höfum reynt að fara fyrst á stærstu staðina og vinna okkur svo niður eftir listanum.“ Linda segir að flestir ættu að vera komnir með þjónustuna á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hún segist enn- fremur ánægð að heyra að eftir eftir- spurn eftir þjónustunni sé svo mikil að fólk sé farið að kvarta yfir að hafa hana ekki. „Það er bara rosalega já- kvætt,“ segir Linda. Gullinbrú 165,70 181,60 Bensín dísel Skeifunni 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarhlíð 164,20 180,00 Bensín dísel Klettagörðum 162,00 177,80 Bensín dísel Snorrabraut 164,10 179,90 Bensín dísel Hæðarsmára 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarseli 164,20 164,20 Bensín díselel d sn ey t i Umhverfismerki auðvelda neytendum að sjá og velja vörur sem eru umhverfisvænni en aðrar. Merkin eiga sameiginlegt að þau fela í sér lágmarkskröfur um heilnæmi. Þetta Þýða um- hverfismerkinEspressó á kaffihúsi það er alltaf jafnhuggulegt að setjast niður í miðbæ reykjavíkur og fá sér espressóbolla. Verðið á honum er svipað en þó munar 50 krónum á dýrasta og ódýrasta bollanum. Umhverfismerki eru merki sem staðfesta að vörur séu framleiddar á umhverfisvænni hátt en aðrar vör- ur. Vaxandi fjöldi fólks kaupir vörur sem vottaðar eru af óháðum aðil- um og gefa til kynna framleiðsluhátt þess með tilliti til gæða og hollustu. Sameiginlegar kröfur Umhverfisvænar vörur eiga það sameiginlegt að standast lágmarks- kröfur um umhverfisframmistöðu, hvernig varan er ræktuð og með hvaða hætti. Kröfurnar geta verið mismiklar og geta náð til alls lífs- ferils vörunnar eða bara hluta hans. Óháður aðili vottar svo að kröfur umhverfismerkisins séu uppfylltar. Munurinn á lífrænni og hefðbund- inni ræktun er mikill. Í hefðbundinni ræktun er notaður tilbúinn áburður, jurtalyf gegn sjúkdómum, skordýra- eitur og hormónalyf til að eyða ill- gresi. Allt miðar að því að ræktunin sé auðveld og hámarksuppskera ná- ist. Að auki eru kemísk efni notuð til að uppskera skemmist ekki. Lífræn ræktun Lífræn ræktun byggist á full- komnu jafnvægi í náttúrunni þar sem virðing er borin fyrir vörunni sjálfri og jörðinni sem notuð er. Eng- inn tilbúinn áburður, skordýraeitur eða verksmiðjuframleidd hormón notuð. Í staðinn er notaður safn- haugaáburður og náttúruleg jurtalyf sem gefa jarðveginum aukna nær- ingu og er brenninetlan þar vinsæl. Einnig eru sáðskipti höfð sem þýðir að sama tegundin er ekki ræktuð ár eftir ár í sama jarðvegi. Geta tekið þátt Íslendingar geta sjálfir tekið þátt í því að minnka umhverfisálagið. Með því til dæmis að kaupa um- hverfisvænar vörur, endurvinna sorp og reyna að spara orkuna sem mest. Samkvæmt vefsíðu Umhverf- isstofnunar hafa rannsóknir sýnt að Íslendingar tengja hugtakið um- hverfisvernd fyrst og fremst við landgræðslu, skógrækt og vernd fiskistofna en leiða síður hugann að sjálfbærri þróun og til þess hvaða áhrif þeirra eigin neysla hefur á um- hverfið. Hér á eftir fara upplýsingar um helstu áreiðanlegu umhverfismerk- in. expreSSo-boLLi Prikið 250 snyrtistofan lipurtá 250 snyrtistofan Comfort 270 snyrtistofan fegurð 280 snyrtistofan abaco 300 snyrtistofa Ágústu 300 Geymið kvittanir það er full ástæða til þess að geyma kvittanir fyrir því sem keypt er. Ástæðan er sú að það getur alltaf komið eitthvað upp og kíkja þarf á kvittun. rangt verð í matvöruverslunum, skemmd vara, sem sönnun ef bankinn skráir færslu vitlaust inn og sem ábyrgðarmiði á stærri tækjum. afgreiðslufólk er mannlegt og gerir líka mistök. stundum geta mis- tökin snúist um nokkur hundruð og jafnvel þúsund krónur. þetta er einföld venja sem margborgar sig.neytendur@dv.is umsjóN: Ásdís björg jóHaNNesdóttir, asdisbjorg@dv.is Neyten ur bio-merkið (bio-Siegel) Opinbert merki þýskalands fyrir lífræna ræktun. til að matvara fái að nota biO-merkið þarf hún að innihalda að minnsta kosti 95 prósent lífrænt ræktuð matvæli. Vörur frá þýskalandi sjást í búðum hérna á íslandi í þó nokkrum mæli og þá sérstakleag heilsubúð- um. bra miljöval (Fálkinn) umhverfis- merki sænsku náttúruverndarsam- takanna (Naturskyddsföreningen), sem sett hafa umhverfiskröfur fyrir ýmsa vöruflokka eins og hreinlætis- vörur, vefnaðarvör- ur, orkufram- leiðslu og samgöngur. Hér á landi er merkið á ýmsum sápum og þvottaefnum. blómið umhverfismerki evrópusambandsins. það er opinbert merki á ees-svæðinu og hefur sama hlutverk og svanurinn. í dag fást vöruteg- undir merktar blóminu á evrópska efnahagssvæð- inu í um 26 vöruflokkum. meðal þeirra eru tölvur, jarðvegsbætir, málning og lakk, textílefni, ljósaperur og skór. blái engillinn umhverfismerki þýskalands. það er einnig eitt elsta umhverfismerki í heimi. þar er það á flestum gerðum neysluvara, allt frá pappírsvörum og hreinlætisvör- um til húsbúnaðar, gólfefna og tölvu- og skrifstofu- búnaðar. Hér á landi er það aðallega á pappírs- vörum. Græna innsiglið (Green Seal) umhverfismerki sjálfstæðra bandarískra samtaka sem stuðla að framleiðslu, sölu og innkaupum á umhverfis- vænni vöru og þjónustu. allt frá kaffisíum til loftkælikerfa getur fengið umhverfismerkið. Svanurinn Opinbert norrænt umhverfismerki og útbreiddasta merkið á Norðurlöndum. svanurinn hefur mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda á Norðurlönd- um. Vörutegundir sem merktar eru svaninum eru einna helst hreinlætis- vörur, húsgögn, byggingarvörur, rafhlöður og pappír. réttlætismerkið (Fairtrade) staðfestir að viðkomandi vara uppfylli kröfur alþjóðlegu FLO- samtakanna (Fairtrade Labelling Organisations international). réttlætismerkið tengist félagslega þættinum í viðskipt- um með vörur sem eiga uppruna sinn í þróunarlöndunum og ýtir þannig undir sjálfbæra þróun sam- félagsins. Økologisk merkið er danskt og opinbert merki fyrir lífræna ræktun í danmörku. danir hafa verið mjög þekktir í gegnum tíðina fyrir að rækta mikið af lífrænum matvælum. sala á líf- rænum matvörum er sjö prósent af samanlagðri sölu matvara þar í landi sem er mesta hlutfall sölu lífrænna vara í heiminum í dag. * upplýsingarnar eru fengnar af vef umhverfisstofnunar: ust.is/umhverfismerki/Onnurumhverfismerki/ ÁSDÍS bJÖrG JÓHanneSDÓttir blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is eko Hollenskt merki um vottun lífrænnar framleiðslu samkvæmt evrópskum reglugerðum. Vörur með þessu merki eru mjög algengar í íslenskum heilsuverslunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.