Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 16
16 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA fleiri gera lögfræðiþjónustu að lífviðurværi Um aldamótin 1900 fór lögfræðingum fjölgandi á Íslandi og eftir stofnun Lagaskólans árið 1908 stefndi í frekari fjölgun. ekki voru til embætti fyrir alla þá lögfræðinga sem útskrifuðust og því fóru fleiri þeirra að gera lögfræðiþjónustu og málflutning að lífsviðurværi sínu. með lögum nr. 32 frá 1905 var gert ráð fyrir að unnt væri að veita mönnum leyfi til málflutnings fyrir Landsyfir rétti sem leyst höfðu af hendi lagapróf. Leyfið tók þó aðeins til einkamála í upphafi þar sem tveir mál flutningsmenn höfðu einkarétt til flutnings sakamála og gjafsóknarmála. alls fengu 39 lög- fræðingar málflutnings leyfi samkvæmt þessum lögum og stóð hluti þeirra að stofnun málflutn ings mannafélags Íslands.2 Brot úr sögu félags Yfirréttarmálflutningsmennirnir tveir sem stóðu að stofnun málflutnings mannafélags íslands árið 1911 auglýstu þjónustu sína í blaðinu reykjavík 1911.1 málflutningsmannafélag íslands stofnað málflutningsmannafélag Íslands var stofnað að frumkvæði eggerts Claessen og Sveins björnssonar sem báðir höfðu verið settir málafærslumenn við Lands- yfirdóminn. Hinn 27. nóvember 1911 héldu þeir fund á Hótel reykjavík þar sem málafærslumenn, embættislausir lögfræðingar og prófessor einar arnórsson mættu. Fundi var síðan fram haldið 11. desember sem síðan hefur verið talinn afmælisdagur félagsins.3 Persónulegar meiðingar, háð og hótfyndni ein af ástæðum þess að málflutnings- mannafélag Íslands var stofnað voru erfið samskipti milli málflutningsmanna en talið er að stofnun félagsins hafi valdið straumhvörfum í samskiptum þeirra. Orðbragðið sem notað var í sóknar- og varnarskjölum var oft á tíðum persónulegar meiðingar, háð og hótfyndni. Lítilfjörlegir formgallar voru notaðir til þess að fá málum vísað frá dómi, mótmæli gegn umboði sjálfsögð og ekki þótti ástæða til að mæta í nokkrum rétti án stefnu og fyllsta stefnufrests. mun almenningur jafnvel hafa talið mál ekki sómasamlega flutt nema málflutningsmennirnir væru sektaðir fyrir meiðyrði. Á 25 ára afmæli félagsins sagði eggert Claessen frá því að eitt sinn er hann hafði verið skipaður verjandi í afbrotamáli þá hafi sækjandinn í sóknarskjali borið það á sig að hann hlyti að vera samsekur hinum ákærða því ekki væri einleikið hve hart hann berðist fyrir málstað hans. Stofnun félagsins átti að breyta þessu háttarlagi og sagði annar stofnfélagi, Lárus Fjeldsted, frá því á 50 ára afmæli félagsins, að það hefði tekist. Stofnfélagar hefðu viljað „... fyrir alla muni reyna að bæta úr þessu sem var til vansa fyrir stétt vora, enda tókst það fljótlega eftir að við fórum að ræða þetta í bróðerni á félagsfundum, en nú má heita það hreina undantekningu, ef nokkur okkar gleymir velsæminu með því að koma óviðurkvæmilega fram við kollega okkar í störfum,“ sagði Lárus. Stofnun málflutnings manna félags Íslands hafði mikil áhrif á störf lögmanna og efldi virðingu þeirra gagnvart hverjum öðrum.4 sýslumeNN fYrrum Fyrir tíma tækninnar voru dómsmál miklu færri og lítið um dóma í einkamálum og raunar sakamálum líka úti á lands- byggðinni. Sýslumenn voru enda sér- staklega lagnir á að sætta menn og setja niður deilur ef ágreiningur reis með þingmönnum þeirra og þegnum. Þeir voru héraðs höfðingjar og menn virtu þá almennt og hlýddu ráðum þeirra. Það var kannski helst í Húnavatnssýslum að fregnir urðu um ágreining sýslumanns og bænda þar um slóðir. Sú saga er sögð af Björgvini Vigfússyni, sýslu manni í Rangárvallasýslu 1907-1936, að hann hafi verið svo mikill mannasættir að Rangæingar hafi talað um tímann fyrir og eftir að Björgvin kvað upp dóminn. Sú saga gekk um annan sýslumann, mikils virtan og dáðan af öllum er þekktu, Júlíus Hafstein, að í máli sem hann dæmdi í árið 1940 segi í dómsforsendum að þar sem hann hafi ekki sakir embættisanna haft tíma til að kynna sér nýju réttarfarslögin frá 1936 þá dæmi hann eftir eldri prósesslögum.9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.