Lögmannablaðið - 01.12.2014, Síða 26

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Síða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 Á LÉTTUM NÓTUM Meyjarhof og Zorbadans í Aþenu Úr ferðabók Bjarna G. Björgvinssonar ÞAÐ HAUSTAR AÐ. Þrestirnir hópast á barina sem opnaðir eru á hverju hausti í reynitrjánum og háma í sig gerjuð ber svo söngurinn hljómar eins og í vel heppnuðu kokkteilpartýi. Síðan flögra þeir í næsta tré, óstöðugir á stefnunni, og halda partýinu áfram. Á meðan á þessu stendur öndum við mennirnir að okkur gasi úr Holuhrauni og höfum áhyggjur af stöðu gjaldeyrismála, snjóhengjum, gjalddögum skuldabréfa og lekamálum. Öfundum þrestina af áhyggjulausu lífi. Því var það kærkomið þegar LMFÍ skipulagði lögmannaferð til Aþenu dagana 22.–28. september síðastliðinn og bauð upp á sumarauka í þessari fornu menningarborg þar sem vagga siðmenningarinnar stóð. Við yfirgáfum dægurþrasið og skyggðumst aftur í söguna jafnframt því að kynnast lítillega Grikklandi dagsins í dag sem glímir við mörg sömu áhyggjuefnin og við hér uppi á Íslandi. Skyggni ágætt í Aþenu Það var 25 manna hópur sem mætti í Leifsstöð um hádegisbil þann 22. september og tók flugið með Icelandair til okkar fornu höfuðborgar Kaupmannahafnar, þar sem gist var í eina nótt. Seinkun varð á flugi þannig að við komum ekki til Kaupmannahafnar fyrr en undir kvöld. Því gafst ekki færi að líta á Strikið og heilsa upp á anda fornra Íslendinga á Hviids vinstue eða Det lille Apotek og „ha en øl“ því vakna þurfti snemma næsta morgun í flug með SAS til Aþenu. Í Aþenu tók á móti okkur fararstjórinn okkar í ferðinni, Þóra Valsteinsdóttir, sem búsett hefur verið í Grikklandi í 30 ár. Hún er hafsjór af fróðleik um allt er Grikkland snertir, gríska goðafræði, sögu, byggingarlist, pólitík fyrr og nú, Aþenuborg var hrein og falleg. Á göngu í þorpinu Delfí sem var flutt um aldamótin 1900 þegar farið var að grafa upp fornminjar hins helga staðar.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.