Són - 01.01.2011, Blaðsíða 15

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 15
15ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA forðast það sem braglýti – nema helst Egill Skallagrímsson.19 Þrátt fyrir orðaskilin á eftir fjórðu bragstöðunni er sem sagt ekki alveg sama á hvaða hljóði næsta orð byrjar – og þar með kannski hæpið að reikna með mjög afgerandi braghvíld.20 Sé kenningunni um hálflangt atkvæði fylgt eftir, þá virðist helst þurfa einmitt eftirfarandi samhljóð21 til þess að gefa stuttu atkvæði þá réttu „hálflengd“ sem hæfileg sé fyrir þessa tilteknu stöðu í braglínunni – ef hana skipar einkvætt nafnorð! Þetta stefnir sem sagt í býsna mikla flækju og skal ekki reynt að greiða frekar úr henni hér. Enda er þetta ekki nema inngangur allt saman. Kemur þá að rannsóknarefninu sjálfu, þ.e. þríkvæðum orðum í lok dróttkvæðrar braglínu, orðum sem fylla fjórðu, fimmtu og sjöttu „stöðu“ línunnar. Nú mætti ætla: ef braghvíld er milli fjórðu og fimmtu stöðu; ef langa atkvæðið í fimmtu stöðu ber alveg sérstakan þunga í braglínunni; og ef strangar reglur hindra að atkvæðið í fjórðu stöðu jafnist á við það að lengd og áherslu – að þá sé bara alls ekki hægt að enda línuna á þríkvæðu orði. Braghvíld er erfitt að hugsa sér inni í orði og áhersla 19 Gade, sem vinnur úr elsta hluta dróttkvæðanna (kveðskap eignuðum nafngreindum skáldum á 9. og 10. öld), nefnir fjölda dæma um ólíkar gerðir braglína. Í dæma - syrpum 4. kafla (bls. 73–106) telst mér til að 76 braglínur hafi stuttstofna nafnorð í fjórðu bragstöðu. Af þeim eru aðeins fimm (6,6%) þar sem sérhljóð fer á eftir, allar eignaðar Agli. Til samanburðar fór ég yfir hluta af syrpunum og fann 38 dæmi um einkvæða sögn í fjórðu bragstöðu, þar af 11 (29%) þar sem sérhljóð fylgir á eftir. Þannig fer ekki á milli mála að flest elstu skáldin hafa forðast stuttstofna nafnorð í þessari stöðu nema samhljóð fylgdi á eftir. Sama á við, samkvæmt fljótlegri athugun, um skáld eins og Sighvat Þórðarson á 11. öld og Gamla kanoka á 12. öld. 20 Sjá annars býsna ákveðnar hugmyndir um braghvíld hjá Kuhn (bls. 131–182) og efasemdir hjá Gade (bls. 52–55). 21 Myrvoll vísar áhrifum samhljóðsins á bug með því að athuga línur sem enda á þríkvæðum samsettum orðum eins og „ver-fótum“, en þar skiptir máli, a.m.k. hjá sumum skáldum, að fyrri liðurinn, t.d. „ver-“, sé stuttstofna. Af því ályktar hann (bls. 15): „At etterlekken i ei samansetjing ikkje hev noko å segja for kvantiteten i fyrelekken, ser me òg i samansetjingar som strekkjer seg frå fjorde til sette posisjon, der det som nemnt er eit krav til substantiv i fjorde posisjon at dei skal vera halvlange. Det vilde ikkje vera tilfellet i eit vers som ... lög-sóta ver-fótum um me ikkje såg ver- isolert.“ En þessi röksemd er ekki einhlít. Alveg eins og hann gefur sér að orðhlutaskilin geri atkvæðið „ver-“ bara hálflangt get ég hugsað mér að áhrif samhljóðs í öðru orði eða orðhluta valdi bara hálflengd. Munurinn á fullri og hálfri lengd kemur einungis fram í þessari fjórðu bragstöðu, og hann kemur jafn vel heim við báðar tilgáturnar – ef hálflengd er á annað borð bragfræðilegur veruleiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.