Són - 01.01.2011, Blaðsíða 76

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 76
76 ÞÓRÐUR HELGASON tveggja … Þessi rímnamentun og sálmalist var bæði gagnslaus, vitlaus og skaðleg, því að fyrir hana dó út öll fegurðartilfinning, því að alt var bundið við að skrúfa saman orð í rím og hljóðstafi, hvað illa sem þau áttu við og hvílíkt afskræmi sem málið varð við það, og var þó ekki einu sinni svo vel, að nokkur formfegurð eða rímlipurð ætti stað. Tveimur áratugum síðar, árið 1902, metur höfundur greinarinnar „Skáldskapur og bókmentir“ í tímaritinu Dagskrá II, líklega Sigurður Júl. Jóhannesson, ritstjóri blaðsins og einnig skáld, ástand skáldskapar um aldamótin 1800: „Þannig var högum háttað á Íslandi um og eftir aldamótin 1800, að þar ríkti andlegur svartidauði. Skáldskapur var nálega óþektur, nema sálmar og rímur, sem hvorttveggja var til háð - ungar og niðurdreps fyrir íslenzka tungu.“2 Friðrik J. Bergmann fjallar um sama efni í ritdómi um Grettisljóð Matthíasar Jochumssonar árið 1898 og hefur þetta að segja um rím - urnar: „Rímnaöldin er liðin undir lok. Það reisir hana enginn við aftur … Hún hefði komið íslenzkum skáldskap fyrir kattarnef, ef hún hefði fengið að halda áfram. Rímnahættirnir eru óhæfir fyrir hetjuljóð. Grettis ljóð sýna það. Þau kvæðin, sem orkt eru undir öðrum háttum, eru öll efnismeiri, veglegri, – meira höfðingsmót að þeim.“3 Aldamótaárið lítur og E[inar] H[jörleifsson Kvaran] um öxl og einnig hann sér fátt annað en framfarir á akri bókmenntanna. Að mati Einars voru íslensku skáldin um 1800 ekki enn búin að uppgötva dýptir sálarlífsins. „Þau fara aldrei með lesandann inn að upptökum nokkurrar geðshræringar. Þau lofa aldrei sál hans að lauga sig undir ástríðufossinum.“ Að mati Einars höfðu skáldin þá ekki enn uppgötvað dýrðir náttúrunnar. „Það er eins og skáldin á þeim tímum hafi aldrei séð himininn verða rauðan eða blágrænan, aldrei séð skýin taka á sig furðulegar myndir, aldrei séð sjóinn tryllast né verða að skínandi spegli, aldrei heyrt storminn í algleymingi sínum, aldrei fundið hlýja goluna leika um kinn sér, aldrei látið hugann reika víða í grænni laut í logninu, aldrei séð fjöllin blá, né rauð, né hvít, aldrei heyrt lóuna syngja.“ Að lokum nefnir Einar niðurlægingu tungumálsins: „… skáldin um 1800 yrkja að öllum jafnaði á óvönduðu, ljótu máli.“4 Þessi orð þeirra fjórmenninga í lok aldar eru afgerandi og ekki ein 2 [Sigurður Júl. Jóhannesson] (1902:1). 3 Friðrik J. Bergmann (1898:155). 4 E[inar] H[jörleifsson Kvaran] (1900:91–92).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.