Són - 01.01.2015, Page 45

Són - 01.01.2015, Page 45
ljóðAHljóð 43 saman hvert af öðru hvaða hljóð hæfðu aðstæðum best. Einkum kemur það fram í lýsingum á vopnaviðskiptum og ferðum á sjó og landi, ekki síst svaðilförum. Sömu sögu er að segja af fornskáldunum og drótt- kvæðum þeirra; augljóst er að mörg þeirra létu hljóminn taka undir með gný orrustunnar og siglingum um úfin höf. Líklegt er að hér höfum við Íslendingar nokkra sérstöðu. Öldum saman voru rímur og lausavísur fluttar munnlega, eða kveðnar, svo að gera má ráð fyrir að hér á landi hafi hugmynd um gildi hljóða þróast fyrr en víðast annars staðar. Augu og eyru erlendra fræðimanna hafa þó sérstaklega beinst að róman tíska skeiðinu í bókmenntum og listum og ber þar margt til. Ofanverð átjánda öld og langt fram eftir þeirri nítjándu er tími upp- reisnar, ekki síst í hinu andlega lífi. Í þeirri uppreisn kröfðust listirnar frelsis, þar með ljóðlistin, og varð vel ágengt. Segja má að ljóðið hafi komist úr ánauð, fengið svigrúm til að standa á eigin fótum, frjálst undan oki þjónustunnar við menn, stofnanir, málefni og aðrar listgreinar, eins og til dæmis tónlistina, eitt og engum háð nema listinni. „Stíllinn er maðurinn sjálfur,“ er fræg setning, jafnvel klisja, höfð eftir Georges-Louis Leclerc de Buffon árið 1753 þegar klassisisminn var í andarslitrunum en ný fagurfræði að fæðast og þar með ný gerð bók- mennta. Það sem de Buffon átti við er að það eru ekki lærdómar skáld- anna eða frumleiki sem skiptir sköpum, heldur hæfileikinn til að skapa hugsun sinni persónulegan og áhrifamikinn, jafvel sláandi búning. Ljóðið varð nú eins og aðrar bókmenntir og listgreinar að frjálsri listgrein sem nærðist á þeim frelsisanda sem yfir vötnunum sveif. Smám saman eftir því sem á leið öðluðust skáldin sjálfstæða tilveru sem andans menn og fengu mjög aukið hlutverk í samfélögunum, laus undan oki gamalla reglna og strangra fyrirmynda fortíðarinnar, laus við fólk sem skipaði þeim fyrir verkum. Með því að ljóðlistin varð sjálfstæð með sitt sérstaka eðli breyttist öll fagurfræðin og þroskaðist sem slík. Skáldin taka nú til dæmis „[at] male for øret,“ eins og Hans Brix segir (1911:61). Sven Møller Kristensen lýsir þessari þróun svo: Til forskel fra den klassiske intellektualisme begynder man nu at opdyrke en stil der taler til følelselsesliv og indbildningskraft, en suggestiv stil. Sanseindtryk og emotioner skal suggereres ved sprogets kunst, ved malende og affektbetonende ord, og man sigter mod det mål at få tilhører og læser til at opleve så intenst som muligt det samme som digteren har set og følt. (Kristensen 1962:48–49)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.