Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Fréttir DV Engirberklar í hreindýri Engin berklasýking reynd- ist vera í hreindýri sem fellt var í Djúpavogshreppi í haust. Veiði- menn veittu því eftirtekt að lifr- in í skepnunni var óeðlileg og í fýrstu var talið að berklasýking væri skaðvaldurinn. Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að ekki var um berklasýkingu að ræða heldur bakteríusýkingu sem olli verulegum breytingum á lifrinni. Hreindýrastofninn er sterk- ur um þessar mundir og hefur veiðikvóti þrefaldast frá árinu 2000. Umhverfisstofnun greinir ffá þessu. Ó, Reykjavík, ó, Reykjavík Reykjavík er hreinasta borgin af borgum Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna. Það kom fram í samnorrænni könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna. Könn- unin náði til 14 borga og 5 þúsund ferðamenn tóku þátt. Af öllum borgunum kom Reykjavík best út í könnun- inni og sú borg sem ferða- mönnum þótti hreinust. Kaupmannahöfn hlaut hins vegar þann vafasama titil að vera óhreinasta borgin að mati þátttakenda. Frá Namibíu tilMalaví „Ég hef kunnað vel við mig í Namibíu en þetta tilboð um að gerast um- dæmisstjóri í Malaví þar sem eru um- fangsmestu verkefni Þró- unarsam- vinnustofn- unar íslands í Aff íku er mjög mikill heiður fýrir mig og áskorun sem ég vík mér ekki undan," segir Stefán Jón Hafstein sem hefur verið verkefnastjóri ÞSSÍ í Namibíu. Af sex samstarfslöndum Þró- unarsamvinnustofnunar eru umsvifin mest í Malaví en fjórð- ungur af fjármagni ÞSSÍ á síðasta ári fór til verkefna í þessu fátæka Afríkuríki. Eitt bann ístaðannars Thomas Malakauskas sem virti ekki endurkomubann til íslands hefur nú verið settur í farbann. Hæstiréttur ógilti gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Malakauskas í fýrradag. Þess í stað úrskurðaði Hæstiréttur manninn í farbann til klukkan fjórtán á morgun. Malakauskas var dæmdur til fangelsisvistar vegna þáttar síns í líkfundarmálinu. Honum var bannað að koma aftur til íslands að afplánun lokinni en hand- tekinn þegar hann virti ekki það bann. Nú hefur honum verið bannað að fara frá fslandi. Fordomar Þessi mynd er tekln í mars þegar spreyjað vará hús sem pólskir verkamenn héldu til í. DV MYND: VÍKURFRÉTTIR ELDFIMT ASTAND í REYKJANESBÆ Togstreita á milli íslendinga og erlendra verkamanna í Reykja- nesbæ hefur aukist undanfarin misseri. Varla líður sú helgi að ekki brjótist út slagsmál. Á mánudag gerði hópur íslend- inga aðsúg að nokkrum Pólverjum. Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, segist vera ósáttur við framkomu sumra heimamanna í garð útlendinga. „Við biðjum fólk um að hugsa skýrt og ráð- ast ekki gegn ákveðn- um þjóðernum. Það er ekki sanngjarnt" EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: einar(a>dv.is Q-I .4 „Við erum að sjálfsögðu afskaplega ósátt við slíka framkomu, því hún er niðurlægjandi fyrir íslendinga," segir Arni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. DV greindi frá því í gær að hót- anir og líkamsárásir í garð útlend- inga hefðu verið áberandi upp á síðkastið. Þannig réðist 15 til 20 manna hópur Islendinga á fjóra Pólverja fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík. Samkvæmt heimildum DV fóru þar fremstir í flokki með- limir í hópi undir yfirskriftinni ÍFÍ, eða ísland fyrir íslendinga. Verk að vinna Árni segir að hann hafi ekki heyrt um aðsúginn sem gerður var að Pólverjunum fjórum fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík á mánu- dagskvöldið. Hafi sú verið raunin sé hann mjög ósáttur við framkom- una. „Það átti sér stað hræðileg- ur atburður og það eru margir að glíma við viðkvæmar tilfinningar í tengslum við þetta. Við biðjum fólk um að hugsa skýrt og ráðast ekki gegn ákveðnum þjóðernum. Það er ekki sanngjarnt." Fjöldi útlendinga á Suðurnesj- um hefur aukist töluvert á undan- förnum tveimur árum. Þar fer mest fyrir Pólverjum og Litháum. Núna vinna tveir starfsmenn hjá Reykja- nesbæ við að aðstoða útlendinga að fóta sig í samfélaginu. Arni seg- ir að svo virðist sem útlendingarnir skiptist í tvær fylkingar. „Það hafa komið hingað mjög myndarlegar fjölskyldur sem vinna sín verk vel og eiga fyrirmyndar- börn í skólum. Svo eru það ungir karlmenn sem oft koma hingað til að vinna tímabundið. Þeir virðast oft ekki sjá sig sem hluta af sam- félaginu. Það er flóknara verkefni að gera þeim grein fyrir að þeir eru hluti af samfélaginu. Þarna höfum við verk að vinna," segir Árni. Djúpar rætur I mars á þessu ári var spreyjað á vegg við heimili erlends verka- fólks í Reykjanesbæ. Á veggnum stóð meðal annars stórum stöf- um: „fsland fyrir fslendi(n)ga" og teiknuð mynd af manni sem búið var að hengja í gálga. Þar var einn- ig mynd af hakakrossum og rituð skammstöfún hópsins ísland fyrir íslendinga: ÍFÍ. Pólverjarnir sem ráðist var að á mánudaginn höfðu unnið það eitt til saka að vera út- lendingar. Útíendingaáróður á sér nokkuð djúpar rætur á Suðurnesjum. Það A AÐ BÆTA VIÐ SIvATTÞREPI FYRIR ÞÁ LÆGST LAUNUÐU? má meðal annars rekja til þess að útlendingar réðust á heimamann fyrir utan skemmtistaðinn Trix með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka. Þá réðist hópur Pólverja á tvo dyraverði á skemmtistaðnum H.punktinum við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Auk þess reyndu tveir Litháar að nauðga konu á klósetti á skemmti- staðnum Traffic. Þeir réðust einnig að eiginmanni hennar sem reyndi að stöðva þá. Endar með ósköpum Dyravörður á skemmtistað í Reykjanesbæ sem DV ræddi við segir að togstreitan milli I slendinga og útíendinga hafi aukist mikið frá því Varnarliðið yfirgaf svæðið. Átök á milli heimamanna og Banda- ríkjamanna hafi verið algeng. En nú þegar Varnarliðið er farið sé ástandið engu betra. Islendingar hafa haldið sig á skemmtistaðn- um Yello á meðan pólskir og lit- háískir verkamenn halda sig aðal- lega á skemmtistöðunum Trix og H.punktinum. Það sé gert til þess að koma í veg fyrir slagsmál á milli útlendinganna og heimamanna. Ástandið í bænum er eldfimt og segir heimildarmaður DV að ofbeldið eigi eftir að enda með ósköpum verði ekkert gert. Um hverja einustu helgi brjótist út slagsmál milli heimamanna og út- lendinga. MEÐOGAMOTI PÉTUR BLÖNDAL, þingmaöur Sjálfstæðisflokks Einfalt skattkerfi „Ég segi nei. Öllflceking á skattkerfinu er kostn- aöarsöm bœöi fyrir skattgreiöendur og ríkissjóð. Slíkar breytingar myndu einniggefa fceri á und- anskotum sem vœru afieiöing affióknara skatt- kerfi. Þar að auki koma sltkar breytingar ekki endilega þeim tilgóöa sem œtlunin er. Stefna undanfarinna ára hefur verið aö lækka skattprósent- una til einstaklinga. Stefnan er aö hafa skattkerfiö eins einfalt og mögulegt er og hafa undanþágulausa skatta fyrir alla. Þetta einfalda kerfi hefur stóraukiö tekjur til ríkissjóös. Svona breytingar á kerfinu yrðu ekki endilega til þessfallnar að bæta þaö. Að mínu mati væri miklu betra aö semja um eina fasta tölu í kjarasamningum sem þeir lægst launuöu fengju. Það væri skilvirkara en aÖ ráöast í breytingar á skattkerfinu sem slíku. Því tel ég aö þaö yröi hagkvæmara efþeir lægst launuöu fengju meira,“ segir Pétur Blöndal. VILHJÁLMUR BIRGISSON, formaður Verkalýðsfélags Akraness / „Já, ekki spurning. Miöað viö ciö taka upp 15 prósent skatt af tekjum undir tvö handruöþúsund krónum mun þciö konui þeim tekjulægstu mjögtil bóta. IJtreikningarsem okkar hugfrœöingar liafa reiknaö sýna þaö. Þetta kerfi þekkist á Norðurlöndun- jP* um og hefur reynst ágætlega þar. Viö liöfum engar áliyggj- 00 ur afþví aö þettaflæki kerfiö og geji einstaklingumfæri cí jgH undanskotum. íokkar huga er löngu komiö aö þeim tekju- lægstu, aö þeirfái uö njóta skattalækkana. Það er húiö aö afnema hátekjuslcatt afþeim liæst laun- uöu. Þaö var gerl ekki alls J'yrir löngu. Viö telj- um aö nú sé lcomiö aö íslensku verkafólki aö fá aö njóta skattalœkkana. Viö í Starfsgreinasam- .bandinu teljum aö þaö komi okkarfólki langbest ctö gera þetta meö þessum liætti. Viö útilokum ekki aðrar aöferöir eins og hælckun persónuaf- sláttar eöa slíkl. Hvaö sem því líður þurfa þeir lægst launuöu aö fá leiðréttingu á lilul sinum," segir Vilhjálmur Birgisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.