Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Page 13
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON Richard Dawson Woodhead, útfararstjóri í Keflavík, er mikill bílaáhugamaður. Einn bíla hans er glæsilegur Rolls Royce frá árinu 1972: Richard Dawson Woodhead við Rolls-inn Hann eignaðist sinn fyrsta bíl fyrir 41 ári. DV myncl Stefán Eg eignaðist bílinn árið 2001 en hann var áður í eigu bróður míns sem var búsettur í Svíðþjóð. Þeg- ar hann skildi við konuna sína fékk hún bílinn. Hún gat hins vegar ekki átt hann svo ég keypti bílinn af henni," segir Rich- ard Dawson Woodhead um tildrög þess að hann eignaðist Rolls Royce árgerð '72. Þetta bar nokkuð brátt að og því hafði hann ekki fjármagn við höndina til að kaupa bílinn. „Ég átti húsnæði í Grófmni í Keflavík sem ég auglýsti til sölu, í von um að eiga fyrir bílnum. Auglýsingin birt- ist á fimmtudegi en á mánudegin- um eftir var ég búinn að fá tilboð sem ég gat ekki hafnað. Þannig átti ég fyrir bílnum og keypti hann í kjölfarið," rifjar Richard upp. Keyrir Rolls-inn bara á sumrin Aðspurður hvort hann keyri bíl- inn mikið svarar hann: „Já, ég keyri hann töluvert á sumrin. Ég hef bæði farið á honum til Akraness og svo á Selfoss en ég held mig hér á Suður- landinu." Richard keyrir bflinn þó ekki á veturna. „Saltið fer svo illa með bíla að ég vil ekki keyra hann um blautar götur á veturna þeg- ar búið er að salta. Ég geymi hann bara á sumardekkjunum inni í geymslu og því er hann í mjög góðu ásigkomulagi. Aukþess er hann að- eins keyrður um 70 þúsund mflur." Rolls Royce er líklega þekktasti lúxusbfll heims. Richard segir afar gott að keyra Rolls Royce. „Þeir eru að mestu leyti handunnir og því eru þeir ákaflega vandaðir. Það tekur tvo daga að pólera grillið á þessum bflum en það kostar eitt og sér um eina milljón króna," segir Richard sem sér að mestu leyti sjálfur um viðhald á bílnum. Á sjö bíla Rolls-inn er hreint ekki eini bfll- inn sem Richard á. „Ég á tvo gamla Cadfllac-líkbfla, '72 og '73 módel. Svo á ég annan Cadillac, '91 árgerð auk þess sem ég keypti í fyrra nýjan Volkswagen Transporter. Ég á einn Chevrolet og loks Daihatsu-bifreið sem sonur minn hefur til umráða," segir Richard en allir þessir bílar eru á númerum. Langt er liðið síðan Richard eignaðist sinn fyrsta bfl, en árið 1966 eignaðist hann Opel Caravan árgerð 1955. Hann hefur átt ara- grúa af bílum í gegnum ævina en ekki stendur á svörum þegar hann er spurður hver sé draumabíllinn hans. „Ég gæti alveg hugsað mér að eiga Chevrolet '57 árgerð. Ég hef alltaf verið hrifinn af þeim bíl en eins og staðan er núna skortir mig húsnæði til að hýsa fleiri bfla. Ætli ég yrði ekki að selja einn til að koma Chevrolet-bílnum fyrir," segir Richard léttur í bragði að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.