Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 27
DV Bíó FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 27 Leiklistarneminn Jóel Sæmundsson leikur aöalhlutverk- ið í stuttmynd sem dreift er á netinu og nefnist Svartur sandur. Hann er í námi í einum virt- asta leiklistarskóla Bretlands, Rose Bruford, og hefur auk þess verið í spennandi námi í Los Angeles. Stuttmyndina Svartan sand eftir kvikmyndagerðamann- inn Vilhjálm Ásgeirsson hef- ur verið hægt að nálgast án endurgjalds á netinu síðan 1. desember. Vilhjálmur býr í Hollandi en auglýsti í ársbyrjun 2006 eftír leikurum til að leika í stuttmynd sinni og settí meðal annars auglýs- ingu inn á heimasíðuna leiklistis. Jóel Sæmundsson er einn þeirra sem létu sig auglýsinguna varða en hann hafði sjálfur verið í leiklistamámi í Los Angeles og hafði á þessum tí'rna haf- ið nám á fyrsta árinu í Rose Bmford- leiklistarskólanum í London. Hann er talinn standa sig með eindæmum vel í hlutverki sínu og er greinilegt að hér er um upprennandi leikara að ræða. Átti upphaflega að vera á ensku Svartur sandur gerist á nokkr- um tímabilum og fjallar um ungt par sem er fyrst uppi í kringum aldamót- in 1000. Þetta er ungt og ástfangið par sem ákveður að vera saman að eilífu og ristir það með gömlum galdrarún- um frá ömmu stúlkunnar. Það verður til þess að parið lendir saman á öllum æviskeiðum í lífinu en er hins vegar undir þeim álögum að geta ekki eign- ast saman barn. „Upphaflega gerði Vilhjálmur handritíð á ensku. Eftír að hafa síð- an velt þessu aðeins betur fyrir sér og spjallað við Hollendinga sem hvöttu hann tíl að hafa myndina á íslensku því íslenskan þættí frekar kúl mál þessa dagana ákvað hann að mynd- in yrði á íslensku," segir Jóel. Það er leikkonan Anna Brynja Baldursdótt- ir sem fer með aðalkvenhlutverk- ið á móti Jóel en auk þess koma þær Kristín Viðja og Oddný Lína við sögu í upphafi myndar. Alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi f viðtali við mbl.is greindi Vilhjálm- ur frá því að hann væri nú þegar far- inn að vinna að handrití að Svörtum sandi í fullri lengd „Þetta er í rauninni aðeins of stór saga fyrir svona stutt- mynd. Vilhjálmur er búinn að skrifa frekar röff handrit að myndinni í fuliri lengd og ég er búinn að lesa það yfir. Það er mjög töff en myndin kemur til með að gerast mest á einu tímabili," segir Jóel. „Hann hefur talað um það að hafa okkur Önnu líka í aðalhlutverkum í þeirri mynd en það yrði þá ekki farið í gang með að gera hana fyrr en eftír eitt og hálft ár þegar ég er búinn með námið mitt hér úti." Jóel er á öðru ári í leiklistarnámi í Rose Bruford-skólanum sem er með virtari leildistarskólum Bretlands. „Mér finnst þetta æðislegur skóli og fíla hann bara alveg rosalega vel. Það er algjörlega málið fyrir mig að vera í leiklist og við erum alltaf að gera eitt- hvað skemmtilegt og spennandi. f gær var ég til dæmis að fara með pól- ití'sku ræðuna mína sem við erum búin að vera að vinna að í níu vikur en ég ákvað að túlka Bill Clinton. Síðan erum við alltaf í ljóðatímum tvisvar í viku og í næstu viku sýnum við þær senur sem við höfum æft að undan- fömu. Ég leik homma sem er drag- drottning með eyðni í senunni minni sem er mjög dramatísk sena úr leikrit- inu Angels in America. Ég verð í bleik- um náttkjól með alvöru flotta förðun og það var frekar vandræðalegt þegar ég þurftí að fara einn út í snyrtívöm- verslun og kaupa mér málningardót fyrir sjálfan mig út af hlutverkinu," segir Jóel hlæjandi. Mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér Aðspurður hvort ekki hafi ver- ið strembið að ná breska hreimnum svarar Jóel: „Ég var búinn að vera í LA þar sem ég fór á mánaðarkúrs hjá New York Film Academy sem fór fram í Universal Studios og það var alveg æðislega skemmtilegt. Ég var þess vegna með frekar bandarísk- an hreim þegar ég kom hingað út og flestir héldu að ég væri Kani. Það erfiðasta er að ná breska hreimnum alveg gallalausum því ef maður vill eiga möguleika á að fá umboðsmann héma útí og komast eitthvað áfram er frekar mikilvægt að hafa hreiminn alveg á hreinu. Að sumu leytí finnst mér skemmtilegra að leika á ensku en sum orð em náttúrulega mjög flók- in og erfitt að bera fram. Vinir mínir hérna úti em hins vegar duglegir að leiðrétta mig bara þegar ég tala eitt- hvað vitlaust. Ég er núna á því stígi að ég getí vel feikað það að vera Breti í Bandaríkjunum og að vera Kani í Bretlandi. Ef maður bara vandar sig nær maður alveg að plata fólk," segir hann sposkur. Spurður um framtíðarplönin svar- ar Jóel: „Ég er í rauninni með tvö tak- mörk. Annað er nokkuð sem ég stefhi að daglega en það er að gera mitt besta á hverjum degi. Svo ég er með langtímamarkmið sem er að verða með betri leikurum sem íslendingar hafa átt, því ef maður trúir ekki á sjálf- an sig er tílgangslaust að vera í þess- um bransa," segir leiklistameminn Jóel hress að lokum. krista@dv.is Arthúr www.fjandinn.com/arthur Hey, ég er hættur með kellingunni. Má ég ekki bjóða þér út að borða eða fyllerí eða eitthvað? Gerðu það Láttu mlg fá númerið hjá dökkhærðu vinkonu þinni. Ég verð að sletta smá úr klaufunum Eg verð að segja nei, hún bannaði mér að láta þig hafa það Perratorg Þú ert skráð/ur Inn sem kynlifstrax Þú átt 0 ný skilaboð. Skrlfa ný skilaboð s Tll: I Allra notenda Efnl: Óska eftir hvaða kvenmanni sem er! PLÍS! EINHVER!!!! MIÐASALA HEFSTIDAG Hinn magnaði kanadíski listamaður Rufus Wainwright mun koma fram á tónleikum í Háskólabíói 13. apríl á næsta ári. Rufus hefur vakið verðskuldaða athygli allt frá því hann kom fyrst fram, einungis barnungur í hljómsveit með móður sinni og systur, Mörtu Wainvvright, sem einnig er þekktur tónlistarmaður í dag. Rufus sendi frá sér plötuna Release the Stars fyrr á árinu en lag af þeirri plötu sent nefnist Going to a town varð töluvert vinsælt hér á landi. Miðasala á tónleikana hefst í dag á midi.is. BLÚSÁGAUKNUM Síðasta blúskvöld ársins á Gauki á Stöng verður haldið í kvöld. Húsið verður opnað kiukkan 20.00 en þær sveitir sem koma fram eru Ferlegheit, Sökudólgamir og Esja. Það eru yfirrokkarinn Krummi í Mínus og Daníel Ágúst sem skipa sveitina Esju en þeir hafa unnið saman í dágóðan tíma. Þá er Ferlegheit blússveit frá Akranesi og inniheldur sjö meðlimi og hefur verið starfandi á annað ár. UPPSVEIFLA A 0RGAN Uppsveiflutónleikar tímaritsins Monitors halda áfram og eru það rokksveitimar I Adapt og Sign sem troða upp á Organ að þessu sinni. Eins og áður er ffítt á tónleikana en á heimasíðu Monitor segir að lykilorðið við dymar sé rokk og ról. I Adapt stfgur á svið klukkan 22.00 og Sign um klukkutíma síðar. Báðar sveitirnar sendu nýlega frá sér plötu og hafa báðar nýlokið tónleikaferð í útlöndum. Eins og venjan er verður ítarleg umfjöllun um sveitirnar í næsta tímariti Monitors. UPPTÖKURIJANÚAR Bandaríska hljómsveitin Green Day mun snúa aftur í upptökuver í janúar. Síðasta plata sem sveitin sendi frá sér var Americah Idiot árið 2004. Platan seldist í milljónatali og skaut Green Day hátt upp á stjörnuhimininn á ný. Fyrr á árinu sagði Billie Joe Arm- strong, söngvari sveitarinnar, að þeir hefðu úr 45 nýjum lögum að velja á plötunaogþvíæriðverkefnifram • undan hjá þeim félögum. Engin dagseming hefur verið ákveðin fyrir útkomu nýju plötunnar en meðlimir Green Day segja að hún verði mjög ólík American Idiot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.