Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR6. DESEMBER2007 Bilar >V Steinþór Jónsson er arftaki Árna Sig- fússonar. NÝ STJÓRN TEKIN VIÐ FÍB Ný stjórn var kjörin á 27. Landsþingi FlB sem haldið var sfðastliðinn föstudag. Þingið var jafnframt 75 ára afmælisþing fé- lagsins en það var stofnað 6. maí 1932. Arni Sigfusson, sem verið hefur formaður FÍB frá 1997, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. I hans stað var kos- inn Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Reykjanesbæ og fyrrverandi ritari í framkvæmdastjórn FÍB. Átta skipa stjórn FÍB og af þeim skipa fjórir framkvæmdastjórn fé- lagsins. Framkvæmdastjórnina skipa Steinþór lónsson, Reykja- nesbæ, formaður, Úlafur íCr. Guð- mundsson, Reykjavík, varafor- maður, Ástríður H. Sigurðardóttir, Reykjanesbæ, gjaldkeri og Dagmar Björnsdóttir, Reykjavík, ritari. Aðr- ir stjórnarmenn eru Jóhann Grétar Einarsson, Seyðisfirði, Ingigerð- ur Karlsdóttir, Reykjavík, Einar Brynjólfsson, Holta- og Landsveit, og Árni Sigfússon, Reykjanesbæ. I varastjórn félagsins eru Hörð- ur Karlsson, Reykjanesbæ, Jón Björnsson, Egilsstöðum, Sigurður Sigurðsson, Akureyri, Sigursteinn Guðmundsson, Blönduósi, Berg- mann Ólafsson, ísafirði, Friðrik Gunnarsson, Kópavogi, Erling- ur Reyndal, Reykjavík, og Pétur Garðarsson, Siglufírði. Árni Sigfússon hefur verið mik- ilvirkur leiðtogi félagsins und- anfarinn áratug. Undir hans for- ystu hefur félagið haft frumkvæði að aukinni samkeppni í bifreiða- tryggingum á (slandi og verulegri raunlækkun iðgjalda. I formanns- tíð hans var FIB-aðstoð sett á fót sem veitir félagsmönnum neyð- araðstoð ef bfllinn bilar. FfB er starfrækt á stærstu þéttbýlissvæð- um landsins og um þessar mundir Steinþór Jónsson Nýr formaður FfB. er verið að stórefla hana og verð- ur nánar greint frá því innan tíð- ar. Loks hefur FfB tekið afgerandi forystu í mál'um er lúta að auknu öryggi í umferðinni og gerst virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi um þau mál. I samtali við DV seg- ist Ámi vera sáttur við árangur fé- lagsins í formannstíð sinni. Það hafi nú á að skipa öflugri stjórn og góðu starfsfólki til að takast á við framtfðarverkefnin af þrótti. Því sé kjörið tækifæri til að færa for- ystuna í hendur nýrra manna. Árna Sigfússyni voru þökk- uð störf hans í þágu félagsins og landsmanna allra og samþykktu þingfulltrúar einróma að sæma hann gullmerki félagsins. TESLA-RAFSPORTBÍLLINN - 5 sekúndur í hundraöiö og 375 kílómetra á hleöslunni. að mætti ætla að þeim sem hingað til hafa byggt rafbíla sé í nöp við bfla yfirleitt og vilji refsa fólki með því að hafa bílana eins gagnslitía og leiðin- lega og frekast er unnt," sagði Martin Eberhart, forstjóri bandaríska bíla- framleiðandans Tesla í Kaliforníu, í viðtali við danska sjónvarpið nýlega. Martin Eberhart getur trútt um talað því hann og fyrirtæki hans, Tesla Motors, byggja sportbfl sem byggður er á hinum breska sportbíl Lotus nema að vélin er 248 hestafla rafmótor. Líþíum-jóna-rafgeymar bílsins eru um 500 kíló að þyngd og kemst bíllinn 375 km á hleðslunni. Bíllinn er tæpar fimm sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarks- hraðinn er tæplega 220 km á klst. Schwarzenegger og Clooney fá fyrstu bílana Tesla-sportbíllinn er ekki fjölda- framleiðslubíll í hefðbundnum skiln- ingi, heldur eru bílarnir að mestu smíðaðir upp í pantanir eins og títt er um ýmsa bíla í dýrari kantinum. Þeg- ar er búið að ffamleiða fyrstu fram- leiðsluseríuna og var hún öll uppseld fyrirfram. Framleiðsla er að heíjast á annarri framleiðsluseríu og mikill fjöldi pantana liggur þegar fyrir. Á meðal þeirra sem um þessar mund- ir fá fyrstu Tesla-bílana afhenta eru Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kalifomíu, og George Clooney leik- ari. Undirvagn og yfirbygging eru ffá Lotus. Verðið er frá 100 þúsund doll- urum stykkið. Þriðjungur C02-útblásturs frá samgöngum Danska sjónvarpið tók viðtal við Eberhart í tilefni af því að Tesla-raf- bíllinn hafði verið útnefndur til evr- ópskra nýsköpunarverðlauna og var sýndur í Kaupmannahöfn ásamt öðrum hlutum sem tilnefndir voru. Hann sagði í viðtalinu að markmiðið hefði frá upphafi verið það að byggja rafbíl sem væri fallegur, skemmtileg- ur í akstri, öruggur, hraðskreiður og með sambærilegt notagildi og aðrir sams konar bílar með hefðbundnum vélum. Hann sagði að um þriðjungur alls C02-útblásturs af mannavöldum komi ffá samgöngum. „En hvernig er hægt að sannfæra neytendur um að skipta yfir í umhverfismildari raf- bíla sem eru þannig að ætla mætti að þeir séu hannaðir og byggðir af fólld sem hatar bíla?" sagði Eberhart. Hann sagði ennfremur að venjan væri um nýja bíla að þeim sé ætíað að höfða til millistéttanna þar sem kaupendahópurinn sé langstærstur. Hugmyndin með Tesla-bílnum er sú að höfða fyrst og fremst til auðugra kaupenda dýrra lúxusbila og sport- bíla - í og með til að losa um golfbíla- ímynd rafbílanna. Þannig sé Tesla Roadster ætíað að verða - í fyrstunni í það minnsta - stöðutákn hátekju- fólks. Til að jafna út hönnunar- og byrj- unarkostnaðinum við tæknina í Tesla-sportbílnum er svo ætíunin að koma ffam með ódýrari stallbaksút- gáfu Tesla árið 2010 og dreifa þannig umhverfismildinni næst til milli- tekjufólksins. Tesla Roadster er eingöngu rafbíll (engin tvinntækni) og því gefur hann ekki frá sér neitt af C02. Hann kemst sem fyrr segir að minnsta kosti 375 km á rafhleðslunni og orkunotkun hans jafngildir bensíneyðslu upp á 1,81 á hundraðið. Það tekur fjórar klukkustundir að fullhlaða tómar rafhlöður bílsins. Það mun vitanlega koma fram á raf- magnsreikningnum en sé miðað við algengt verð á raforku í Kaliforníu er eldsneytiskostnaðurinn um eitt sent á míluna. DANMÖRK - GLEYMDA BÍLAIÐNAÐARLANDIÐ Það eru ekki margir sem vita eða muna það lengur að Danmörk var eitt sinn bílaframleiðsluland. Bíla- framleiðsla hófst þar mjög snemma, eða árið 1919, og hætti árið 1974, þegar landið gekk í Evrópusam- bandið, eða Evrópubandalagið eins og það þá hét. Alls voru á þessu tímabili byggðir hátt í milljón bílar í Danmörku. Á fyrstu árum bílaframleiðsl- unnar í Danmörku voru gerðar all- nokkrar mis-árangursríkar tilraunir með að byggja al-danska bíla. Allar liðu þær undir lok þar sem bílun- um tókst ekki að treysta sig í sessi á markaðinum. Dönum gekk miklu betur í framleiðslu á mótorhjólum og flugvélum og margir flugáhuga- menn þekkja KZ-flugvélarnar og mótorhjólamenn þekkja Nimbus- mótorhjólin sem entust ótrúlega vel og eru enn í gangi mörg hver. Að minnsta kosti eitt Nimbus-mótor- hjól er til á skrá á Islandi og í full- komnu lagi. Framleiðsla alþjóðlegra bíla- merkja gekk mun betur í Danmörku en hin þjóðlega. Mikill gangur komst í framleiðslu bíla frá General Mot- ors og Ford að lokinni fyrri heims- styrjöldinni 1918. I bílaverksmiðju Ford í Suðurhafnarhverfinu (Syd- havnen) í Kaupmannáhöfn voru til dæmis byggðir 250 bílar á dag á þriðja áratugnum. „Bílaiðnaðurinn var mjög öflug iðngrein í Danmörku í þá daga, ekki síst með hliðsjón af því að bílar voru ekki almennings- eign á þessum tíma á við það sem nú er," segir Bo Christian Koch rit- stjóri FDM Motor í Danmörku. Ford stöðvaði bílaframleiðslu sína í Danmörku árið 1974 og skömmu síðar stöðvaðist einn- ig bílaframleiðsla General Motors. Ástæðan var tvíþætt: Annars veg- ar var mikil efnahagskreppa í Dan- mörku og annars staðar í Evrópu vegna hækkandi verðs á olíu og eldsneytisskorts. Hin ástæðan var sú að við inngöngu Danmerkur í Evrópusambandið féllu tollar niður af innfluttum bílum. Síðustu árin hefur mikið verið byggt í Sydhavnen í Kaupmanna- höfn þar sem bílaverksmiðjur Ford voru og er búið að rífa þær að tals- verðu leyti þótt en sé að finna hluta af þeim. Eftir að bílaframleiðslan hætti stóðu byggingarnar auðar um sinn en upp úr 1976 var opnuð bíla- þjónusta þar. Þangað gátu bíleig- endur komið, leigt sér vinnusvæði og gert við bíla sína og fengið til þess bestu aðstæður og verkfæri. Inn í hluta bygginganna fluttist einnig uppboðsfyrirtæki sem hélt bílaupp- boð tvisvar í viku um langt árabil. Þar voru meðal annars boðnir upp bílar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Þar seldi meðal ann- ars danska lögreglan og herinn bíla sína og mótorhjól þegar endurnýj- un stóð yfir. Síðustu leifar Ford-bílaverksmiðjunnar í Sydhavnen í Kaupmannahöfn Þarna inni fóru fram bflauppboð tvisvar í viku um langt árabil eftir að bílaframleiðsla lagðistafárið 1974.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.