Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 30
, 30 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Siðast en ekki sist DV ástæður tílaðjóla- skreyta 1LVSIR UPP SKAMMDEGIÐ Þar sem við búum á landi þar sem er dimmt nánast allan sólar- hringinn eru jólaseríur og jólaskreyting- v ar nauðsynleg fyrirbæri. Helst ættiaðsetjalög sem skipa öll- um að hengja upp jólaseríur, á sama tíma, má þó setja lög um að fólk sem skreytír ósmekklega verði sektað. Svo ættu Islendingar líka að halda jóla- skrautinu alveg fram í mars því þá er kannski byrjað að birta örlítið til. 2BÖRNIN Það er staðreynd að böm elska v jólaskraut. Sum böm em meira að segja það almennileg að hjálpa for- eldrunum við að skreyta heimilið. Ef þú ert afl eða amma er líka mun líklegra að barnabörnin nenni að koma í heimsókn til þín efþúertmeð eitthvað skraut- legt og skemmtilegt jólaskraut handa þeim að skoða. Ef það virkar ekki má múta með smákökum. 3FÖNDURTÍMI Það er einstaklega skemmtilegt að fjölskyldan sameinist um að föndra jólaskrautið fyrir heimil- ið. Það er til dæmis hægt að baka piparkökur, skreyta þær skemmti- legaoghengja uppílofteða - búatilsinneigin aðventukrans. Heimatilbúið jólaföndur gefúr líka heimilinu persónulegan og krúttlegan blæ. Einnigertilvalið að halda upp á föndrið sem börnin hafa búið til á leikskólanum. 4HREINGERNINGAR Maður eiginlega neyðist til að taka heimilið í gegn áður en maður setur allt jólaskrautið upp. Það er eitthvað alls ekki nógu smart við að setjalitlufallegu jólaenglana upp í rykuga hillueðahengja jólakransinn út í drulluskítugan glugga.Ekkinóg meðþað heldur neyðist maður til að taka til þegar búið er að taka jólaskrautið niður því yfirleitt er greni búið að dreifast út um alla íbúðina. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði 0F MARGAR KONUR VERÐAFYRIROFBELDI Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem verður 25 ára í dag. (tilefni af því býður Kvennaathvarfið til sigurhátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður dagskrá- in tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum. Sigþrúður hvetur alla til að mæta á hátíðina. Hver er konan? „Sigþrúður Guðmundsdóttír." Hvaðgerirþú? „Ég er framkvæmdastýra samtaka Kvennaathvarfsins." í hverju felst starfið? „Það felst í því að halda utan um starf Kvennaathvarfsins og samtakanna, sjá um kynningarmál, halda utan um daglegan rekstur og ótal margt ann- að." Hver eru þín áhugamál? „Ég hef alltaf óttast þessa spurningu, ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hef aldrei tekið þátt í fegurðarsam- keppni." Hefur þú búið erlendis? „Já, ég bjó f Noregi einn vetur þar sem ég fór í kristilegan lýðháskóla." Uppáhaldsstaður? „í augnablikinu er það Vík í Mýrdal, það er svo langt síðan ég hef komið þangað." Besti matur? „Matur sem ég þarf hvorki að elda sjálf né borga fyrir." Eftirminnilegasta bók? „Á Saltkráku eftir Astrid Lindgren." Hvernig fagnið þið 25 ára afmæli Kvennaathvarfsins? „Við fögnum því með sigurhátíð í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag klukkan 17 með ýmsum uppákomum eins og upp- lestri, tónlist og fleiru. Einnig mun- um við opna ljósmyndasýningu sem heitir Kraftakonur. Á sýningunni birt- um við tvö þúsund átta hundruð átta- tíu og sjö myndir af konum héðan og þaðan af landinu sem sendu inn myndir í myndasöfnun sem hefur átt sér stað að undanfömu en myndim- ar eru jafnmargar og þær konur sem dvaflð hafa í Kvennaathvarfinu." Hvernig gekk þessi myndasöfnun? „Hún gekk ljómandi vel, það voru margar konur sem sýndu því áhuga að vera með. Vissulega kom mér svolítið á óvart hvað þetta þurftu á endanum að verða margar myndir. Það er mjög mikilvægt að sjóngera þetta svolítið svo að fólk áttí sig á því hversu marg- ar hafa leitað tíl Kvennaathvarfsins. Sýningin er líka hugsuð sem styrkur fýrir þær konur sem enn búa við of- beldi og sýna þeim ffarn á að þær séu ekki einar um það og að það sé aldrei of seint að að brjótast út úr ofbeldis- sambandi." Er mikið um heimilisofbeldi á íslandi? „Það verða allt of margar konur fyr- ir ofbeldi á íslandi í dag, og þeim fer því miður ekki fækkandi. Konur eru þó duglegri í dag að leita sér hjálp- ar en áður fyrr. Það er bara meira en að segja það að bijótast út úr ofbeld- issambandi, þú ert ekki bara að yfir- gefa ofbeldismann heldur líka mann- inn þinn. Svo er mjög misjafnt hvaða stuðning þessar konur hafa þegar þær hafa brotíst út úr ofbeldi og hvort þær eigi einhverjar eignir eða hvort þær þurfi að faræ út á þennan erfiða hús- næðismarkað." Hver er þín fyrirmynd? „Hallgerður, kötturinn minn, er mikil fyrirmynd þar sem hún gerir það sem henni sýnist og fer sínar leiðir án þess að traðka á leið annarra." Hver er draumurinn? „Draumurinn væri heimur þar sem fólk fæðist með jöfrí tækifæri tíl góðs lífs, burtséð frá kyni, kynþættí eða al- mennu ástandi." SAJVDKOROí ■ Rammt hefur kveðið að því á kaffistofum undanfarnar vikur að talið berist að því að til standi að sameina fyrirtækin BYKOog MEST, sem bæði eru stór á bygg- ingavöru- markaði. Það hefur gjarnan verið haft á orði að þarna ætli BYKO að losa sig við samkeppni með því að gleypa MEST. f stuttu samtali við DV blæs Hjalti Már Bjarnason, forstjóri MEST, á þessar sögusagnir. „MEST er ekki, og verður ekki, til sölu. Við stefnum fremur að því að kaupa önnur fyrirtæki," segir Hjalti og undrast þessar lífseigu sögusagnir. ■ fbúum á Vesturgötunni brá nokkuð í brún í síðustu viku, þegar öflugar vinnuvélar hófu störf við sjávar- síðuna, vestast í miðborg- inni. Taldi fólk að hér væru hafnar framkvæmd- ir við um- deilda landfyllingu. Það þóttí einkennilegt því að Dagur Egg- ertsson borgarstjóri hafði sagt í hádegisfréttum sama dags að ekkert yrði af landfyllingum þarna í bráð. Eftir samræður við fulltrúa hjá borgarskipulagi voru íbúar fullvissaðir um að þarna væri verið að efla varnar- garð, sem væri óhjákvæmilegt. ■ Bæjarsjóður í Grindavík end- urgreiddi á dögunum lóðar- eiganda í bænum kostnað sem hann hafði lagt út í vegna bygg- ingaframkvaémda. Alls er um nálægt tíu milljónir króna að ræða, en lóðareigandinn hafði fengið vilyrði hjá bænum fyr- ir byggingum sem ekki höfðu verið formlega samþykktar hjá byggingarfulltrúa. Bæjarstjór- inn í Grindavík, Ólafur Öm Ólafsson, ásamt félögum sín- um í meirihlutanum sáu sig til- neydda til þess að endurgreiða þennan kostnað. Minnihlutinn er ósáttur við þessi málalok. sigtryggur@dv.is HINN DAGINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.