Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Fréttir DV Sjimpansar stóðu sig með prýði: HAFAGOTT MINNI Samkvæmt nýrri rannsókn hafa sjimpansar framúrskarandi minni og ef eitthvað er að marka niðurstöðurnarstandaþeirmann- fólkinu framar í þeim efnum. Það voru japanskir vísindamenn sem stóðu að rannsókninni og í henni öttu kappi háskólanemar gegn þremur sjimpansamæðrum og af- kvæmum þeirra. Niðurstöðurnar leiða iíkur að því að við höfum stórlega van- metið þessa nánustu ættingja okkar. Verkefnið fól í sér að muna tölur frá 1 til 9 og staðsetningu talnanna á þar til gerðum snerti- skjá. Þátttakendum voru sýnd- ar tölurnar á skjánum, en síðan komu auðir reitir í stað talnanna. Þátttakendur þurftu þá að muna hvar hver tala var á skjánum og snerta viðeigandi reit. Niðurstað- an var sú að ungu sjimpansarnir stóðu sig allajafna betur en hvort tveggja mæður þeirra og fólkið. Háskólanemarnir sýndu hægari viðbrögð meiri ónákvæmni en allir ungu sjimpansarnir og það Ayumu Einn sjimpansanna sem þátt tóku í rannsókninni. sama var uppi á teningnum þegar birtingartími talnanna á skjánum var styttur. Stysti tíminn sem tölurnar birtust á skjánum var tvö hundr- uð og tíu millisekúndur og sá tími veitti þátttakendum ekki nægan tíma til að kanna skjáinn frá reit til reits á svipaðan hátt og gert er við lestur. Sú staðreynd breytti engu hjá sjimpönsunum og er að mati vísindamannanna staðfest- ing þess að sjimpansar búi yfir af- burða getu til að leggja á minnið flókna mynd eða mynstur. Leiðarvísir \ User Manual wmmm 't Um þig, manninn, konuna eða börnin. í Loksins! /^-4 /\ \\ Stjörnuspekistöðin Síðumúli 29 5537075 www.stjornuspeki.is ; Full búð af glæsilcgum Jólafatnaði frá Emilc ct Rosc Falleg þroskaleikföng, tilvalin í / *Jólapakkann v t ív JVtóðwi^ást Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 www.modurast.is Einn þeirra striösglæpamanna sem réttvísin hefur ekki komið höndum yfir er Daninn Soren Kam en hann hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og býr í Bæjaralandi i Þýskalandi. hXt » jH : ■''íJtíÁ j V “ ’ ' PSJS • | ■ 1J w * Á heimili Kams F.v. faðir Sorens, Rasmus Kam, Gunther Pancke hershöfðingi og Soren Kam. BÝRÓHULTUR í BÆJARALANDI KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Soren Kam er númer átta á lista Efraím Zuroff hjá Wiesenthal- stofnuninni yfir þá menn sem hann vill helst koma höndum yfir. Dönskum yfirvöldum er einnig mikið í mun að hann svari fýrir gjörðir sínar, en hann liggur undir grun um að hafa myrt Carl Henrik Clemmensen í úthverfi Kaup- mannahafnar árið 1943. Clemm- ensen, sem var þá ritstjóri dag- blaðs, var sóttur á heimili sitt og skotinn til bana í Lyngby. Árið 1946 dæmdi danskur dóm- stóll Flemming Helveg-Larsen, annan tveggja vitorðsmanna Sor- ens, til dauða íyrir hans þátt í morð- inu, en fyrir hafði hann borið vitni og samkvæmt vitnisburði hans og þeim sönnunum sem lágu fýrir var talið fullvíst að Kam hefði átt aðild að ódæðinu. Clemmensen hafði verið skotinn mörgum skotum úr þremur skammbyssum en Jörgen Vaídemar Bitsch, þriðji tilræðismaðurinn, hvarf í lok stríðsins. Til ársins 1999 neitaði Soren Kam allri aðild að morði ritstjórans, en hefur síðan þá viðurkennt að hafa skotið Clemm- ensen en eingöngu eftir að hann var dáinn. Fleiri glæpir Dönskýfirvöld vilja aukinheldur fræðast um þjófiiað á gögnum frá hagstofunni. En þeim var stolið árið 1943 og seinna notuð til’ að safrta saman fimm hundruð gyðingum og senda í útrýmingarbúðir. Þótt margir danskir gyðingar hafi átt því láni að fagna að komast til Svíþj óðar á þessum tíma enduðu margir ævi sína í Auschwitz eða öðrum útrýmingarbúðum. Soren Kam nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá Dani sem hlotið hefur æðstu orðuna fýrir afrek sín, en hann var sæmdur Riddarakrossinum árið 1945 fyrir að hafa farið fyrir öðrum dönskum SS-mönnum í aðgerðum gegn andspymuhreyfingu Dana. Sam- kvæmt breska dagblaðinu Tele- graph hefur Soren Kam verið tíður gestur á samkomum fýrrverandi Vettvangur glæpsins Lík Carls Henriks Clemmensen úti við vegakant a í útjaðri Kaupmannahafnar. Þótt margir danskir gyðingar hafi átt . því láni að fagna að komast til Svíþjóðar á þessum tíma enduðu margir ævi sína í Auschwitz eða öðrum útrýmingarbúðum. SS-manna gegnum tíðina og einnig talið að hann hafi haft náin tengsl við Gudrunu Burwitz, dóttur Heinrichs Himmler og samtök hennar sem hafa að markmiði að veita stuðning SS-mönnum sem hafa verið handteknir eða eru á flótta undan réttvísinni. Orðum prýddur Soren Kam reis til metorða innan SS-sveitanna og endaði sem yfirstormsveitarforingi árið 1945. Hann var sæmdur mörgum orðum á ferli sínum, til dæmis Jám- krossinum tvisvar, árið 1941 og 1944, enaukþessvarhannsæmdur orðu fyrir bardaga í návígi; brons 1944 og silfur 1945, og árið 1944 var sæmdur orðu fýrir að særast, og eins og áður er getið, Riddarakross- inum árið 1945. Andstætt því sem margir kynnu að halda dvaldi Saren Kam ekki í Danmörku öll styijaldarárin. Hann þjónaði í 5. SS-skriðdrekasveitinni, Wiking, en meðlimir hennar voru erlendir sjálfboðaliðar og sem slíkur barðist hann á austurvíg- stöðvunum. Wiking-sveitin hefur verið tengd við stríðsglæpi sem framdir voru gegn gyðingum og öðrum almennum borgurum á austurvígstöðvunum, en ekki fýrir- finnast nein opinber skjöl sem staðfesta þau tengsl, en dagbækur Finna sem börðust með sveitinni renna stoðum undir þær ásakanir. Framsals krafist Dönsk stjómvöld kröfðust þess að Þjóðverjar framseldu Soren Kam til Danmerkur, en í febrúar var þeirri kröfu hafnað. Dómstóll í Múnchen komst að þeirri niður- stöðu að framburður Kams væri sannleikanum samkvæmur og að Clemmensen hefði verið drepinn í sjálfsvöm, þó óvopnaðurværi. Manndráp eða manndráp af gáleysi fýmist samkvæmt þýskum lögum og því getur Soren Kam unað glaður við sitt. Nágrannar Sorens í Bæjaralandi virðast vera sömu skoðunar og þýskir dómstólar og þeir hafa reist skjaldborg í kringum hann. Zuroff er þeirrar skoðunar að Þjóðverjar veiti meintum stríðs- glæpamönnum nasista hæli. Hann er ekid einn um þá skoðun. Erik Hogh Sorensen, danskur blaða- maður og nasistaveiðar sagði að dómstólar í Bæjaralandi hefðu sýnt augljósa hlutdrægni þegar kröfu danskra stjómvalda var hafnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.