Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Síða 32
Litlar samlokur 399 kr. + litid gosglas 100 kr. = 499 u, FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 ■ DAGBIAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Gullfoss í klóm græningja Pétur Blöndal þingmaður varar við því í fyrirspurn til Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráð- herra að svo geti farið að umhverf- isverndarsamtök muni krefjast þess að helstu náttúruperlur íslands verði virkjaðar. Svona geti farið vegna þess að vatnsaflsvirkjanir spari mannkyninu mengun með því að koma í stað kolaorkuvera. „Við þurfum að vera undir það búin að við verðum krafin um að virkja allt sem hægt er að virkja, Gullfoss þar með talinn, vegna um- hverfisverndarsjónarmiða," segir Pétur. Tekjurmaka skerða ekki tekjur Frítekjumark ellilífeyrisþega hækkar í allt að 100 þúsund krónur og skerðing trygginga- bóta vegna tekna maka verður afnumin 1. apríl næstkomandi. Þetta er hluti af þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa boðað til að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Þessu til viðbótar á að hækka vasapeninga vistmanna á stofn- unum úr 28.500 krónum í 36.500 krónur og stjórnvöld hyggjast tryggja að ellilífeyrisþegar fái að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðum. Ráða- menn boða einnig aðgerðir til að draga úr því að bótaþegar fái borgað of mikið eða lítið í trygg- ingabætur. Lítið í pokanum „Ég á ekki von á því að við för- um að ræða peninga almennilega fyrr en í næstu viku," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambandsins. Undirnefndir Starfsgreinasam- bandsins hafa þessa viku fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífs- ins og unnið í markmiðssetningum kjarasamningaviðræðna. Kristján segir síðustu daga hafa einkennst af eldhúsumræðum þar sem aðallega hafi verið farið í textavinnu samn- inga. „Að svo stöddu er lítið að frétta, við erum eiginlega bara stödd í textavinnu þessa vikuna. Ég get ekki sagt að mikið hafi komið inn í pokann undanfarið," segir Kristján. I.aprfl! Mikil óánægja vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra hjá Fjöliðjunni á Akranesi: FURÐA SIG A RAÐNINGU GAMLA BÆJARSTJORANS TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamadur skrifar: „Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þessa ráðningu og það er óþol- andi að menn með pólitískan bak- grunn komist alls staðar að þar sem þeir vilja," segir Sigurður Þór Sigur- steinsson iðjuþjálfi. Hann var einn umsækjenda um starf forstöðu- manns Fjöliðjunnar sem nýlega var auglýst og er ósáttur við niðurstöðu ráðningarinnar. Alls sóttu 10 einstaklingar um starfið og meðal þeirra er að finna einstaklinga sem hafa mikla reynslu, ýmist úr iðjuþjálfun eða málefnum fatlaðra. Auglýst var eftir einstakl- ingi sem annaðhvort hefði faglega reynslu eða stjórnunarreynslu. Nið- „Ég hafði reyndar ver- ið varaður við því að sækja um því Ijóst væri frá upphafi hveryrði ráðinn" urstaðan varð sú að Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, var ráðinn. hans þegar kemur að iðjuþjálfun og málefiium fatlaðra. Starf forstöðumanns Fjöliðjunn- ar var nýlega auglýst eftir að Þor- varður Magnússon, fyrrverandi for- stöðumaður, sagði starfi sínu lausu eftir að grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu í fjárreiðum stofnunarinnar. Áður hafði hann ver- ið kærður fyrir fjárdrátt í starfi sem gjaldkeri íþróttabandalags Akraness. Ríkisendurskoðun vinnur að úttekt á fjármálum Þorvarðar. I skugga fjárdráttar Fjöliðjan heyrir undir Svæðisskrif- stofu Vesturlands sem aftur heyrir undir félagsmálaráðuneytið þar sem Guðmundur var áður aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra, Magnúsar Stefánssonar. Gagnrýnendur benda hins vegar á takmarkaða reynslu Augljós þráður Sigurður Þór hefur ritað Svæðis- skrifstofunni harðort bréf þar sem ráðningin er gagnrýnd. Hann segir ljóst að pólitík en ekki fagmennska hafi ráðið för. „Ég er klárlega ansi svekktur. Ég hafði reyndar verið var- aður við því að sækja um því ljóst væri frá upphafi hver yrði ráðinn. Með fullri virðingu fyrir Guðmundi Páli, þá hann kemur beinlínis úr ráðuneytinu sem sér um þennan málaflokk. Þráðurinn er svo augljós og ég gagnrýni hversu auðvelt er fyr- ir pólitíska fulltrúa að komast að. Ég var að vona að fagleg sjónarmið yrðu látin ráða," segir Sigurður Þór. Magnús Þorgrímsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu á Vesturlandi, vísar gagnrýninni alfarið á bug. Hann staðfestír að meðal um- sækjenda hafi verið að finna einstakl- inga með meiri reynslu í málefhum fatlaðra og iðjuþjálfun. „Ég er ekki til- búinn í svona vangaveltur. Guðmund- ur Páll sóttí um og annað er ég ekki tilbúinn að ræða. Það er engin pólit- ík í þessu því fólk hjá okkur er ráðið á faglegum forsendum. Að halda öðru fram er fáránlegt," segir Magnús. Verslað í Vísi Bananar, epli og ýmsir aðrir ávextir blasa við í glugganum á versluninni Vísi á Laugaveginum. Fyrir innan áttu þær samtal, viðskiptamaðurinn og verslunarkonan. DV-mynd Stefán Brynjólfur Árnason sveitarstjóri grunaður um margvísleg brot: Keypti lyftara á kostnað hreppsins Brynjólfur Arnason, sveitarstjóri Grímseyjarhrepps, er grunaður um að hafa keypt muni fyrir fleiri millj- ónir í nafni hreppsins. Hann er meðal annars grunað- ur um að hafa keypt skotbómulyft- ara að andvirði fimm til sex milljónir króna í nafni Grímseyjarhrepps. Lyft- arann notaði hann við höfnina til að afgreiða birgðir úr Grímseyjarfeiju. Aðrir sveitarstjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um kaupin og voru þau aldrei rædd á fundum. Þegar í ljós kom að ekki væri allt með felldu varðandi kaupin reyndi Brynjólfur að hylma yfir þau, samkvæmt heim- ildum DV. Hann sagðist hafa borgað lyftarann með fé úr eigin vasa. Þetta er einungis brot af því fjár- málamisferli sem Brynjólfur er grun- aður um að vera viðriðinn. Undan- farna daga hafa sveitarstjórnarmenn ásamt endurskoðendum frá fyrirtæk- inu Díl farið yfir bókhald hreppsins. Ekki var unnt að halda rann- sókninni áfrarn í gær þar sem ófært var út í Gríms ey. Rannsóknin heldur áffam næstu daga og gætí lokið á morgun. íslandspóstur hef- ur staðfest að innan- húsrannsókn sé haf- in á störfum Brynjólfs, hann starfaði um ára- bil sem umboðsmaður fs- landspósts í Grímsey. Brynjólfur gegndi áður starfi um- boðsmanns Olíu- Sveitarstjóri Keypti skotbómulyftara fyrir fimm til sex milljónir króna. dreifingar ehf. en í því starfi dró hann að sér 12.900 lítra af olíu. Fyrir það var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Málið er ekki enn orðið að lög- reglumáli en samkvæmt heimildum DV verður mál- ið kært til lögreglu um leið og rannsókn á bók- haldi lýkur. Engar líkur eru taldar á því að Brynjólf- ur muni sitja áfram sem sveitarstjóri. Hann hefur glímt við heilsubrest að undanförnu en ekki ligg- ur fyrir hvort eða þá hvenær varamaður tekur við starfi hans. einar@dv.is Fangelsi fyrir hrákann * Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja ffaman í lögreglu- þjón. Tveir aðrir voru sektaðir um sextíu þúsund krónur fyrir að trufla störf lögreglunnar. Atvikið áttí sér stað á ísafirði en lögreglu- þjónn þurfti að hafa afskipti af manni við veitíngastað þar í bæ. Áttu þá tveir að hafa kallað til lög- reglunnar að láta hann lausan og ýtt við lögreglumanninum þannig að maðurinn slapp. Annar þeirra hrækti þá framan í lögregluþjón- inn. Allir þrír játuðu brot sín. Játar ekki „Það liggur ekki játoing fyrir en við munum halda áfram með málið," segir Gunnar Schram, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suður- nesjum. Gunnar segir að rannsókn banaslyssins í Reykjanesbæ síðasta föstudag sé að mestu lokið. Trefjar úr fötum fundust á bílnum. Til að hægt sé að skera úr um hvort þau séu úr fötum drengsins sem lést þarf að senda sýni utan. Það gæti tekið nokkrar vikur. Karlmaður á fer- tugsaldri var handtekinn grunaður um að hafa ekið á drenginn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í dag. Gunnar segist gera ráð fyrir því að farið verði fram á áffamhaldandi gæsluvarðhald. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.