Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 4
Fréttir DV 4 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 .A Vilja ekki flug- stöð í Vatnsmýri Samtök um betri byggð skora á borgarstjórn Reykjavíkur að slíta samstarfi við samgöngu- yfirvöld ríkisins um svonefnda samgöngumiðstöð í Vamsmýri. Vilja samtökin meina að þarna sé um að ræða flugstöð en ekki samgöngumiðstöð. Hún falli ekki að almenningssamgöngum í höfuðborginni og muni tefja enn frekar fyrir flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri. Aukþess sé fórn- arkostnaður vegna tafanna mikill eða um þrír og háifur milljarður á ári. Reykvíkingar samþykktu í atkvæðagreiðslu árið 2001 að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri fyrirárið 2016. Götur verða að hraðbrautum Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umferðarráði Reykjavíkur mótmæltu því í gær að ákveð- ið hefði verið að setja allt að þriggja metra háar hljóðman- ir meðfram hluta Mildubraut- ar annars vegar og Kleppsveg- ar og Sæbrautar hins vegar. Þetta segja þeir breyta útliti og útsýn í borginni og gera göturnar líkari hraðbrautum í erlendum stórborgum en Reykjavík eins og hún er í dag. Ákvörðunin var ekki rædd í umhverfisráði og gerðu sjálf- stæðismenn athugasemd við það. Fulltrúar meirihlutans svöruðu því til að vegna nýs hlutverks umhverfis- og sam- gönguráðs þyrfti að endur- skoða verkefnaskiptingu og verkferla. Ótæk hækkun fyrir öryrkja „Við teljum þetta ótæka hækk- un," segir Sigursteinn Másson, for- maður Öryrkjabandalags íslands, og mótmælir bandalagið hækkun á gjaldtöku fýrir læknisþjónustu og heilsugæslu örykja um allt að 70 prósent f yfirlýsingu sem Ör- yrkjabandalagið sendi frá sér er skorað á heilbrigðisráðherra að endurskoða ákvörðunina og lækka eða fella niður gjaldtöku á alla sem þurfa á þjónustu heilsugæslu- stöðva og sjúlo-ahúsa að halda. Komugjöld öryrlq'a og aldraðra á heilsugæslustöðvar voru hækkuð samhliða því að komugjöld barna voru felld niður. Nýtteyðublað vegna Ástþórs Dómsmálaráðuneytið hefur látið hanna sérstakt eyðublað fyrir forsetakosningar. Það verða allir þeir að nota sem safna stuðnings- yfirlýsingum fyrir hugsanleg for- setaefni. Eyðublaðið er kynnt til sögunn- ar fáeinum dögum eftir að Þór- unn Guðmundsdóttir, fyrrverandi oddviti yfirkjörstjómar í Reykjavík norður, gagnrýndi Ástþór Magnús- son, fyrrverandi forsetaframbjóð- anda, fyrir óskýra undirskriftalista. LEIÐRÉTTING Rangt var farið með nafn ungu móðurinnar á forsíðu DV í gær. Hún heitir Aldís Júlí- usdóttir. Hilmar Ragnarsson bjargaði kærustu sinni og tveimur börnum úr banvænum eldi. Eft- ir að hann var búinn að tryggja öryggi fjölskyldu sinar gleypti eldhafið hann og lét hann þá lífið. Góðvinur fjölskyldunnar er búinn að safna tæpri milljón fyrir fjölskylduna en konan er í áfalli eftir atvikið. Hún er útskrifuð af spítala eftir að hún fékk reykeitrun. VALUR GRETTISSON j -f bladamadui skrifar. valum dv.is " 1 „Hann er hetja!" segir Róbert Guð- mundsson, fjölskylduvinur Hilmars Ragnarssonar, sem bjargaði kærustu sinni og börnum úr brennandi hús- inu í Tunguseli í fyrradag. Konan fékk reykeitrun en er kominn út af spítala. Björgunarafrek Hilmars er magnað en með snarræði sínu tryggði hann kærustu sinni og börnum líf. En eld- hafið gleypti Hilmar með þeim af- leiðingum að hann lifði ekki af og komst aldrei út úr húsinu. Upptök eldsins eru til rannsóknar en talið er að kviknað hafi í út frá kerti. Eldhafið gleypti hann „Hann vaknaði við eldinn og vakti kæmstu sína og henti henni beinlínis út úr herberginu," segir Róbert en mikill eldur var í svefnherbergi þeirra. Svo mikill var eldurinn að honum tókst aðeins að bjarga henni, því um leið og hún komst út greip eldhaf Hilmar. Kona Hilmars sýndi þá snarræði og náði í börnin sín tvö og reyndi að komast út. Hún komst fram á stigaganginn en þar var reykjarkófið of mikið. Á elleftu stundu var henni og börnunum bjargað af slökkviliðinu. Þau sluppu með reykeitrun. Gæludýrin dóu „Tjónið er hrikalegt, hún missti allt," segir Róbert, en auk Hilmars misstu þau gæludýrin sín tvö, kött og hamstur. Að sögn Róberts er konan í andlegu áfalli eftír atburðinn og missinn. Það er ljóst að mikið gekk á þegar eldurinn kom upp. Sjálf treystí konan sér ekki til þess að tala við blaðamann eftír áfallið. Gríðarlegur samhugur „Söfiiunin er komin fram úr björtustu vonum," segir Róbert en síðdegis í gær var söfnunarfé fyrir fjölskyldu konunnar að nálgast eina milljón króna. Að sögn Róberts hefur verið gríðarlegur samhugur á meðal almennings eftír að eldurinn kom upp enda brann allt inni sem fjölskyldan áttí. Róbert segir peningana munu nýtast vel enda eiga börnin engin föt né skjól. Verið er að vinna í því að finna húsaskjól fyrir ekkju hetjunnar og bjóst Róbert við að það myndi bjargast á einn eða annan hátt. Eldurfrá kerti Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins kannar tildrög eldsins en talið er að kertí hafi verið orsökin. Hugsan- legt er að eldurinn hafi átt sér upp- tök í íbúð Hilmars og fjölskyldu en ómögulegt er að segja til um það. Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Alls var bjargað tólf einstakl- ingum en Kristrún Grétarsdóttir, íbúi sem var bjargað á körfubíl slökkvi- liðsins, sagði íbúa harmi slegna eftir Hilmar Ragnarsson Bjargaði fjölskyldu sinni úr eldhafi og hlaut hetjulegan dauðdaga eftir að kona hans og börn voru kominn úr lífshættu. atburðinn. Sjálf vaknaði hún við reyk- skynjara klukkan sex um morguninn og tókst að komast út á svalir ásamt bróður sínum og móðir. Fyrir þá sem vilja styrlqa fjölskyldu Hilmars er bent á reikning sonar þeirra, undir númeri 113-05-066351 með kennitölunni 190796-3029. BJARTSÝNN FYRIR EVRÓPUMÓTIÐ „Stemningin í hópnum er mjög góð og ég hef ekki áhyggjur af því að gengi okkar á þessu móti um helgina hafi haft neikvæð áhrif," seg- ir Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari íslands í handbolta. fslendingar undirbúa sig nú fyrir Evrópukeppnina sem hefst 17. janúar í Nor- egi. ísland tók þátt í fjögurra landa móti í Dan- mörku um helgina. Þar mætti liðið Norðmönn- um, Dönum og Pólverjum. íslendingar töpuðu fyrir Pólverjum og Dönum en gerðu jafntefli við Norðmenn. „Við spiluðum að mörgu leyti mjög vel og það var margt jákvætt að sjá í þess- um leikjum. Mér finnst það ekki skipta höfuð- máli að niðurstaðan hafi verið eitt stig í neðsta sæti," segir Alfreð. Þjóðirnar sem fslendingar öttu kappi við eru allar mjög hátt skrifaðar á styrkleikalista Al- þjóðahandknattleikssambandsins. íslendingar töpuðu með einu marki fyrir Dönum rétt eins og á Heimsmeistaramótinu fyrir ári. Pólverjar lögðu fslendinga í fyrsta leik mótsins 35-31 en leikurinn gegn Norðmönnum endaði 28-28. „Norðmenn unnu mótið og eru mjög sterkir. Við áttum að vinna bæði Norðmenn og Dani að mínu matí. Vissulega er margt að laga en ég held að þetta sé allt á leið í rétta átt og liðið er í mjög góðu standi," segir Alfreð en hann gagnrýndi dómgæsluna í mótinu og sagði að nokkuð hefði hallað á íslenska liðið. Lykilmaðurinn Alexander Petterson meidd- ist á ökkla á mótinu en Alfreð segist ekki hafa neinar áhyggjur af honum. „Hann bólgnaði að- eins upp á ökklanum en hann er farinn að æfa aftur." Næsm leikir fslands eru gegn Tékkum í Laugardalshöllinni um helgina en það eru síð- ustu leikir íslands fyrir EM. Eftir að þeim leikj- um lýkur mun endanlegt val á hópnum sem fer á EM liggja fyrir. einar@dv.is BÆTIFLAKI (slenska landsliðið vann ekki leik á fjögurra þjóða móti í Danmörku um helgina. ✓ Jákvæður Alfreð segir að íslendingar hafi leikið vel í Danmörku um helgina. Hann er nokkuð bjartsýnn fyrir Evrópumótið sem hefst 17. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.