Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Heilsublað DV Lausnin er til „Upp úr tvítugu var ég í mikilli neyslu á áfengi og fíkniefnum og stundaöi mikið að svelta mig dögum saman." v'.'r -tvjpst Ofát og matarfikn getur stjórnaö lífi einstakl- inga frá a til ö. Hér kem- ur reynslu saga meölims úr GSA-samtökunum og hvernig lif hennar breyttist til hins betra. Öðlaðist nýtt líf í Eg er hömlulaus ofæta af lífi og sál. Mín fyrsta minning hvað varðar megrun og er ffá því að ég var um það bil 7 ára. Þá kom stóri bróðir minn heim með vin sinn og vinurinn spurði um megrunarkaramellur sem lágu á eldhúsbekknum, „æi, já, mamma og litla systir eru að éta þetta," var svarið. Hafði reynt allt Ég missti móður mína átta ára, það er ekki ástæðan fyrir óförum mínum síðar meir, en án efa hefur sá atburður haft áhrif á það stjórnleysi sem átti eftir að einkenna mitt líf í mörg ár. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en í hömlulausu ofáti, þráhyggjuhugsunum gagnvart mat og holdafari og niðurlægingu sem fylgdi því að vera hömlulaus og alltaf f yfirþyngd. Pabbi minn og stjúpa reyndu allar mögulegar og ómögulegar aðferðir við að halda aftur af mér en það var alveg sama hvað þau reyndu, ég borðaði bara í laumi eða brást hin versta við. Lengi vel talaði ég um þau eins og þau hefðu hreinlega beitt mig ofbeldi í viðleitni sinni til að halda mér ffá ofátinu. Þetta er auðvitað ekki rétt, þau voru bara að reyna sitt besta, aðferðirnar voru barn síns tíma og ást og umhyggja lágu þar að baki. Kaldhæðni örlaganna hefur svo komið hlutunum þannig fyrir að ég á son sem steyptur er í sama mót og mamma hans og ég fæ að reyna á sjálffi mér það sem þau þurftu að ganga í gegnum með mig. Það er ekki til sá kúr, duft eða pilla sem ég hef ekki prófað hi að ná stjóm á ástandi mínu. Kvöld efdr kvöld sat ég og gerði áætlanir fram í tímann um það hvernig ég ætíaði að ná af mér svo og svo mörgum kílóum fyrir þennan áfanga, líta svona út þarna og gera þetta og hitt sem ég gæti ekki nema ég væri mjó. Þetta hljómar kannski eðlilega fyrir sumum en þarna var ég 12-14 ára og þráhyggjan orðin eins slæm og hún gat helst orðið. Um þrehán ára aldur kynntist ég áfengi og það veitti mér einhverja tímabundna fróun í þessu vonlausa hugarástandi sem ég var í. En það var vopn sem átti eftír að snúast gegn mér á endanum. Þegar ég var 18 ára fór ég utan sem au-pair og var alveg handviss um að þar myndi kraftaverkið gerast, hjónin sem ég vann fyrir voru mikil heilsufrík og ekld sykurörðu að finna á því heimili. Þar þurftí ég líka að halda að mér höndum varðandi áfengisneyslu. Segja má að allt hafi farið norður og niður í þessari dvöl minni vestanhafs. f stuttu máli endaði það með því að ekld þóttí þorandi að senda mig til að kaupa í matínn þar sem matarreikningamir vom orðnir himinháir, samt vom alltaf aliir skáp ar tómir og aldrei almennilegur matur á borðum. Ég gleymi aldrei skömminni þegar húsmóðirin kom inn til mín og sagði „ég les sko alveg strimlana og ég veit hvað þú ert að kaupa" þá var ég bara að hamstra sætíndi sem ég faldi inni hjá mér. Fíknin er sjúkdómur hugans Upp úr tvítugu var ég í mikilli neyslu á áfengi og fíkniefhum og stundaði mikið að svelta mig dögum saman, þar komu fram öfgamar í þessari átröskun sem hömlulaust ofát er. Þegar ég er ff ávita af hungri og maginn herpist saman finnst mér ég hafa fullkomna stjórn á lífi mínu. Ég hef kynnst stúlku sem var mjög veik af anorexíu og við tengdum algjörlega á þessum punkti, að maður finni fyrir valdi sínu og mættí þegar maður neitar líkamanum um mat. Hvað mig varðar togaði ofátíð samt alltaf meira í mig. Ég kynntíst barnsföður mínum þegar ég var tuttugu og eins árs og í takt við allt annað í mínu lífi var hann virkur alkóhólistí. Þegar verst lét má segja að við höfum staðið í felum bak við sitt hvora gardínuna, hann með flöskuna og ég vopnuð vöfflu með ís. Þetta hljómar kómískt en sorgin og ömurlegheitin í þessu sambandi náðu ekki nokkru tali og á endanum skildu leiðir. Eftír skilnaðinn hófstþað ömurleg- asta tímabil sem ég hef lifað, ég var of- urseld eigin alkóhólisma og brenndi flestar brýr að baki mér, á endanum flúði ég út á land en það er alveg sama hvað maður reynir mikið að breyta um umhverfi, alltaf skal maður sjálf- ur vera það fyrsta sem kemur upp úr ferðatöskunni þegar á leiðarenda er komið. Mér er sérstaklega minnis- stætt eitt atriði þegar ég bjó útí á landi. Þetta var vetrarkvöld, sonurinn sofn- aður, ég var í áfengisbindindi og mig langaði í sælgætí og þegar mig langar í sælgætí er eins gott fyrir annað fólk að þvælast ekld fyrir mér. Það var búið að loka sjoppunni og ég fór að leita og því meira sem ég leitaði því sterkari varð þráhyggjan. Eg sneri öllu við á heimil- inu, leitaði í línskápum og inni á baði. Mér fannst of langt gengið að hlaupa yfir til nágrannans og biðja um súkk- ulaðimola svo ég fór í eldhúsið, hrærði saman flórsykri og kakói, bleyttí í og skóflaði svo öllu upp í mig úr skál- inni, síðan hét ég því að það yrði aldrei súkkulaðilaust á mínu heimili framar. Þetta er bara eitt lítíð dæmi um geðveikina sem fylgir matarfíkn. Matarfíkn er nefnilega sjúkdóm- ur hugans. Hin huglæga þráhyggja sem ég þjáist af segir mér alltaf að nú sé góður tími til að fá sér þrátt fyrir að ég viti alveg upp á hár hverj- ar afleiðingarnar verða. Uppáhalds- setning míns huga er „þetta verður öðruvísi núna". Öll sú vitneskja sem ég hef um starfsemi líkamans, kal- oríur, hreyfingu og næringargildi kemur mér ekki að neinu gagni og þó er ég frekar vel að mér um þessa hlutí. Líkamlegi þáttur sjúkdómsins er fíknin, hún lýsir sér þannig að þeg- ar ég fæ mér einn bita kviknar inni í mér bál sem ekki verður slökkt heldur kallar það stöðugt á meira. Ég hef ekki í mér eitt einasta elem- ent sem segir mér hvenær er komið nóg, hvenær ég er södd eða svöng. Það eina sem ég get gert til að halda fíkninni niðri er að sneiða alfarið hjá þeim fæðutegundum sem setja þetta ferli í gang. Þess vegna vigta ég og mæli þrjár máltíðir á dag af gráu síðunni, skrifa þær niður og tilkynni til matarsponsors. Ég er ekki með neinu mótí fær um að stjórna þessu sjálf. Botninum náð Þetta atriði með flórsykri og kakói í aðalhlutverki var ekki versta dæmið um fíkn mína. Þau áttu eftír að verða fleiri, dramatískari og meira niður- lægjandi en það virtíst aldrei vera nóg. 1 byrjun árs 2002 varð ég Ioks- ins að játa mig sigraða hvað áfengi varðaði. Ég kláraði meðferð og hélt út í lífið. I 3V4 ár vann ég tólf spora prógramin AA-samtakanna einarð- lega og náði miklum andlegum bata, ég hafði öðlast nýtt líf. En að standa í pontu á AA-fundi og segja fólki að ég gengi á vegum æðri máttar og að prógrammið virkaði en fara svo út í bíl eftír fundinn og troða í mig sæt- indum og vera í stanslausri þrá- hyggju gagnvart mat reyndist á end- anum of mikið álag. Ég gafst upp og leitaði tíl GSA-samtakanna. Nýtt líf á andlegum grunni Ég hef átt sleitulaust fráhald ffá því 5. ágúst 2005, einn dag í einu. Ég hef lést um 35 kíló og líf mitt hefur algjörlega snúist við. Ég er búin að vera í kjörþyngd vel á annað ár og breytingamar sem hafa orðið á mínu persónulega og andlega lífi eru magnaðar. Ég fæ að hjálpa öðrum ofætum og fæ að auki að sinna mínu hlutverki sem móðir, dóttir, kærasta og vinkona með kærleikann og lífsgleðina að vopni. Ég hafði til að mynda aldrei klárað neitt á ævinni en í dag er ég stúdent og hóf nám í HÍ í haust. Ég á yndislegan kærasta og ástríkt og innilegt samband við son minn. Ég hef orð á mér að vera mikið fiðrildi og afar „kaótísk" í öllu sem ég tek mér fyrir hendur en fólk sem þekkir mig segir að fyrst ég getí farið eftir gráu síðunni hljótí allir að geta það. Mikilvægast af öllu er þó það að ég fæ frið frá hausnum á mér. Ég borða bara mínar þrjár máltíðir á dag og þess á milli hugsa ég ekki um mat. Ég var meira að segja í hálfgerðum vandræðum í upphafi fráhaldsins því ég vissi ekki hvað ég ættí að gera við alla þessa klukkutíma sem bættust í sólarhringinn þegar ég fór að borða bara þrisvar á dag. Smátt og smátt lærðist mér að nota þá til að sinna mínu andlega lífi, heimilinu mínu og fólkinu mínu. GSA gaf mér líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.