Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Fókus DV ISÍlP®y Nemar spila með Sinfó Hinir árlegu tónleikar þar sem tónlistarnemar fá tækifæri til að leika einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Islands fara fram á morgun. ^ Hljómsveitin, ásamt Listaháskóla íslands, stendur fyrir forkeppni sem sker úr um hverjir stíga á svið með hljómsveitinni. Að þessu sinni urðu fjórir ungir einleikarar hlutskarp- astir: Hákon Bjarnason mun leika píanókonsert eftir Sergej Prokofíev, Theresa Bokany flytur flðlukonsert eftir Henryk Wieniawski, Arngunnur ** Árnadóttir leikur á klarinett Premi- ére Rhapsodie Claudes Debussy og Joaquin Páll Palomares flytur fiðlu- konsert Jeans Sibeliusar. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 19.30, miðasala fer fram í Háskólabíói og fá nemar mið- ann á hálfvirði. ENDURKOMA YFIRVOFANDIYFIRVOFANDI Leiksýningin Yfirvofandi, stofudrama sem sýnt er á heimili höfundarins Sigtryggs Magnasonará Lokastíg 5, snýr aftur nú íjanúar.Verkiðvarfrumsýnt í maí ífyrra sem hluti af Listahátíð í Reykjavílt og fékk gríðargóðar móttökur gagnrýnenda og áhorfenda. Miðasala er hafin en nánari upplýsingar um sýningartíma og fleira eru á naiv.blog.is. Skemmtilegt og vandaö „Og niðurstaðan svona í lokin - til að leikhúsið hafi eitthvað að setja í auglýsingarnar ef það kærir sig um: Ivanov er ein skemmtilegasta og vandaðasta Tsjekhov-sýning sem hér hefur sést," segir leiklistargagnrýnandi DV í dómi sinum. MYND ÞjóðleikhúsiðÆddi SKEMMTILEGA ÓSKEMMTILEGT f óku * Litalíf ívar Valgarðsson opnar sýningu sína, stilla gárur straumur / calm ripples currents, í galleríi i8 á föstu- daginn. I verkum sýningarinnar beinir Ivar athygli áhorfandans að því hvernig ljós, endurvarp og eða staðsetning og afstaða stýrir birting- armynd litar og upplifuninni af hon- um. Hann athugar jafnframt hvernig fljótandi, óhreyfð málning myndar slétt yfirborð í málningarfötu, hvern- ig málning myndar mismunandi yf- irborð við ólfkar aðstæður og hvern- ig málning streymir sé henni hellt. 1 Ivaö skýrir samkeppnis- hæfniV er yfirskrift málstofu sem llelga Kristjánsdóttir heldur á vegum viöskipta- og hagfræðideildar í stofu 102 í 1 Iáskólatorgi í dag. I'ar leitast I lelga við aö varpa Ijósi á þá þætti sem kunna að skýra sam- keppnishælni þjóða. I lelga er sérfræðingur við viðskipta- og hagfræðideild I Iáskóla íslands. Hún lauk MBA-prófi l'rá Boston College 1995, meistaraprófi í hagfræði lrá KUL í Belgíu 2000 og doktorsprófi frá III 2004. I lelga hefur síðan lagt stund á rannsóknir og kennslu við I Iá- skóla íslands. Af hverju fær maður sig aldrei fullsaddan á þessu vonlausa yfirstéttarfólki Tsjekhovs? Eins og það er nú líka skemmtilegt, eða hitt þó held- ur. Þarna situr það á góssunum sínum, lífsleitt og þunglynt, uppfullt af eigin volæði, rífandi allt niður og mest sjálft sig, þusandi fram og aftur um hvað allt sé þetta nú ómögulegt. Eiginlega skilj- anlegt að bolsévikkarnir skyldu losa sig við þetta pakk - hefði það þá bara verið eitthvað skárra sem kom í staðinn. Og þó hlýtur manni að þykja vænt um þetta fólk. Eða kannski ekki beint vænt um - maður hefur áhuga á því, skilur það, losnar ekki við það þegar maður hefur einu sinni kynnst því. Ástæð- an er augljós: einmitt svona erum við flest, á okkar verstu stundum. Alltaf að bíða eftir stóra vinningn- um sem á að breyta öllu, færa okkur hamingjuna á ný. Komast til einhverrar Moskvu eða Parísar, þar sem allt á að vera svo skemmtilegt og þar sem stóra ástin bíður okkar jafnvel á einhverju götuhorninu, albúin þess að svífa með okkur burt frá gráma hversdagsleikans, öllu bullinu. Á meðan höldum við sjálf áffam að bulla. Og bullum því meir sem við verðum ólukkulegri, og ólukkulegri því meir sem við bullum. Þokkalegur vítahringur atarna. Nú eru Rússarnir enn mættir á svið Þjóðleik- hússins. Enn, segi ég, því að íslenskir áhorfendur hafa ekki þurft að kvarta undan skorti á Tsjekhov síðustu tuttugu ár eða svo. Reyndar mættu ís- lenskir leikhússtjórar vel huga að ýmsum öðrum rússneskum leikverkum sem hér hafa aldrei ver- ið sýnd, til dæmis skálda eins og Tjurgenevs eða jafnvel Ostrovskís. Ekki það, að ég sé orðinn leiður á Tsjekhov, fjarri fer því. Það er bara svo takmarkað sem hér er hægt að flytja og því mikilvægt að þeir sem ráða ferð leikhússins hafi sem víðasta útsýn. Tsjekhov kom oft upp í Þjóðleikhúsinu í stjórn- artíð Stefáns Baldurssonar, þá undir leikstjórn gistivinar hans, Rimasar Tuminas frá Litháen. Sýningar hans voru misjafnar og fengu misgóðar undirtektir, einnig hjá þeim sem eiga að „hafa vit á". Persónulega hreif Kirsuberjagarður hans mig mest. Og mér fannst svolítið leitt að hann skyldi ekki setja upp Vanja frænda sem mér hefur alltaf þótt vænst um af verkum Tsjekhovs, þó að auð- vitað sé Kirsuberjagarðurinn þeirra stórbrotnast. Þjóðleikhúsið á nefnilega svo góðan leikara í Vanja sjálfan þar sem er hann Sigurður okkar Skúlason. (Ég er sem sé gersamlega ósammála unga leikar- anum sem sagði í DV-viðtali fyrir helgi að krítíker- ar mættu hreinlega ekki hafa skoðun á leikenda- vali; það er alrangt hjá honum: þeir eiga einmitt að hafa sem mestar skoðanir á því og eins hvernig leikarar eru nýttir yfirleitt.) Ivanov er ekki skáldverk á borð við Vanja frænda eða Kirsuberjagarðinn. Það er samið löngu á und- an þeim og væri trúlega gleymt ef Tsjekhov hefði ekki skrifað betri leikrit. Fyrst gera verkin höfund- ana fræg, svo höfundarnir verkin; það er gömul saga. Ivanov kallinn er óttalegur kverúlant, sjálfs- elska hans taumlaus, svartagallsrausið í honum ætlar engan enda að taka. I höndum minni leik- ara en Hilmis Snæs gæti hann orðið mjög, mjög leiðinlegur. En Hilmir Snær bregst ekki, Ivanov er besta mannlýsing hans á sviði Þjóðleikhússins, allt frá því hann brilléraði sem Jimmy Porter í Horfðu reiður um öxl fyrir allmörgum árum. Ef við verð- LEIKDOMUR eftir Anton Tsjekhov Leikstjóri: Baltasar Kormákur Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsíng: Páll Ragnarsson Hljóðmynd: Sigurður Bjóla Garðarsson Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi I um leið á bölmóðnum í honum - og hjá því held ég sé nú erfitt að komast - er það ekki leikaranum að kenna, heldur höfundinum. Tsjekhov var að- eins tuttugu og sjö ára þegar hann samdi leikinn og hann var að prófa sig áfram, leita uppi það jafn- vægi á milli kómedíunnar og tragedíunnar sem hann náði að lokum í fyrmefndum meistaraverk- um. Það má vel halda því fram að heildarmyndin gangi hér ekld fyllilega upp, verkið sé á köflum of langdregið (einkum í þriðja þættinum) og dauð- dagi Ivanovs í lokin of ódýr lausn, beri fullmikinn keim af melódrama; þann keim þykist ég reynd- ar einnig finna í Mávinum og Þremur systrum sem enda á svipaðan hátt, með óvæntu dauðsfalli. Ailt um það eru þarna fjölmargir ágætir sprettir, vel skrifaðar senur og kostulegir karakterar. Sviðsetning Baltasars Kormáks á Ivanov er eitt besta verk hans frá upphafi. Hún er þaulhugsuð og samvinna þeirra Grétars Reynissonar hefur sjald- an borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt. Ég er ekki viss um að ég treysti mér til að setja fram mjög nákvæma analýsu á þessari leikmynd eftir að hafa séð aðeins eina sýningu, en á einhvern hátt virkaði hún fantavel, kom manni sífellt á óvart, án þess að verða ágeng, var breytileg og opin og miðl- aði þó þeirri tilfinningu einangrunar og innilok- unar sem er einn aðalþáttur verksins. Samspilið við ljósin var einnig mjög gott. Hvað varðar nálgun leikstjórans að verkinu sé ég ekkert eftir samóvarnum, svo ég vísi í ágætt viðtal við hann í leikskránni. Nú skal að vísu tek- ið fram að ég hef ekki lagst í neinn textafræðileg- an samanburð vegna þessarar sýningar, þó mér finnist eins og fleirum mjög skrýtið að ekki skuli nefndur neinn þýðandi í leikskránni. En ég get ekki séð annað en leikstjórinn sé fullkomlega trúr anda skáldsins - eins og ég skynja þann anda og skil af mínu takmarkaða vití. Þarna er húmorinn og þarna er harmleikurinn, og það sem mestu skiptír: þau systkin eru hér á hárréttum stöðum, í lifandi túlkun leikaranna. Hugsanlega má deila um hvort leikstjórinn yddi ekki fullskarpt á stöku stað, Baltasar hefur löngum átt erfitt með að sitja á strák sínum, en nú er hann líklega loks búinn að hlaupa af sér hornin, orðinn þroskaður listamað- ur, svo maður leyfi sér að tala föðurlega eins og virtir stórgagnrýnendur gerðu í gamla daga. I öllu falli er langt síðan - alltof langt síðan - maður hef séð jafn gegnvandaða sýningu á stóra sviði Þjóð- leikhússins. Og ég tek fram að mér finnst hún eiga skilið góða aðsókn, af því að alltof margir íslend- ingar eru haldnir þeim hleypidómum að rússnesk list sé eitthvað svo óskaplega „þung" - en æ, æ, nú er ég auðvitað eina ferðina enn að móðga hæst- virta áhorfendur. Leikararnir ættu hins vegar ekki að móðgast af því sem ég hef um þá að segja að þessu sinni. Ég ætla að byrja á Jóhanni Sigurðarsyni sem var óborganlegur sem hinn brjóstumkennanlegi og broslegi stóreignamaður Lébedev. Af hverju er alltaf svona þakídátt að skopstæla eiginmenn und- ir járnhæl eiginkonunnar? Þröstur Leó var yndis- lega viðbjóðslegur sem sníkjudýrið Borkín; það er meira hvað Þröstur er í góðu formi um þess- ar mundir, alltaf að stækka sig og koma á óvart. Ólafur Egill var líka góður sem læknirinn, hafði að mestu losað sig við þá hvimleiðu takta sem hann virtist vera að festast í um tíma; það var helst þeim brygði fyrir rétt í lokin. Ólafur er efnilegur leik- ari og full snemmt fyrir hann að byrja að staðna. Ólafur Darri er að sjálfsögðu ekki nógu roskinn í hlutverk Shjabelskis greifa, týpu sem áttí eftír að ganga aftur hjá Tsjekhov, en hann lék kallinn bara svo ári vel, auk þess sem holdafar leikarans spillti ekki fyrir (vona það teljist ekki dónaskapur að tala um líkamlegt ástand leikara). Þeir Jóhann, Þröst- ur og Ólafur Darri voru alveg hreint frábær þrenn- ing í fylleríinu, þvílíkur samleikur - það lá við að manni dyttu í hug svolarnir í Þrettándakvöldi Shakespeares. Kannski hugmynd fyrir þjóðleik- hússtjóra að prófa þá í þeim!? Jafnvel með Baltasar við stjórnvölinn? Fyrri Shakespeare-sýningar hans voru að vísu afspyrnuvondar að mínum dómi, en drengurinn er sem fyrr segir allur að mannast - og Shakespeare á eiginlega svolítið inni hjá honum eftir ósköpin með Hamlet og Jónsmessunætur- drauminn. Af leikkonunum var Ilmur Kristjánsdóttír lang- best í hlutverki drykkfelldu ekkjunnar Babakínu. Það var djarft að setja svo unga leikkonu og reynd- ar ólíka kellingunni í hlutverkið, en það má segja hið sama um Ilmi og Ólaf Darra: hún er svo góð leikkona að dæmið gengur upp. Nú á leikhúsið að gefa Ilmi tækifæri í stóru kvenhlutverki (svo ég skiptí mér enn af leikendavalinu). Ólafía Hrönn sýndi gamalkunna takta í hlutverki hinnar stjórn- sömu eiginkonu Lebedévs; hún var svo sem ágæt, en maður er bara búinn að sjá þessa kellingu svo oft hjá Ólafíu. Laufey Elíasdóttir þreytir frumraun í hlutverki Shöshu og komst að mörgu leytí vel frá því, þó að hún yrði stundum fulleinhæf í stelpu- skapnum. Og Margrét Vilhjálmsdóttir var afskap- lega eitthvað daufgerð í hlutverki hinnar vansælu eiginkonu Ivanovs; það var eiginlega engin leið að hafa samúð með þessu dauðyfli og er þó aumingja konan að veslast upp úr berklum og vamækslu eig- inmannsins. Ég er ekki heldur viss um að Margrét sé rétt týpa í svona konur sem kunna að vera orðn- ar dálítið fjarlægar reynsluheimi íslenskra nútíðar- kvenna - sem betur fer, má maður líklega segja. Og niðurstaðan svona í lokin - til að leikhúsið hafi eitthvað að setja í auglýsingarnar ef það kærir sig um: Ivanov er ein skemmtilegasta og vandað- asta Tsjekhov-sýning sem hér hefur sést - og ég hef nokkurn samanburð, því að ég sá Vanja frænda í Iðnó árið 1962 og hef séð allnokkrar Tsjekhov-sýn- ingar síðan, mjög misgóðar. Það getur meira að segja vel verið að ég líti aftur á hana áður en hún hættír. Og ég er virkilega spenntur að sjá bíómynd- ina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.