Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Heilsublaö DV TENNIS f VETUrQ Ennþá eru lausir nokkrir vikulegir tímarl (Q) Morgun- og hádegistímar í boði og nokkrir aðrir tímar enn lausir. Q) Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að hefjast. 10 tíma námskeið kostar 17.900 kr. Aðeins fjórir á hverju námskeiði. Spaðar og boltar á staðnum. (Q> Tennis er skemmtileg hreyfing. Skráning og upplýsingar í síma 564 4050 og á www.tennishöllin.is I/TENNISHÖLLIN Oalsmári 13IKÓpavogi Dans fyrir alla! Samkvæmisdansar Barnadansar • Salsa 9 FreeStVle Skráning * hafin í síma Unudansar ^2600 innritun hafin velkomin í fjörið Afró Salsa Salsa Karabí Break Hlp Hop Magadans Balkan Hamencö Krump Tangó Quickmelt Contemporary 551 5103 & 551 7860 Ólafur Gunnar Sæmundsson gaf fyrir jólin út bókina Lífs- þróttur, næringarfræöi fróöleiksfúsra. Ólfur Gunnar, sem er menntaöur næringarfræðingur, segir mataræði íslendinga á margan hátt mun betra en á árum áður en hreyfingarleysi og aukið aðgengi að mat valdi því að við höldum áfram að fitna. Ólafur Gunnar Sæmunds- son Segir varhugavert fyrir foreldra að vera of harðir vlð börnin sín, jafnvel þótt þau borði sætindi. g er búinn að vera í næringar- fræðinni í 20 ár og hef ekki ennorðiðvarviðneinnnýjan, stóran sannleik í þessum efnum. Gömlu góðu gildin lifa enn," segir Ólafur Gunnar Sæmundsson sem gaf á dögunum út afar veglega og aðgengilega bók um næringarfræði. „Það sem skiptir mestu máli er að borða fjölbreytt og reglulega. Hvað orkuefnin varðar er það enn ríkjandi að um og yfir helmingur orkunnar á að koma frá kolvetnum, en kolvetnaríkir fæðuflokkar eru til dæmis kornmeti, baunir, ávextir, grænmeti og mjólkurvörur. Hlutfall fitu í fæðu á að vera um 30 prósent og prótein í það minnsta 10 af hundraði. Orkuhlutföllin eru því nokkurn veginn þau sömu og þegar ég byrjaði í faginu," segir Ólafúr en viðurkennir þó að eitt og annað innan næringarfræðinnar hafi breyst í tímanna rás. „Það er búið að skerpa á ýmsum hlutum. Til dæmis hvað varðar fitu. Það er orðið viðurkennt að þessi ‘transfitusýra er hættulegri en þessi svokallaða harða eða mettaða fita. Það hefur leitt til þess að matvælaframleiðendur hafa dregið verulega úr þessari transfitusýru í mætvælum." ‘(Transfitusýrur myndast við herðingu ómettaðrar fitu og er því til til dæmis staðar í öllu smjörlíki sem gert er úr hertri jurtafeiti eða hertu lýsi.) Vatn í ailri fæðu Ólafur segir að næringarff æðingar hafi undanfarið róið að því öllum árum að eyða bábiljum sem eru til staðar í samfélaginu. „Það að drekka tvo lítra af vatni á dag er ein þeirra. Meðalmaður missir tvo til þrjá lítra af vatni á dag í formi svita, þvags og útöndunar. Við þurfum náttúrulega að endurnýja þennan forða, en fólk þarf að hafa í huga að allur matur inniheldur vatn. Sem dæmi má nefna að í 100 grömmum af appelsínu eru 90 grömm af vatni. í 40 gramma brauðsneið eru 10 til 15 grömm af vatni," segir hann og heldur áfram: „Vam er að finna í allri fæðu, bara í mismiklum mæli. Svo má ekki gleyma því að afurðir eins og mjólk, gosdrykkir, kaffi, djús og annað innihalda nærri eingöngu vam. Ef fólk drekkur tvo til þrjá lítra á vami á dag, ofan á allt annað, gemr það verið að innbyrða fjóra til sex lítra á dag. Það er engan veginn æskilegt og getur haft slæm áhrif á nýrun. Þau hafa ekki undan og það getur orsakað bjúgmyndum. Of mikil vatnsdrykkja gemr einnig ýtt undir þvagleka hjá konum og haft slæm áhrif á þvagblöðruna," segir Ólafur. Hræðsluáróðurinn um sykur Ólafur segir fleiri bábiljur ríkjandi í samfélaginu. „Mýtan um að syk- urneysla leiði til ofvirkni barna eða afbrotahneigð unglinga og milorð- inna sem hafa lent á glapstigum er afar varhugaverð. Slíkar fullyrðing- ar byggjast á reynslusögum og hafa aldrei verið smddar með vísindaleg- um rökum. Önnur umræða sem kemur reglulega upp í samfélaginu er þessi ofsahræðsla við gervisæmefnið aspartam. Sumir vilja meina að það sé bráðdrepandi og leiði til blindu og ýmissa annarra kvilla. Ef það væri rétt, værum við líklega öll orðin meira og minna farlama af neyslu þessarar afurðar. Svona hræðslu- áróður er ákaflega slæmur að mínu mati. Við verðum auðvitað alltaf að vera vakandi en að mínu viti er matvælaeftirlit mjög sterkt í dag og það mun halda áfram að eflast held ég" Matarvenjur betri í dag en áður Ólafur segir mataræði fslendinga í dag betra en það hefur áður verið. „Við Iimm á mjög góðum tímum að mínu viti. Af umræðunni mætti ætía að við byggjum á tímum þar sem mataræði okkar er slæmt. Sannleikurinn er hins vegar sá að mataræði fýrr á tímum var margfalt verra en það er nú. Ávextir og grænmetí voru til dæmis aldrei á borðum þegar ég var ungur og þó er ég ekki nema að verða fimmtugur. Það hefur margt breyst til bamaðar og það mætti einblína meira á það, í stað þess að vera að hræða líftóruna úr fólki með bábiljum," segir hann. Aukið aðgengi að mat Þrátt fýrir að mataræði íslendinga sé betra en áður, höldum við áfr am að fitna. Ólafur segir tvennt ráða mesm í því sambandi. „Hreyfingarleysi er stór þáttur í því hvernig holdafar okkar er, en það sem skiptir enn meira máli í þessu sambandi er aðgengi að mat. Það er margfalt betra á allan hátt en áður var. Á boðstólum er fjölbreyttari matur og við þurfum ekki nema að hringja eitt símtal til að fá pitsu og gos heim að dyrum. Þetta þýðir að sífellt stærri hópur manna á erfitt með að stoppa sig af áður en hitaeininganeyslan er komin úr hófi," segir hann. „Vannæring er í sjálfu sér ekki vandamál hjá íslendingum í dag, ef frá er talinn sá hópur fólks sem glímir við átröskun af einhverju tagi. Áður fyrr var mjög algengt að fólk þjáðist til að mynda af skyrbjúg vegna skorts á C-vítamíni, eða af beinkröm vegna vöntunar á D-vítamíni. Þetta voru algeng vandamál um miðbik síðustu aldar." Hjálparefni ekki skynsamleg Spurður um gagnsemi hjálparefna til að breyta líkamsþyngd segir Ólafur að þau geti verið mjög varhugasöm. „Þau fitubrennsluefni sem eru á markaði í dag eru mikið til koffínefhi. Sem næringafræðingur myndi ég aldrei ráðleggja mínu fólld að neyta slíkra efna. Óhófleg koffínneysla genir haft mjög varhugaverð áhrif á fólk. Svo eru oft efni í þessum fitubrennsluafurðum sem eru hægðalosandi. Þaðýtirundirvökvatap en það er auðvitað ekki það sama og fitutap," segir Ólafur. „Eg komst að því þegar ég var að vinna að bókinni minni að það eru ekki til neinar langtímarannsóknir á vinsælasta fitubrennsluefninu á markaði í dag. Það eina sem ég fann var að í einstökum tilvikum hefði neysla á þessu efni valdið meinvörpum í lifur. Þetta á við um fleiri efni." Ekki predika hollustu Ekki er komið að tómum kof- unum hjá Ólafi þegar hann er beðinn um neysluheilræði fyrir hefðbundnar fjölskyldur. „í fýrsta lagi er mikilvægt að temja sér reglubundna neysluhegðan. Fólk á að borða morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Viturlegt er að fá sér miðdegishressingu og jafnvel létta kvöldhressingu. Með öðrum orðum, ekki láta langan tíma líða milli máltíða. f öðru lagi á fólk að borða fjölbreyttan mat. Fólk sem ákveður af einhverjum ástæðum að tileinka sér fábreytta fæðu, upplifir oft leiða. Fólki fer að finnast mataræðið þreytandi, sem ýtir undir átröskunartilhneigingar. Með öðrum orðum; fólk fer að borða of lítíð, eða að það koma tímabil þar sem fólk borðar of lítið en missir sig svo í ofáti á afurðum sem hafa fram að því verið á bannlista," segir Ólafur. Hann segir brýnt að fólk festist ekki í því að flokka mat í hollan og óhollan. „Við vitum öll að við eigum ekki að borða mjög mikið af hamborgurum, ffönskum, súkkulaði og kökum. Bragðlega séð finnst fólki sá matur góður. Við eigum ekki að sniðganga mat heldur læra að neyta hans í hófi. Það sem er hóf fyrir einn þarf ekki endilega að vera hóf fýrir annan. Sem foreldri og uppalandi legg ég megináherslu á það að vera ekki of harður við bömin. Það er varhugavert að vera sífellt hamrandi á óhollustunni, jafnvel þó barnið borði ís eða súkkulaði endmm og eins. Þó að ákveðinn matur sé ríkur af sykri og fitu má ekki gleyma því að hann getur jafhffamt gefið barninu nauðsynleg efni sem lfkaminn nýtír. fs er til dæmis auðugur af kalki og ís inniheldur mikið af próteinum. Það er magnið sem skiptir mestu máli. Börnum foreldra sem em með hollustu á heilanum hættir til að missa sig þegar þau em hverfa úr augsýn foreldranna. Þegar þau sleppa frá ægivaldi foreldranna, úða þau oft í sig sætindum og fitandi mat sem getur jafnvel leitt til átröskunar," segir Ólafur að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.