Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Page 40
Litlar samlokur 399 kr. + lítið gosglas 100 kr. = 499 FRÉTTASKOT 51 2 70 70 SO DVborgar 2.500 krónurfyrirfréttaskotsem leiðirtil frétta. Fyr'r fmttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. = Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. in Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 4 4 4 4 4 4 4 4 c*fc Fíkniefni fyrir fjárhaginn Eigandi Snælands vídeós í Mosfellsbæ varð fyrir árás unglinga með felgulykil: D0TTIR BJARGAÐIF0ÐUR FRATRYLLTUM UNGLINGUM Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni úr Idolinu, segir að fjárhagsvandræði hafi ráðið því að hann gerðist burðardýr og flutti inn tvö kíló af kókaíni sem selja átti á íslandi. Hann hafi ekki getað fengið fyrirgreiðslu í banka. „Ég samþykkti að koma með 700 grömm sem reyndust vera tvö kíló," sagði hann í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær. Hann vill enn ekki upplýsa hver fjármagnaði kaupin. „Ég hef ekki áhyggjur af því hverju fólk trúir," sagði hann og bætti einnig við að það hefði verið „rosasjokk" að vera tekinn. Félag á barmi gjaldþrots Fjárfestingafélagið Gnúpur rambar á barmi gjaldþrots, eigið fé er uppurið og eignir duga ^ ekki fýrir skuldum. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins kveðst hafa ábyggilegar heimildir fyrir þessu, jafnvel þótt Kristinn Björnsson, einn stærstu hluthafanna í Gnúpi, hafni þessu. Ekki náðist tal af Magnúsi Kristinssyni, hinum aðaleiganda félagsins, en skammt er síðan annað fýrirtæki Magnúsar, Smá- ey, leysti til sín fjögurra milljarða hlut Gnúps í Kaupþingi. Gnúpur á ennþá tæp flmm prósent í Kaupþingi. Urvalsvísitalan lækkaði um 1,18% í gær, en vísitölur hækkuðu 9* víðast hvar erlendis. Brjálað að gera í veiðileyfum „Þetta er langsamlega þyngsti dagur ársins hjá okkur," segir Har- aldur Eiríksson, markaðsfulltrúi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en frestur til þess að sækja um veiðileyfi rann út í gær. Haraldur segir að um þetta leyti berist fáliðaðri skrifstof- unni þúsundir símtala og gríðarlegt álag sé einnig á tölvukerfinu. „Núna tekur úrvinnslan við og hún er ekki síður flókin," segir Har- aldur. „Þá blasir við okkur að hringja þúsundir símtala í félagsmenn til þess að ganga frá veiðileyfunum." Styrmir gagnrýndur... TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: traustikPdv.is „Ég hef það alls ekki nógu gott, eins og gefur að skilja," segir Guðlaug- ur Pálsson, eigandi Snælands víd- eós í Mosfellsbæ, um líðan sína en hann var laminn illa af ungmennum á þrettándanum. Ráðist var á hann með felgulykli þannig að stórsér á honum og er hann haltur á öðrum fæti eftir árásina. Hann þakkar dótt- ur sinni að hafa bjargast úr árásinni. Tugir ungmenna höfðu safnast saman nærri vídeóleigunni á þrett- ándanum og margmenni leitaði inn fyrir þegar leið á kvöldið. Á endan- um freistaði Guðlaugur þess að vísa fjöldanum frá þannig að viðskipta- vinir verslunarinnar kæmust að. Ungmennin brugðust illa við því að vera rekin út og 6 ungir piltar, 17 til 18 ára, sneru til baka í vídeóleiguna, einnþeirra vopnaðurfelgulykli. Hóp- urinn réðst á Guðlaug og létu höggin dynja á honum, bæði með hnefum og felgulyklinum. Hann var töluvert laskaður eftir barsmíðarnar og þurfti að leita sér aðstoðar á slysadeild. (hugar kæru „Þetta er hræðileg upplifun. Maður er að reyna stunda sinn rekst- ur og gerir þarna heiðarlega tilraun til að koma fjölda ungmenna út hjá sér. Niðurstaðan var sú að ráðist var á mig," segir Guðlaugur. Guðlaugur íhugar nú hvort hann kæri piltana fýrir líkamsárás. í höndunum hefur hann áverka- vottorð eftir árásina. „Ég náði að halda vel í við þá en fékk samt slatta af höggum. Það kemur bara í ljós hvort ég kæri þetta eða ekki, vissu- Fólskuleg árás 6 ungir piltar réðust gegn Guðlaugi eftir að hann vísaði þeim útúr Snæland video í Mosfellsbæ. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. lega erum við að hugsa málið," segir Guðlaugur. Nóg að gera Þriðji eldsvoðinn á nokkrum dögum varð í Jórufelli 4 í gær. Slökkviliðið brást skjótt við og náði að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Elísabet Rósa Elínborgardóttir, íbúi í húsinu, segist hafa mætt reykjarkófi skömmu eftir að kærasti hennar hafði fengið hugboð um að eldurværi í aðsigi. Sjá nánará blaðsíðu 10. DV-myndStefán Jón Viðar Jónsson segir Styrmi Gunnarsson hljóta að fara alla leið: Mogginn hlýtur þá að borga allt Morgunblaðið hlýtur að ætla að borga fýrir allt það sem blaðið gagn- rýnir, hvort sem það eru leiklistarsýn- ingar eða bækur í jólaflóðinu. Þetta segir Jón Viðar Jónsson, leiklistar- gagnrýnandi DV að Morgunblað- ið hljóti að gera ætli Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins og stjórnarmaður í Leikfélagi Reykjavík- ur, að vera sjálfum sér samkvæmur. Styrmir sagði í DV í fýrradag að það kæmi til greina að fjölmiðlar greiddu alltaf fyrir fulltrúa sína á viðburði, hvort sem væru tónleikar, leiksýningar eða aðrir menningarviðburðir. „Það er orðið úrelt og gamaldags að fjölmiðlar þiggi ókeypis miða," lét Styrmir falla þegar borin var undir hann sú ákvörðun Guðjóns Pedersen, leikhússtjóra Borgarleikhússins, að taka Jón Viðar af boðslista leiklistargagnrýnenda vegna gagnrýni hans. „Það var gott að heyra að Mogginn er nógu ríkur til að borga fýrir aðgangsmiða handa gagnrýnendum sínum og ekki að efa að listaiðnaðurinn í landinu mun taka mikinn kipp við þá yfirlýsingu Styrmis ritstjóra sem birtist hér í mánudagsblaðinu," segir Jón Viðar. „En ef ritstjórinn ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur, hlýtur sú ákvörðun ekki aðeins að ná til leiksýninga, bíómynda, tónleika, myndlistarsýninga eða annarra slíkra viðburða sem við þurfum flest okkar að punga út fyrir. Það er ljóst að hér eftir mun þá Mogginn líka borga fýrir allar bækur sem hann fjallar um, öll Hlýtur að borga allt Jón Vlðar segir að Morgunblaðið hljóti að borga fyrir bækur og biöferðir ætli Styrmir að vera sjálfum sér samkvæmur. tímarit, alla mynddiska, hljómdiska og svo framvegis. Og mun þá ugglaust ekki falast eftir með neinum afsláttarkjörum heldur borga með glöðu geði sama prís og þau Jón og Gunna þurfa að gera." brynjolfur@dv.is Dóttirin bjargaði málunum Aðspurður segist Guðlaugur hafa rekið verslunina síðustu 8 ár án þess að hafa lent í nokkru þessu líku og er ekki viss hvort hann hafi áhuga á áframhaldandi rekstri á staðnum. Dóttir hans varð einnig fýrir bar- smíðum er hún kom föður sínum til aðstoðar. „Þetta eru strákar úr hverf- inu sem hafa lengið verið að sniglast þarna í kring, þeir eru komnir á bíl og reyna að krækja í yngri stelpur þarna. Þegar dóttir mín skarst í leikinn réð- ust stelpurnar á hana og börðu," seg- ir Guðlaugur. „Eftir svona árás hugsar maður sér til hreyfings. Ég væri ekki uppistandandi ef dóttir mín hefði ekki hjálpað mér og ég þakka henni að ekki fór verr. Það var ekkert grín að sjá piltinn vopnaðan felgulykli og ég tel mig heppinn að það var ekkert annað vopn í bílnum hjá þeim." Utangátta ökumenn Tæplega þrítugur karlmað- ur hringdi í lögregluna í gær og tilkynnti að bílnum hans hefði verið stolið í Ármúlanum. Eft- ir að lögregla hóf rannsókn á málinu hringdi maðurinn hins vegar aftur og sagði bílinn vera kominn í leitirnar. Bílnum hafði alls ekki verið stolið, heldur hafði maðurinn gleymt hvar hann lagði honum. Annar maður kom á lögreglustöðina og fann held- ur ekki bíl sinn, en hann mundi síðar að hann hafði lánað vin- konu bifreiðina. Svipað var uppi á teningnum skömmu fýrir ára- mót, þegar útlendingur leitaði til lögreglu eftir að hafa steingleymt hvar hann lagði bílaleigubílnum sínum og talið hann stolinn. Sló manníhöfuð með straujárni 24 ára karlmaður, Stefán Hafberg Sigurðsson, var dæmdur í tíu mán- aða fangelsi fýrir hættulega líkams- árás. Stefán réðst að manni í íbúð í Grafarvogi í mars 2006 og sló hann ítrekað í höfuðið með straujárni. Maðurinn hlaut meðal annars mar á heila, heilahristing og tvo skurði á höfuð. Stefáni var gert að greiða fórnarlambinu tæpar 320 þúsund krónur og rúmar 900 þúsund krónur í málskostnað. Árásarmaðurinn sagði fórnar- lambið hafa gefið systur hans vímu- efni og látið hana ánetjast fíkniefn- um. Dómurinn taldi að hending ein hefði valdið því að fórnarlambið slasaðist ekki alvarlega. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.