Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Qupperneq 21
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 21 Jamie Carragher var ekki sáttur eftir leik Liverpool og Luton i enska bikarnum. Þegar nokkrir stuðningsmenn Luton hrópuðu að honum gekk hann upp að þeim og bauð þeim að ljúka málunum eins og karlmenn. Svaraði fyrir sig Carragher svaraði áhorfendum Luton. Mynd The Sun. Brosir þrátt fyrir alit Jamie Carragher lenti í orðaskiptum við áhorfendur Luton. Jamie Carragher, leikmaður Liver- pool, var ekki sáttur eftir að leikur Luton og Liverpool var flautaður af. Löngu eftir að leik lok og flest- ir áhorfendur voru farnir heim, sneri Carragher aftur á völlinn til að skokka sig niður. Átta stuðningsmenn Luton, sem voru klæddir eins og karakterar í skemmtiþætti Harrys Enfield, með svartar hárkollur og í gulum bún- ingi, þar sem gert er grín að Scou- sers, eins og Liverpool-íbúar eru kallaðir, kölluðu þá að Carragher að róa sig aðeins niður. Gerðu þeir einnig grín að hárlit Johns Arne Ri- ise, sem er rauðhærður. Svaraði Carragher þeim í fyrstu en var síðan nóg boðið, hljóp að girðingunni og bauð þeim að útkljá málin eins og karlmönnum sæmir. Öryggisverðir þurftu að draga Carragher niður og róa hann. „Þessi stjarna úr úrvalsdeildinni hagaði sér eins og ofbeldisseggur og óþokki," sagði Michael Sapsford, stuðningsmaður Luton, í viðtali við The Sun. Píparinn Michael bætti við: „Hann réð ekki við smá stríðni sem var sögð í góðu eins og hundruð knattspyrnumanna ráða við í hverri viku." Úlfaldi gerður úr mýflugu Liverpool hefur hins vegar sagt að stuðningsmenn Luton hafi skvett bjór í áttina að honum og einnig hrækt til hans. „Þegar Jamie var bú- inn að skokka sig niður fór hann að gefa eiginhandaráritanir fyrir unga aðdáendur. Því miður tóku stuðn- ingsmenn Luton ekki vel á móti honum og varð hann fyrir móðgun- um og fékk bjór yfir sig," sagði tals- maður Liverpool. Félagið mun ekki refsa varafyr- irliða sínum og ekki heldur enska knattspyrnusambandið. Félag- ið sagði einnig að Carragher hefði fengið fjölmörg símtöl um að atvik- ið væri ekki honum að kenna. „Það sem kom fyrir leikmanninn á ekki að koma fyrir neinn. Þetta var algjör óþarfi. Hann var svo góður að koma að áhorfendum til að gefa ungum aðdáendum eiginhandarár- itun en lenti þá í einhverjum ruglu- döllum. Ég er ekki stuðningsmaður Liverpool, er borinn og barnsfædd- ur hér í Luton, en þetta var ekki ánægjulegt að sjá," sagði Sim Huss- ain sem sá atvikið. Ekki sá fyrsti Carragher er þó ekki fyrsti knatt- spyrnumaðurinn sem missir stjórn á skapinu eftir að hafa fengið það óþvegið frá áhorfendum. Robert Hadji Diouf hefur verið þrisvar sinnum dæmdur (bann fyrir að hrækja á stuðningsmenn. Pires fékk eitt sinn bolta fast í sig frá áhorfanda og hótaði að kasta bolt- anum aftur í áhorfandann. Frægast er þó þegar Eric Cantona fékk nóg á móti Crystal Palace og sparkaði í einn stuðningsmann. Hann fékk átta mánaða bann. Meðhöndlun á landsliðsmanninum Alexander Petterson tókst vel: PETTERSON AÐ BRAGGAST Landsliðsmaðurinn Alexander Petterson ætti að geta farið að kom- ast á ról með íslenska liðinu fljót- lega. Hann fór í meðhöndlun síð- astliðinn laugardag vegna meiðsla sem hann varð fyrir hjá Flensburg og þarf nokkra daga til að hvfla sig. Alexander hefur unnið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar fyrir frábæra frammistöðu með lands- liðinu og er fyrir löngu orðinn lykilmaður í liðinu. Einar Þor- varðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Islands sagði við DV í gærkvöldi að með- höndlun á Lexa eins og hann er kallaður hófst á laugardaginn og hann þurfi 4-5 daga til að jafna sig. „Þetta eru meiðsli sem hann verður fyrir hjá Flensburg og kem- ur því meiddur til okkar. Hann mis- stígur sig úti og einhver bólga fylgdi því. Á laugardaginn fór hann í með- höndlun og fékk sprautur. Hann þurfti hvíld eftir meðhöndlunina og hefur því ekkert gert á æfingum undanfarið. Hann þarf svona 4-5 daga í hvíld. Fyrst og fremst er þetta spurn- ing um að koma Alexander í gang og láta hann byrja að æfa. Við erum mjög vongóðir um að hann nái sér og við náum að koma honum í stand," sagði Einar. Mikilvægi Alexanders er ótvírætt fyrir landsliðið. Hann hefur stimpl- að sig inn sem einn af betri hægri hornamönnum heims undanfarin ár og endurspeglaðist það í kaup- um stórliðs Flensburgar á honum. Alexander er mikill baráttujálkur sem gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana og má ekki gleyma þegar hann lék seinni hálfleik gegn Rúss- um á Evrópumótinu 2006 kjálka- brotinn. ÍÞRÓTTAMOLAR BOUMSONG ORÐAÐUR VIÐ FULHAM Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari Fulham, hefur ítrekað að hann ætli ekki að kaupa í janúar til þess eins að kaupa. Franski varnarmaðurinn Jean-Alain Boumsong sem lék með Newcastle fyrir nokkrum árum er nú orðaður við liðið. Boumsong hefur i''' j ekki náð að festa sig í sessi hjá Juventus á Italíu og Fulham vantar svo sannarlega öfluga varnarmenn. Frammistaða hans hjá Newcastle var ekki upp á marga fiska og hefur Hodgson sagt að hann þurfi menn sem hann viti að muni skila þeim árangrl sem þarf til í úrvals- delldinni. v MIFSUD VILL SPILA MEÐAL ÞEIRRA BESTU Maltneski framherjinn Michael Mifsud hjá Coventry hefur nú lýst því yfir að hann vilji spiia í ensku úrvalsdeildinni. Mifsud hefurgengið vel hjá Coventry og komst í pressuna þegar hann skoraði bæði mörksinna mannafsigriá Manchester United í deildarbik- arnum. Hann kom sér aftur á forsíðurnar þegar hann skoraði tvö mörk í stórsigri Coventry á Blackburn í ensku bikarkeppninni um helgina og segist nú vilja komast í úrvals- deildina.„Ég hef alltaf trúað á hæfileika mfna og veit að ég er nógu góöur til að spila (úrvalsdeildinni," sagði Mifsud. ASTON VILLA FYLGIST MEÐ MÁL- UM DEFOES Þótt Jermaine Defoe hafi fengið þau köldu skilaboð frá Juande Ramos, þjálfara Tottenham, aö hann geti farið hefur hann sagst hvergi annars staðar vilja vera. Það þýðir þó ekki að önnurlið vilji ekki fá hann og þessi orð Ramosar hafa settMartin O'Neill ( viðbragðsstöðu hjá Aston Villa. O'Neill hefur löngum verið mikill aðdáandi Defoes og gert áður tilboð í hann en þá neitaði leikmaðurinn sjálfuraðfara. Svo gæti farið að Aston Villa geri tilboð (Defoe og bæti honum við leikmannahóplnn hjá sér áður en janúarglugginn lokast. RANGERS VILL EKKI SLEPPA HUTTON Sá varnarmaður sem Tottenham hefur elt hvað mest (janúar er skoski landsliðsmaðurinn Alan Hutton hjá Rangers. Nú þegar hefur Rangers hafnað tilboði frá Tottenham en Lundúnaliðið lætursérekki segjast og ætlar nú að bjóða níu milljónir punda ( Hutton. Tottenham hefur verið ( ótrúlegum vandræðum með vörnina (ár sem endurspeglast í því að liðið hefur skorað hvað mest I deildinni en er samt enn (neðri hluta deildarinnar. FYRSTA BOÐI (ANELKA HAFNAÐ Ellefu milljóna punda tilboöi Chelsea ( franska landsliðsmanninn Nícolas Anelka hjá Bolton hefur verið hafnað. Sögusagnirnar um að Chelsea hefði áhuga á Anelka voru loks staðfestar þegar tilboðið barst en Bolton var snöggt að hafna því. Það virðist þó ekki ætla að stöðva Chelsea sem ætlarað hækka tilboð sitt. Þó Bolton standi illa aö vlgi (ensku úrvalsdeildinni hefur það ekki hrjáð Anelka sem hefur skoraö ellefu mörk átímabilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.