Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Siðasten ekkisíst DV Ástþór Magnússon íhugar annað forsetaframboð: Topp 5 Ástþór ÍSLENSK FLUGVÉL SPRENGD! 22. nóvember 2002 Ástþór sendir 1.200 manns tölvupóst og segist hafa rökstuddan grun um að ráðist verði á íslenska flugvél með flugráni eða sprengjutilræði. Hann er handtekinn á veitingastað og settur í gæsluvarðhald. Síðar var hann sýknaður fyrir dómi, þar sem hann mætti tvívegis, annað skiptið i jólasveinabúningi en hitt skiptið marineraður í tómatsósu. Rökstuddan grun sinn sagði Ástþór síðan byggja á innsæi sínu og fréttum utan úr heimi. BRAUT MYNDAVÉL September, 2004 Snæfríður Ingadóttir, ritstjóri lceland Express Inflight Magazine, smellir mynd af Ástþóri Magnússyni á Glaumbar. Ástþór bregst óvkæða við og grýtir myndavélinni í gólfið bak við barborðið. Síðar er hann sýknaður, meðal annars á grundvelli þess að leifarnar af myndavélinni fundust ekki.„Þeir sem reyna að taka myndir af mér mega búast viö þessu," sagði Ástþór af þessu tilefni. MYNDAÐIINN UM GLUGGA September, 2004. Enn mótmælti Ástþór myndatökum á almannafæri, í þetta skiptið með því að ganga skrefinu lengra og mynda inn um glugga á annarri hæð með hjálp körfubíls sem hann leigði. Ástþór myndaði meðal annars inn um glugga á ritstjórnarskrifstofu DV, auk þess sem hann myndaði llluga Jökulsson ritstjóra á heimili hans í miðbænum. LEIKUR BLAÐAK0NU 0G VINNUR í ÚTVARPI íSSW fcí AÐUR það svona á tilfmningunni að þætt- irnir falli í góðan jarðveg. Fólki finnst þetta spennandi og vill fylgjast með áfram." Hver eru áhugamál þín? „Ég starfa við mitt áhugamál. Svo finnst mér gaman að lesa, hlusta á góða tónlist, borða og elda góðan mat. Fara í göngutúra, ferðast og vera með fólki sem mér þykir vænt um." Hvaða leikrit heillaði þig síðast? „Sterkasta sýning síðasta árs var þýsk sýning sem sett var upp í Borgarleik- húsinu; Endstation America eftir Frank Castorf. Það er svo gaman þegar leikhús kemur manni á óvart." Átt þú þér einhverja fyrirmynd? „Fullt af fyrirmyndum. Það er til fullt af flottum konum úti um víða veröld, bæði lifandi og dánar. Ég get því ekki nefht eitt nafn frekar en annað." Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona leikur Stínu blaðakonu í Pressunni - nýrri þáttaröð á Stöð 2. Karekter Arndísar er töffari. Meðan á tökum stóð fékk Arndís ekki að fara í klippingu og mátti lítið hugsa um útlitið. Hún segir persónusköpunina hafa verið mjög skemmtilega. Hvað drífur þig áfram? „Allt það góða fólk sem er í kringum mig." Hvar ólst þú upp? „Til að byrja með í Vesturbænum. Svo fluttum við til Svíþjóðar og Ameríku. Þá bjó ég einnig í Hlíðunum og í Kópa- vogi. Ég var alltaf á miklum þvælingi og það hefur mótað mig. Ég hef mikla þörf fyrir að brjóta munstrið og lít það jákvæðum augum." Hver er Arndís Hrönn Egilsdóttir? „38 ára leikkona sem hefur líka fengist við dagskrárgerð á RÚV sæl með lífið." Hvert fórstu síðast í frí? „Til Kaupmannahafnar. Ég fór með manninum mínum á Police- tónleika. Þetta var gjöf til okkar en það gleymdist að láta okkur vita af því að þetta væru útitónleikar. Hljómsveitin var eins og ljósastaurar í fjarska, ég var í sumardressinu en Danirnir í kraftgöllum. Þetta var mikið ævintýri - mjög skemmtilegt." Af hverju ert þú stoltust? „Af því að hafa fylgt hjartanu þegar það átti við." Ert þú ánægð með viðtökurnar á Pressunni? „Ja, ég heyri ekkert nema gott, en það er kannski ekkert að marka. En ég hef Hver er fyrirmyndin að þínum karakter? „Ég veit nú ekki nákvæmlega hver hún er. Óskar [Jónasson, leikstjóri Press- unnar] var með einhverja týpu í huga sem ég hef ekld hitt. En ég leik þama sem sagt mikinn töffara sem er ekki allra. Hún er hvorki blíð né ljúf í sam- skiptum, algjörthörkutól." Var gaman að skapa þennan karakter? „Það var mjög gaman. Hún er dálítið ólík mér þótt við eigum nú kannski eitthvað sameiginlegt. En ég fékk aldrei að vera sæt. Allir aðrir voru heillengi í sminki en ég fékk ekki einu sinni að fara í klippingu. Var bara alltaf í gallabuxum og peysudruslu. Einu sinni skrapp ég heim í stuttri pásu í múnderingunni. Þá kom stjúpsonur minn inn og sagði: „Arndís! Ég hef aldrei séð þig í buxum." Að hverju ert þú að vinna þessa dagana? „Ég er að leika í Hér og nú í Borgar- leikhúsinu sem er svona nútímasöng- leikur. Þetta er speglun á tíðarandan- um sem birtíst okkur í fjölmiðlum. Við unnum þetta til dæmis upp úr Séð og heyrt, blogginu og raunveruleikasjón- varpi. Þetta er spunaverkefni sem fel- ur í sér stanslaust stuð." Hvað er fram undan? „Þáttagerð uppi í útvarpi er næst á dagskrá og ýmislegt tengt leikhúsinu." Við mæluin með... Það er alveg sama hvaða kerlinga- bækur þú lest um heilsu, næringu, megrunarkúra eða þjálfun. Ef þú ert með nokkur aukakíló er málið afskaplega einfalt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ef þú þarft að léttast þarftu einfaldlega að brenna fleiri hitaeiningum en þú innbyrðir. Það er allur sannleikurinn. Þú getur vel leyft þér að borða óhollustu endrum og eins en þú skalt ekki halda að þú komist hjá því erfiði sem fýlgir því að brenna súkkulaðistykkinu sem eng- inn sá þig borða. Enn er hægt að nálgast miða á Evr- ópumeistaramótið í handbolta sem hefst í Noregi 17. janúar. Þú hefur enn tíma til að kaupa miða, panta þér hótel og skella þér í eftirminni- legustu ferð ársins. íslendingar verða Evrópumeistarar og vanda- máhn með markvörsluna heyra sögunni til. Þú munt væla af fögnuði þegar við leggjum Dani í undanúr- slitum og tryllast af kætí þegar þú upplifir með eigin augum sigurinn á Spánverjum í úrshtum. Nú þegar verðbólgan nagar okk- ur sem lús á laufblaði er mikil- vægt að hugsa um budduna. Ekki panta þér klippingu nema hringja á noklaa staði. Símtölin kosta nokkrar krónur, nema þú sért með heimasíma hjá Hive, en verðið á hárgreiðslustofunum er svo mis- munandi að símtölin munu marg- borga sig. Það er líka í tísku að vera meðvitaður viðskiptavinur, hvort sem þú þarft að láta klippa þig eða kaupir í matinn. ELTI FORSETANN Á 150 Júní, 2004. Ástþór sendirfrá sérfréttatilkynningu þar sem hann spyr Ólaf Ragnar Gríms- son forseta hvort hann sé„gunga og drusla". Hann lýsir því i bréfinu hvernig hann elti forsetann á 150 kílómetra hraða á Keflavíkurveginum til að afhenda honum bréf. Að sögn Ástþórs náði hann Ólafi Ragnari á skrifstofu hans, og hljóp forsetinn þá inn og skellti í lás.„Við hvað ertu hræddur?" spurði hann Ólaf Ragnar. SPRAUTAR TÓMATSÓSU Á LJÓSMYNDARA 3. maí, 2005 Æði rennur á Ástþór þegar Ijósmynd- ari hyggst mynda hann við komuna í héraðsdóm, þar sem hann svaraði til saka fyrir að hafa eyðilagt myndavél. Ljósmyndarar undrast uppátækiö í Ijósi þess að hann hafði í öðru dómsmáli tilkynnt Ijósmyndara komu sína áður en hann mætti i jólasveinabúningi í mótmælaskyni. m 3 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.