Peningamál - 01.02.2001, Síða 57

Peningamál - 01.02.2001, Síða 57
56 PENINGAMÁL 2001/1 Um miðjan maí tilkynntu tveir af yfirlýstum við- skiptavökum ríkisskuldabréfa Verðbréfaþingi Íslands með eins mánaðar fyrirvara að þeir hyggðust hætta viðskiptavakt. Júní 2000 Hinn 2. júní tók Íslandsbanki-FBA hf. formlega til starfa. Bandaríska matsfyrirtækið Moody´s Investors Service gaf Íslandsbanka-FBA hf. einkunnina A2 fyrir langtímaskuldbindingar, Prime-1 fyrir skamm- tímaskuldbindingar og C fyrir fjárhagslegan styrk. Hinn 7. júní undirritaði Lánasýsla ríkisins samning, að undangengnu útboði, um samningsbundna við- skiptavakt ríkisverðbréfa við Kaupþing hf., Búnaðar- banka Íslands hf., Íslandsbanka-FBA hf. og Spari- sjóðabanka Íslands hf. Frá undirritun samningsins hafa áðurnefndir aðilar heimild til að kalla sig viður- kennda viðskiptavaka ríkisverðbréfa. Í samningnum eru skilgreindar skyldur viðskiptavaka varðandi framsetningu tilboða á VÞÍ og hámarksbil milli kaup- og söluávöxtunar. Þá mun Lánasýslan greiða viðskiptavökum veltuþóknun fyrir viðskiptavaktina. Í samningnum eru skilgreindir 4 markflokkar ríkis- skuldabréfa, þrír verðtryggðir og einn óverðtryggður. Lánasýslan skuldbatt sig jafnframt til þess að bæta upplýsingagjöf. Hinn 19. júní hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína um 0,5 prósentustig. Íbúðalánasjóður gerði samning við Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. um við- skiptavakt með húsbréf. Frá undirritun samningsins hafa áðurnefndir aðilar heimild til að kalla sig viður- kennda viðskiptavaka með húsbréf og húsnæðisbréf. Íbúðalánasjóður stóð með sama hætti að vali viðskiptavaka og Lánasýsla ríkisins, og er samningur sjóðsins að öllu leyti hliðstæður samningi Lánasýsl- unnar. Þá tilkynnti Íbúðalánasjóður að hann myndi framvegis leitast við að miðla með reglubundnum hætti til markaðarins upplýsingum sem áhrif geta haft á verðmyndun skuldabréfa. Hinn 30. júní veitti viðskiptaráðherra samþykki sitt fyrir samruna Samvinnusjóðs Íslands hf. og Fjár- vangs hf. í Frjálsa fjárfestingarbankann hf. sem er lánastofnun skv. lögum nr. 123/1996. Júlí 2000 Hinn 6. júlí tilkynnti Sparisjóðabanki Íslands hf. Seðlabankanum að hann hefði ákveðið að hætta þátt- töku á millibankamarkaðnum fyrir gjaldeyri. Upp- sögnin tók gildi mánuði síðar. Hinn 13. júlí var millibankamarkaði með gjaldeyri lokað milli kl. 10 og 12 að ákvörðun viðskiptavak- anna á markaðnum. Ákvörðunin var tekin vegna mikilla viðskipta og snöggrar lækkunar á gengi krón- unnar um morguninn. Hinn 18. júlí hófust viðskipti með hlutabréf DeCode Genetics á Nasdaq. Hinn 18. júlí var tilkynnt um meirihlutakaup Lands- banka Íslands hf. í breska fjárfestingarbankanum The Heritable and General Investment Bank Ltd. (HGI). Hinn 20. júlí var gengisskráningarvog breytt í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta á árinu 1999. Taflan hér ofar á síðunni sýnir hina nýju vog og breytingu frá fyrri vog. Ágúst 2000 Hinn 8. ágúst hætti Sparisjóðabanki Íslands hf. við- skiptavakt á millibankamarkaði með gjaldeyri. Ný gengisskráningarvog (%) Byggt á viðskiptum 1999 Út- Inn- Breyting Lönd flutn- flutn- Meðal- frá fyrri Mynt ingsvog ingsvog tal vog Bandaríkin ............ USD 25,57 24,95 25,26 0,57 Bretland ................ GBP 15,14 13,58 14,36 1,36 Kanada.................. CAD 1,83 1,02 1,42 0,09 Danmörk............... DKK 8,41 9,37 8,89 0,52 Noregur................. NOK 6,85 8,37 7,61 0,26 Svíþjóð.................. SEK 2,58 5,57 4,07 0,35 Sviss...................... CHF 3,16 1,06 2,11 -0,39 Evrusvæði ............. EUR 32,21 30,64 31,43 -2,92 Japan..................... JPY 4,25 5,44 4,85 0,16 Norður-Ameríka ................... 27,40 25,97 26,68 0,66 Evrópa.................................. 68,35 68,59 68,47 -0,82 Evrópusambandið ................ 58,34 59,16 58,75 -0,69 Japan.................................... 4,25 5,44 4,85 0,16 Alls ....................................... 100,00 100,00 100,00 0,00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.