Peningamál - 01.09.2004, Síða 6

Peningamál - 01.09.2004, Síða 6
PENINGAMÁL 2004/3 5 hækkuðu verðbólguvæntingar töluvert, einkum meðal almennings. Ekkert lát virðist á vexti innlendrar eftirspurnar. Bæði einkaneysla og fjárfesting jukust ört á fyrri helmingi þessa árs. Nýjustu hagvísar benda til áfram- haldandi vaxtar á þriðja fjórðungi ársins. Þungi fram- kvæmda við virkjanir og álbræðslur mun ennfremur aukast á næstu mánuðum. Vinnumarkaðurinn virðist hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að laga sig að örum vexti eftirspurnar. Ástandið einkennist samtím- is af skorti og gnægð vinnuafls og árstíðarleiðrétt at- vinnuleysi hefur aukist frá vormánuðum. Verðlagsþróun Verðbólga jókst í byrjun sumars og fór nálægt efri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Verðbólga tók að aukast sl. vor og fór hæst í 3,9% í júní. Hún hefur minnkað nokkuð síðan og mældist 3,4% í september. Að nokkru leyti mátti rekja aukna verðbólgu til sveiflukenndra þátta. Undirliggjandi verðbólga hefur eigi að síður fylgt svipaðri þróun. Hagstofan gefur út tvær kjarnavísitölur sem gefa vís- bendingu um undirliggjandi verðbólgu. Hækkun kjarnavísitölu 1, sem byggist á vísitölu neysluverðs en undanskilur búvöru, grænmeti, ávexti og elds- neyti, varð mest 3,6% og mældist 2,8% í byrjun sept- ember. Hækkun kjarnavísitölu 2, sem að auki undan- skilur opinbera þjónustu, hefur verið nokkru minni og mældist 2,6% í september. Verðbólgu undanfar- inna mánaða má bæði rekja til eftirspurnar- og kostnaðarþrýstings. Þrýstings frá eftirspurn hefur ekki síst gætt á húsnæðismarkaði, en kostnaðarþrýst- ings mest í eldsneytisverði og að einhverju leyti þjón- ustu. Húsnæðisverðbólga enn mikil, en lítillega hefur dregið úr henni frá því í júní Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs skýrir tæplega þriðjung hækkunar vísitölunnar undanfarna tólf mánuði, eða 0,9 prósentur. Eftir að hafa dalað seinni hluta sl. árs jókst húsnæðisverðbólga á ný á vor- mánuðum og fór markaðsverð húsnæðis ört hækk- andi á sumarmánuðum. Síðan hefur dregið nokkuð úr húsnæðisverðbólgunni á ný, en þá verður að hafa í huga að breyting á íbúðalánakerfinu í júlí hafði áhrif til lækkunar húsnæðisliðar sem leiddi til 0,17% lækk- unar vísitölunnar (sjá rammagrein 1). Miklar breytingar hafa átt sér stað á húsnæðis- markaði að undanförnu sem kunna að hafa ýtt undir verðhækkanir. Greiðari aðgangur að lánsfé og lægri vextir hafa hvetjandi áhrif á eftirspurn. Hækkun há- markslána Íbúðalánasjóðs um síðustu áramót bætti aðgengi að ódýrara fjármagni til húsnæðiskaupa en var í boði hjá viðskiptabönkunum, en þeir hafa lítið verið á íbúðalánamarkaðinum fyrr en nýlega. Viðskiptabankarnir brugðust við samkeppninni með því að veita húsnæðiskaupendum gengisbundin lán til húsnæðiskaupa á lægri raunvöxtum en í boði voru hjá Íbúðalánasjóði. Þá verður reyndar að hafa í huga að um er að ræða breytilega vexti sem taka mið af er- lendum skammtímavöxtum, en þeir hafa verið nálægt sögulegu lágmarki. Í júlí tók Íbúðalánasjóður upp nýtt veðbréfakerfi og leiddi kerfisbreytingin til þess að vextir húsnæðisveðbréfa (svokölluð íbúðabréf) urðu fljótlega ¾ prósentum lægri en bréfa úr eldra húsbréfakerfinu. Undir lok ágúst hófu viðskiptabank- arnir að bjóða viðskiptavinum sínum lán á svipuðum kjörum og Íbúðalánasjóður. Ekkert hámark er á þeim lánum. Þau gagnast því sérstaklega vel þeim sem vilja kaupa stærri eignir eða endurfjármagna eldri lán.2 Fleiri geta því keypt húsnæði eða stækkað við sig eftir þessar breytingar, sem ætla má að ýti undir hækkun íbúðaverðs. Verðbólga janúar 2001 - september 2004 Mynd 1 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 2001 2002 2003 2004 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 % Kjarnavísitala 1 Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans 2. Þessi nýju lán er ekki einvörðungu unnt að taka við kaup á húsnæði. Þau má nota til að greiða upp áhvílandi lán eða auka skuldsetningu og lækka þannig eigið fé í húsnæði án þess að eiga viðskipti. Þessi mögu- leiki mun tæpast hafa bein áhrif á húsnæðisverð en gæti aukið einka- neyslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.