Peningamál - 01.09.2004, Síða 34

Peningamál - 01.09.2004, Síða 34
PENINGAMÁL 2004/3 33 kerfisins lágu ekki fyrir tölur um hagvöxt á öllu sl. ári og engar um hagvöxt á yfirstandandi ári. Skemmst er frá því að segja að hagvöxtur á sl. ári reyndist meiri en reiknað var með í mars, eða 4,3% í stað 2¾%, eins og reiknað var með í spá sem þá var birt. Tölur um hagvöxt á fyrri helmingi þessa árs benda ekki til að slaknað hafi á hagvextinum það sem af er ári, eins og fjallað er um í kaflanum um þróun og horfur í efna- hags- og peningamálum hér að framan. Fjármuna- myndun hefur aukist hratt eins og við var búist og vöxtur einkaneyslu hefur verið örari en ársvöxtur hennar í þeim þjóðhagsspám sem birtar hafa verið. Í takt við mikinn vöxt innlendrar eftirspurnar hefur viðskiptahallinn aukist hraðar en reiknað var með í spám sem birtar voru í Peningamálum 2003/4 og 2004/1. Í júníbyrjun spáði bankinn viðskiptahalla á þessu ári er næmi 8¾% af landsframleiðslu, saman- borið við 7½% halla í spánni sem birtist í mars, en í sama hefti birtist síðasta úttekt á fjármálastöðugleika. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika skiptir þó ekki síður máli að í síðustu spá bankans var gert ráð fyrir mun meiri halla árin 2005 og 2006, eða á þeim tíma sem framkvæmdir við virkjanir og álver verða í há- marki. Jafnframt skýrist minni hluti hallans, en áður var gert ráð fyrir, af fjárfestingu í virkjunum og stóriðju, eða einungis þriðjungur. Þótt reiknað sé með að fjármögnun viðskiptahallans verði tiltölulega greið næstu tvö árin eykur þessi staða hættu á vanda- málum síðar. Í því samhengi er rétt að minna á að við greiningu á stöðu fjármálakerfisins er nauðsynlegt að horfa lengra fram í tímann en gert er að öllu jöfnu þegar teknar eru ákvarðanir í peningamálum. Meira ójafnvægi í ytri jöfnuði þjóðarbúskaparins er því óhagstætt frá sjónarhóli fjármálalegs stöðugleika, jafnvel þótt ólíklegt sé að neikvæðra afleiðinga þess gæti næstu árin. Verðbólga jókst í sumarbyrjun Í Peningamálum 2004/1 var greint frá lágri verðbólgu og útlitið í verðlagsmálum talið gott, en á það bent að gengisþróun gæti ráðið miklu um framhaldið. Í maí og júní jókst verðbólga verulega og var nálægt efri þolmörkum í júní. Með hliðsjón af spá bankans frá því í júní ætti þessi uppsveifla verðbólgu, sem kom nokkru fyrr en spáð var, að hjaðna þegar líður á næsta ár. Sem fyrr hvílir spáin á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldist sterkt. Hækkun orkuverðs á alþjóð- legum markaði á nokkurn þátt í aukinni verðbólgu að undanförnu og má gera sér vonir um að þau áhrif muni ganga til baka innan spátímabilsins. Til lengri tíma litið hefur þróunin á húsnæðismarkaði einnig veruleg áhrif. Vegna þeirra miklu framkvæmda sem eru framundan er nauðsynlegt að horfa lengra fram á veginn en venja er. Hættan á aukinni verðbólgu vex er líður á framkvæmdatímabilið og aðgerðir bankans í peningamálum munu óhjákvæmilega þurfa að taka mið af henni. Nokkuð eykur á hættuna að þjóðar- búskapurinn skuli nú vera að fara inn í þetta mikla framkvæmdaskeið með minni slaka og meiri verð- bólgu en áður var reiknað með. Eins og oft hefur verið nefnt á þessum vettvangi getur mikil og óvænt verðbólga haft afar slæm áhrif á fjárhagslega stöðu heimila landsins sökum út- breiddrar verðtryggingar, einkum ef hún fer saman við lækkandi gengi og almennan samdrátt í þjóðar- búskapnum. Takist að beita peningastefnunni til þess að halda verðbólgu í skefjum á meðan góður þróttur er í efnahagslífinu minnka líkur á slíkri atburðarás. Íbúðaverð enn á uppleið en framboð hefur aukist á móti og kann að hamla gegn verðhækkunum á næst- unni Undanfari margra ef ekki flestra fjármálakreppna sem skekið hafa þjóðir heims hefur verið mikil hækkun eignaverðs ásamt örum vexti útlána.7 Í ljósi þess að hvort tveggja hefur einkennt efnahagsþróun- ina á Íslandi undanfarin ár er rík ástæða til að fylgjast náið með þróun eignaverðs. Þetta á sérstaklega við um verðþróun fasteigna en einnig hlutabréfa. Hvort tveggja hefur verið á hraðri uppleið undanfarið ár. Þegar síðasta úttekt á þjóðhagslegum forsendum fjár- málastöðugleika var gerð í mars virtist þó sem upp- sveifla íbúðaverðs hefði stöðvast eða a.m.k. dregið verulega úr henni. Minni hækkun húsnæðisverðs var talin jákvæð fyrir stöðugleika fjármálakerfisins til lengri tíma litið. Hins vegar var á það bent að óvissa á vinnumarkaði vegna lausra kjarasamninga og fyrir- hugaðar breytingar á íbúðalánakerfinu kynnu að hafa dregið tímabundið úr eftirspurn. Líklega hefur það verið rétt ályktun, því að á svipuðum tíma og kjara- samningar náðust tók húsnæðisverð að hækka hraðar en það hafði gert nokkru áður. Ekki verður fullyrt að 7. Sjá t.d. Borio, Claudio, og Philip Lowe, Asset prices, financial and monetary stability: exploring the nexus, BIS Working Papers nr. 114, júlí 2002.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.