Peningamál - 01.09.2004, Page 59

Peningamál - 01.09.2004, Page 59
Þegar verðbólgumarkmið var gert að kjölfestu peningastefnunnar gætti mikils ójafnvægis í hag- kerfinu. Mikið þensluskeið hófst á seinni hluta síðasta áratugar. Í upphafi einkenndist það af beinni erlendri fjárfestingu og útflutningi, og þá var þjóðar- búið í tiltölulega góðu jafnvægi. Síðar breyttist þenslan í ofþenslu og mikinn vöxt einkaneyslu sem var drifinn áfram m.a. af hröðum vexti útlána á fjár- málamarkaði þar sem frelsi til athafna hafði verið aukið til muna. Ójafnvægi myndaðist í þjóðarbú- skapnum. Með tímanum leiddi vaxandi ójafnvægi til þess að væntingar breyttust til hins verra, a.m.k. að hluta til vegna ört vaxandi viðskiptahalla við útlönd. Gengi krónunnar tók að lækka og lækkaði um þriðjung á einu og hálfu ári þar til síðla árs 2001. Þessi framvinda hafði áhrif á verðbólgu þar sem hækkandi innflutningsverð kom fram í innlendu verðlagi. Þegar verðbólgumarkmið var tekið upp var hækkun vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði 4%. Gengi krón- unnar hélt áfram að lækka um sinn, og verðbólga fór töluvert upp fyrir efri þolmörk verðbólgumark- miðsins. Seðlabankinn fylgdi aðhaldssamri peninga- stefnu og hækkaði stýrivexti sína jafnt og þétt í sögu- legt hámark. Á endanum leiddi þetta til þess að hratt dró úr verðbólgu, en hún hafði náð hámarki í janúar 2002. Undir lok þess árs var hún komin undir verð- bólgumarkmið, og þannig hefur staðið lengst af síðan þar til í nýjustu mælingu. Seðlabankinn hefur nú haft verðbólgumarkmið í liðlega þrjú ár. Við teljum að þessi stefna hafi verið árangursrík. Tiltölulega hratt tókst að koma böndum á verðbólgu eftir að hin nýja stefna var tekin upp á tíma mikils ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Þess eru einnig skýr merki að verðbólgumarkmiðið hafi öðlast trúverðugleika á mörkuðum og í þjóðfélaginu í heild. Frekar mun reyna á þessa stefnu á næstunni, en þá mun m.a. koma til óvenju mikil bein erlend fjárfesting í áliðnaði og framkvæmdum við byggingu tengdra orkuvera sem fjármagnaðar verða með lántökum. Reynsla okkar bendir eindregið til þess að hægt sé að fylgja stefnu verðbólgumarkmiðs í litlum opnum hagkerfum rétt eins og í stórum hagkerfum með öfluga fjármálamarkaði. Stefnan krefst mikils aga og sérþekkingar af seðlabanka. Sú áhersla sem lögð er á fjármálastöðugleika í Seðlabankalögunum frá 2001 er eðlileg og í samræmi við viðurkennd viðfangsefni seðlabanka. Seðlabanki Íslands hafði með höndum bankaeftirlit til loka árs 1998 þegar það var sameinað eftirliti með starfsemi tryggingarfélaga í nýrri stofnun, Fjármálaeftirlitinu, sem Seðlabankinn á náið samstarf við. Meðan Seðla- bankinn bar ábyrgð á bankaeftirliti beindist athygli hans að sjálfsögðu að einstökum stofnunum og eftir- liti með því að starfsemi þeirra samrýmdist gildandi lögum og reglum. Áður en bankaeftirlitið var flutt frá Seðlabankanum hafði bankinn þegar beint athygli sinni að fjármálastöðugleika í víðari skilningi með hliðstæðum hætti og aðrir seðlabankar á þeim tíma. Það var liður í því að á árinu 2000 hóf bankinn að birta tvisvar á ári skýrslur um fjármálastöðugleika í ársfjórðungsriti sínu, Peningamálum. Ein ástæða þess að bankinn beindi æ meiri athygli að fjármálastöðugleika í víðari skilningi á síðasta áratug var sú að samfara auknu frelsi á fjármála- mörkuðum jókst skilningur á því að veikburða fjár- málakerfi gæti grafið undan efnahagslegum og peningalegum stöðugleika með sama hætti og ójafnvægi í efnahagslífi og slök efnahagsstefna gæti grafið undan stöndugu fjármálakerfi. Traust fjármálakerfi, þ.m.t. örugg greiðslu- og uppgjörs- kerfi, er einnig mikilvæg forsenda árangursríkrar peningastefnu. Síðustu hömlum á fjármagnsflutninga milli Íslands og annarra landa var aflétt á miðjum síðasta áratug. Frjálsræði jókst á fjármálamarkaði, og þar urðu verulegar skipulagsbreytingar. Þannig dró ríkissjóður með tímanum úr beinni eignaraðild að innlendum bankastofnunum og hvarf alveg frá henni. Þessi framvinda leiddi til harðnandi samkeppni fjármálastofnana á innanlandsmarkaði og tengdi innlendan fjármagnsmarkað mun nánari böndum við alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Af þessu leiðir m.a. að í greiningu sinni á fjármálastöðugleika beinir Seðlabankinn jafnan athygli sinni að næmi fjármála- kerfisins fyrir breytingum í ytra umhverfi, m.a. í framboði erlends lánsfjár til endurfjármögnunar, og viðkvæmni fjármálakerfisins fyrir skyndilegum breytingum á gengi krónunnar. Framvindan í íslenskum þjóðarbúskap á seinni hluta síðasta áratugar og fram á þennan var á margan hátt hliðstæð því sem gerðist annars staðar á Norðurlöndum fyrir liðlega áratug. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að reynslan þar gaf tilefni til nokkurrar áhyggju af undirliggjandi styrk íslensks fjármálakerfis. Seðlabankinn lýsti hreinskilnislega yfir áhyggjum í skýrslum sínum um fjármálastöðug- 58 PENINGAMÁL 2004/3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.