Peningamál - 01.09.2004, Síða 77

Peningamál - 01.09.2004, Síða 77
76 PENINGAMÁL 2004/3 Viðauki Framkvæmd peningamála í öðrum löndum Seðlabankar flestra OECD-ríkja framkvæma pen- ingamálastefnu sína með mjög svipuðum hætti. Útfærslan er þó mismunandi varðandi nokkur atriði. Hér er framkvæmd peningamála í Ástralíu, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð, á evrusvæðinu og á Íslandi borin saman. Grunnhugsunin í framkvæmd peningamála á öllum þessum svæðum er sú sama og lýst er fyrir Kanada í þessari grein. Daglánavextir og innláns- vextir hjá seðlabankanum setja gólf og þak á flökt einnar nætur vaxta. Seðlabankinn tilkynnir stýri- vaxtastig sem er í flestum tilfellum mitt á milli dag- lánavaxta og innlánsvaxta viðkomandi seðlabanka. Seðlabankinn framkvæmir síðan markaðsaðgerðir og býður upp á endurhverf viðskipti sem miða að því að vextir á millibankamarkaði fylgi stýrivöxtum seðla- bankans náið. Í töflu 1 er yfirlit yfir nokkur af helstu útfærslu- atriðum í framkvæmd peningamála á þessum svæð- um. Stýrivextir á flestum þessum svæðum eru vextir yfir eina nótt. Stýrivextir á Íslandi, á evrusvæðinu og í Svíþjóð eru 7 daga vextir. Í Bretlandi eru stýrivextir seðlabankans 14 daga vextir. Seðlabankar þessara svæða framkvæma markaðsaðgerðir annaðhvort dag- lega eða vikulega. Seðlabankar Íslands, Evrópu og Svíþjóðar framkvæma markaðsaðgerðir vikulega. Seðlabankar hinna landanna framkvæma hins vegar markaðsaðgerðir daglega. Talsverður munur er á því hversu stórt bil er milli daglánavaxta og innlánsvaxta hjá seðlabönkum þessara svæða. Ef frá eru talin Ísland og Bandaríkin, er þetta bil þó alls staðar milli 50 og 200 grunnpunkta. Flest svæðin sem hér eru borin saman hafa lagt niður bindiskyldu. Þó hafa tvö stærstu svæðin, Bandaríkin og evrusvæðið, og tvö minnstu svæðin, Ísland og Noregur, haldið í bindi- skyldu. Þessi útfærsluatriði hafa áhrif á það hversu vel seðlabönkum þessara landa tekst að halda niðri frá- vikum milli vaxta á millibankamarkaði og stýrivaxta viðkomandi seðlabanka. Þar skiptir hins vegar einnig máli hversu markviss skammtímastýring seðlabank- anna á grunnfé í greiðslukerfinu er. Ástralía, Nýja- Sjáland, Kanada og Svíþjóð hafa náð bestum árangri hvað þetta varðar. Tafla 1 Framkvæmd peningamála í nokkrum ríkjum – nokkur útfærsluatriði Frávik vaxta Bilið milli inn- á millibanka- og útlána í Tíðni markaði frá greiðslukerfinu markaðs- Bindi- stýrivöxtum Land Stýrivextir (grunnpunkar) aðgerða skylda seðlabankans Ástralía............................................. yfir nótt 50 daglegar Nei ekkert Bandaríkin........................................ yfir nótt Breytilegt1 daglegar Já stöðugt Bretland............................................ 14 daga 200-3002 daglegar Nei stöðugt Kanada ............................................. yfir nótt 50 daglegar Nei ekkert Noregur ............................................ yfir nótt 200 daglegar Já stöðugt Nýja-Sjáland .................................... yfir nótt 50 daglegar Nei ekkert Svíþjóð............................................. 7 daga 150 vikulegar Nei ekkert Evrusvæðið ...................................... 7 daga 100 vikulegar Já í lok bindi- skyldutímabila Ísland................................................ 7 daga 450 vikulegar Já stöðugt 1. Innlánsvextir Seðlabanka Bandaríkjanna eru alltaf núll. Útlánsvextir bankans eru hins vegar 100 grunnpunktum hærri en stýrivextir hans. 2. Englandsbanki framkvæmir nokkrar umferðir af markaðsaðgerðum á hverjum virkum degi. Fyrstu tvær umferðirnar fara fram á stýrivöxtum bankans. Í þriðju umferð býður bankinn upp á innlán sem eru á vöxtum sem eru 100 grunnpunktum lægri en stýrivextir bankans og útlánsvexti sem eru 100 grunnpunktum hærri. Í fjórðu umferðinni hækka þessi frávik í 150 grunnpunkta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.