Peningamál - 01.09.2004, Side 86

Peningamál - 01.09.2004, Side 86
PENINGAMÁL 2004/3 85 Hinn 18. júní tilkynnti Kauphöllin í Stokkhólmi að KB banki hf. væri eitt af 13 nýjum félögum í Attract 40 vísitölunni. Val félaga í vísitöluna byggist á veltu bréfa og verður endurskoðað í árslok 2004. Hinn 18. júní tilkynnti KB banki hf. að gengið hefði verið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð um 450 milljónir evra, eða um 40 ma.kr., til fjármögn- unar á kaupum bankans á FIH. Til eiginfjárþáttar A töldust 150 milljónir evra en afgangurinn til eigin- fjárþáttar B. Hinn 18. júní var tilkynnt að aðild Deutsche Bank AG London að Kauphöll Íslands hefði verið sam- þykkt af stjórn Kauphallarinnar. Júlí 2004 Hinn 1. júlí komu til framkvæmda breytingar á Íbúðalánasjóði sem samþykktar höfðu verið á Alþingi 28. maí. Útgáfu hús- og húsnæðisbréfa var hætt og gefin voru út ný bréf, íbúðabréf sem eru jafn- greiðslubréf til 20, 30 og 40 ára með tveimur gjald- dögum á ári. Helstu breytingar voru að lántakendur fá lán greidd í peningum í stað þess að fá afhent húsbréf. Samtímis var eigendum helstu flokka húsbréfa og húsnæðisbréfa boðið að skipta á þeim og íbúðabréf- um og var eldri bréfum að andvirði 338 ma.kr. skipt. Hinn 1. júlí lækkuðu vextir á íbúðabréfum Íbúðalána- sjóðs um 0,3 prósentur, í 4,8%. Hinn 1. ágúst lækkuðu vextirnir aftur um 0,3 prósentur í 4,5% og um 0,15 prósentur í 4,35% hinn 1. september. Þessi mikla lækkun ræðst af lækkandi ávöxtunarkröfu íbúðabréfa á markaði. Hinn 5. júlí samþykktu hluthafar í KB banka hf. hlutafjáraukningu til forgangsréttarhafa að 110.137.128 hlutum. Söluverð var 360 kr. á hlut og heildarvirði aukningarinnar 39.649.366.080 kr. Einnig var samþykkt að veita stjórn bankans heimild til viðbótaraukningar hlutafjár um 110 milljónir hluta án forgangsréttar. Hinn 5. júlí var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að hækka vexti bankans í end- urhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 pró- sentur í 6,25% hinn 6. júlí. Aðrir vextir bankans hækkuðu hinn 11. júlí. Hinn 14. júlí var tilkynnt um árlega endurskoðun gengisskráningarvogar krónunnar í ljósi utanríkis- viðskipta ársins 2003. Hin nýja vog tók gildi 16. júlí. Ágúst 2004 Hinn 9. ágúst var hlutafé KB banka hf. í Kauphöll Íslands hækkað um sem nam kr. 1.101.371.280 að nafnverði, sem skiptist í 110.137.128 hluti. Skráð hlutafé félagsins á aðallista Kauphallar Íslands eftir hækkunina var kr. 5.506.856.400 að nafnverði, eða 550.685.640 hlutir. Hinn 12. ágúst gerði Íslandsbanki hf. tilboð í hlutafé Kredittbanken A/S í Noregi á verðinu 7,25 norskar krónur á hlut. Tilboðið nam rúmum 3,5 ma.kr. fyrir allt hlutafé í bankanum. Stjórn Kredittbanken mælti með tilboðinu við hluthafa en það var háð fyrirvara um samþykki 90% hluthafa og samþykki fjármála- eftirlita í Noregi og á Íslandi. Hinn 23. ágúst tilkynnti KB banki hf. að hann hygðist bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð húsnæðislán til 40 ára með 4,4% fasta vexti að uppfylltum ákveðnum skilmálum. Í kjölfarið buðu hinir viðskiptabankarnir og sumir sparisjóðir og lífeyris- sjóðir áþekk lán. Vextirnir sem boðnir voru lækkuðu síðan niður í 4,2% undir lok mánaðarins í kjölfar útboðs Íbúðalánasjóðs á íbúðabréfum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.