Peningamál - 01.03.2005, Side 17

Peningamál - 01.03.2005, Side 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 17 Ávöxtunarkrafa tveggja ára ríkisbréfa hefur hækkað nokkuð frá nóvember sl. en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa til lengri tíma hefur lækkað Miðlun breytinga á stýrivöxtum um óverðtryggða vaxtarófið getur verið tafsöm og verður fyrir áhrifum margra ytri þátta. Þar togast m.a. á staðkvæmdaráhrif vegna hækkunar skammtímavaxta, vænt verð- bólga og þróun skammtímavaxta og vænt gengisbreyting. Vænt ávöxtun annarra fjárfestingarkosta en skuldabréfa, t.d. hlutabréfa og fasteigna, kann einnig að skipta máli. Vextir ríkisbréfa til tveggja ára hafa hækkað nokkuð frá nóvembermánuði sl. Þetta er eins og vænta má, því að skuldabréf til tveggja ára eða skemmri tíma keppa mjög við ávöxtun á peningamarkaði og fyrirsjáanlegt er að peningavextir verði háir á líftíma þessara bréfa og hækki jafnvel frá því sem nú er. Athygl- isvert er að á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa ríkisbréfa með u.þ.b. fimm eða átta ára líftíma lækkað. Þessi þróun gæti borið vott um traust á að Seðlabankanum takist það ætlunarverk að halda verð- bólgu í skefjum. Hækkun skammtímavaxta verði því aðeins tíma- bundin og gangi fljótt til baka. Fleiri öfl kunna þó að vera að verki. Lækkun sem orðið hefur á ávöxtun verðtryggðra bréfa til langs tíma hefur áhrif á ávöxtun annarra skuldabréfa. Leiða má líkur að því að lækkun á ávöxtun verðtryggðra langtímaskuldabréfa hafi vakið áhuga fjárfesta, t.d. lífeyrissjóða, á öðrum tegundum skuldabréfa. Geri fjár- festar ráð fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans haldi að meðaltali á líftíma skuldabréfanna er vænt raunávöxtun ríkisbréfa, þrátt fyrir lækkun undanfarna mánuði, töluvert betri en á verðtryggðum ríkis- skuldabréfum. Markaðsaðilar gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta Væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta næstu missera er hægt að meta út frá fólgnum framvirkum vöxtum sem lesa má út úr vaxta- ferli óverðtryggðra vaxta. Samkvæmt þeim vænta markaðsaðilar áframhaldandi vaxtahækkana Seðlabankans sem er í samræmi við yfirlýsingar bankans að undanförnu. Framvirkir vextir gefa til kynna að stýrivextir bankans nái hámarki snemma í ágúst nk. og verði þá um 10%. Eftir það virðist þess vænst að stýrivextir fari smám saman lækk- andi og verði komnir í um 7½% eftir tvö ár. Þetta er nokkru skarpari hækkunarferill en reiknað var með í nóvember sl. í aðdraganda Pen- ingamála 2004/4, sem endurspeglar líklega sterkari eftirspurn í hag- kerfinu, meiri verðbólgu, og kröftugri viðbrögð Seðlabankans við þessum aðstæðum, en vænst var þá.5 Fólgnir framvirkir vextir þurfa ekki að endurspegla nákvæmlega raunverulegar væntingar markaðsaðila að svo miklu leyti sem áhættu- þóknun skekkir myndina. Því getur verið gagnlegt að meta væntingar aðila út frá beinum könnunum. Mynd 13 sýnir að greiningaraðilar virðast vænta þess að lækkun stýrivaxta hefjist nokkru síðar og verði hægari en lesa má út úr framvirkum vöxtum (sjá nánar í ramma- grein 3). Mynd 13 Stýrivextir Seðlabankans 2002-2007 Gular og rauðar línur sýna framvirka vexti. Kassar sýna vaxtaspár samkvæmt könnunum meðal greiningaraðila fyrir útgáfu Peningamála (PM). Heimild: Seðlabanki Íslands. 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 |2007 4 5 6 7 8 9 10 11 % Stýrivextir 8. mars 2005 10. nóvember 2004 PM 2004/4 PM 2005/1 2003 | 2004 | 2005 4 5 6 7 8 9 10 % Stýrivextir RIKB 07 0209 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 Stýrivextir Seðlabankans og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa Mynd 14 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 10. mars 2005 2002 | 2003 | 2004 | 2005 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 % Íbúðabréf (HFF 150434) Spariskírteini (RIKS 151001) 25 ára húsbréf (IBH 26 0315) Ávöxtunarkrafa verðtryggðra langtímaskuldabréfa Mynd 15 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 10. mars 2005 5. Framvirki vaxtaferillinn frá 10. nóvember sl. er aðeins breyttur frá því sem sýnt var í Pen- ingamálum 2004/4 þar sem aðferðafræðin við mat á fólgnum framvirkum vöxtum hefur breyst. Sjá umfjöllun í viðauka 1.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.